*
*
*
*

miðvikudagur, maí 31, 2006

æji ohh.. ég nenni ekki að blogga... en 7bba var alveg spinnigal yfir að ég skildi ekki blogga og ef að ég er búin að læra eitthvað (og sennilega Bassi manna best) á þessum vikum sem að ég er búin með af minni meðgöngu er að maður reitir ekki óléttar konur til reiðis.. ;)

annars er það að frétta úr lífi lindu að hún fór í bústað með kærónum sínum um helgina.. leigðu sér eitt híbýli í Úthlíð.. jújú, þar sem að böllin voru haldin í gamla gamla daga.. þetta var æðisleg helgi!
Heitur pottur, ógeðslega mikið af mat, vaknað og fært sig úr rúmi yfir í sófa þar sem að var legið, spjallað, spilað og horft á hina og þessa sjónvarpsþætti..
Labbi og Sigrún komu síðan á laugardagskvöldinu að borða og í pottinn.. eða borða - þau borðuðu fræ og hnetur eða eitthva álíka á meðan við Bassi borðuðum lambakjöt og með því.. En málið er að þau er víst á Hráfæði (ekki HRÆfæði eins og ég sagði við mömmu.. eitthvað væri það nú ógirnilegt! allavegann myndi ég ekki vilja sitja með þeim til borðs..) og þá borða þau bara svona.. ekki neitt sem er unnið. eins og þau sjóða ekki rækjurnar heldur hita þær bara, borða bara ávexti, grænmeti, hnetur og fræ... virkilega furðulegur anskoti! en þetta eru víst stjörnurnar að éta.. þau eru víst alveg smá stjörnur.. Allaveganna var margrét vinkona rosa spennt í pjöllunni þegar hún komst að því að tengdó væri Labbi í Mánum..
Einnig sýndi ég Bassa hvar ég missti meydóminn eftir sveitaball í Úthlíð í gamla gamla daga.. hann var ekki frá því að gróðurinn væri ennþá smá klesstur í brekkunni.. spurði mig hvort að ég vildi prufa aftur nema í þetta skipti með honum og athuga hvor væri betri.. ég afþakkaði.. sumar minningar vill maður bara eiga með einni manneskju... æj hann skildi það svo sem alveg þessi elzka...

Hvað á að gera um helgina? Rvk trópik? Rvk rokkar? annað?
ég ætla ekki á sollis.. mér til mikillar gremju.. en ég staðinn fæ ég að fara á Benny og Shadow Parade tónleika á morgun með ástkonu og fleirum sætum skvísum.. síðan um helgina koma mamma, pabbi og Agnes og þá fæ ég smá kel og bumbuknús (eða það er allaveganna eins gott!!) og svo á laugardagskvöldið fer Kæró til eyja að spila en Miri kemur til mín (sem er nú eiginlega meiri Kæró en hann.. nema hann á barnið..) og ætlum við að vera góðar á því og vera á hóteli um nóttina.. :D eitthvað verður nú kelað.. enda fer maður ekkert á hótel til neins annars en að dónast.. einnig hef ég ákveðið að fara með henni, ástkonunni og vonandi bóel og einvherjum á Hjálma á Nasa.. tussu langt síðan ég hef farið á alvöru Hjálma tónleika!! og aldrei hef ég farið edrú á Hjálma tónleika.. ohh! :) svo gaman þegar maður gerir einhverja hluti í fyrsta skipti.. þetta er eins og að detta í það í fyrsta skipti eða fara í sleik í fyrsta skipti (vonum bara að tónleikarnir gefi mér ekki jafn mikla klígju eins og þegar ég fór fyrst í sleik.. sorry Guðjón.. :s )

*djöfulsins kjaftæði.. mér sýnist ég nú bara hafa alveg nenntia ð blogga...!

linda.. @ 15:49 :: |

fimmtudagur, maí 25, 2006

Almáttugur... :) hvernig fór hún að þessu..!!
búin að labba þúsund svið og þarf að labba nokkur þúsund svið í viðbót.. úff tilfinningin sem að hún fær næst þegar hún stígur á svið.. æjæj! http://b2.is/?sida=tengill&id=168220

linda.. @ 13:53 :: |

þriðjudagur, maí 23, 2006YES!!! Beverly Hills 90210 er að byrja aftur... 5.júní kl.19:00! Pant taka þetta allt upp og eiga á spólu.. I´m Loving it! :D

linda.. @ 20:14 :: |

mánudagur, maí 22, 2006

jáhá.. :) það er greinilegt að maður þarf að láta barna sig til að fá fólk til að commenta á síðuna sína.. ;)
Takk kærlega fyrir þessar fallegu hamingjuóskir.. :) Barnið segjist ætla að koma í heiminn 26.nóvember og yrði það náttla mergjað þar sem að það er ammlidagur Ellu ömmu minnar heitinnar, Magnúsar besta vin Bassa og Snædísar Blær litlu fræknu minnar.. :)síðan er vinir og vandamenn þarna í kringum þennan dag þannig að þetta verður spennandi.. spurning að setja á veðbanka þegar nær dregur um bæði þetta og síðan um kyn barnsins og reyna að græða smá fyrir komu þess.. er nú alveg nóg sem að maður þarf að kaupa þannig að allar lausnir um quick money er vel tekið.. :)

Annars er ég bara komin á fullt í vinnunni.. er ekki ennþá búin að venjast því að vinna 100% og er orðin svo þreytt um 2 á daginn að ég sit dottandi við tölluna og geispa og geispa. síða fer ég heim til mín, leggst upp í rúm og sef.. já ég sef sko barasta þangað til að ég er vakin.. þannig að þið gerið ykkur kannski grein fyrir því að líf mitt er ekki mikið uppfullt af skemmtilegum uppákomum þessa dagana..
Fór nú samt í júró partý hjá Vallý á fimmtudaginn og Margréti á föstudaginn. Það var mergjað og þakka ég innilega fyrir tussu góða sekmmtun.. :)

Annars stækkar bumban óðum og er ég strax farin að fá komment eins og "það er aldeilis hvað þú stækkar hratt" eða "það er greinilegt að barnið fær nóg að borða" og fleira í þessum dúr.. almáttugur, enn eru samt eftir 6 mánuðir! hvernig verð ég!?!

linda.. @ 15:21 :: |

föstudagur, maí 19, 2006

Dömur mínar og herrar... :)
Langaði að sýna ykkur myndir af krílinu okkar Bassa sem er að spóka sig í bumbunni minni og stækkar óðum á hverjum degi... :)
Á efri myndinni liggur það í leti og lætur fara vel um sig og á þeirri neðri er það að sperra sig eitthvað eftir að ljósmóðirin ákvað að troða sónarstútnum hér um bil í gegnum líkamann á mér.. :)
linda.. @ 01:33 :: |

sunnudagur, maí 14, 2006

Jesús almáttugur... nákvæmlega hversu mikið getur maður grátið yfrir sjónvarpinu!
ég horfði á kompás í kvöld þar sem að var byrjað á því að tala við Bebbu og Hjölla sem að eiga hana Bryndísi Evu sem að er svo veik á sjúkrahúsinu.. hún er búin að vera þar í 5 mánuði og verður bara veikari og veikari og að sjá hversu sterk þau voru og hvað þessi litla fjölskylda er mikil hetja... og hvað aðstaða þeirra á sjúkrahúsinu er ömurleg..!! að það sé í alvörunni ekki huxað betur um fólkið í þessu landi.. að þeir sem yfir eru skuli eyða peningunum í eitthvað sem að öllum er fjandans saman um..! maður verður svo reiður og þetta tek nokkuð á skal ég viðurkenna...

eftir það tóku gugga og jói við, fíklarnir sem að kompás hefur verið að fylgjast með.. almáttugur hvað þetta hlýtur að vera erfitt líf að vera svona upp á eitthvað efni komin.. að vera svona mikill fíkill og hafa enga stjórn á sjálfri sér og svo þegar gugga spurði hvort að amma hennar eða einhver af hennar fjölskyldu væri búin að hringja upp á NFS til að athuga um hana.. hún varð svo sár þegar hún fékk neitun frá fréttamanninum..
æj vá.. þegar þessi kompás var búinn þá var ég búin að gráta svo óendanlega mikið.. úff hvað lífið getur verið erfitt og ósanngjarnt fyrir suma...

linda.. @ 21:57 :: |

Þessi síðasta prófatíð mín í bili í Háskóla Íslands fer nú að renna sitt síðasta.. Mikið ógeðslega rosalega er ég ánægð! Ég hata, já ég segi HATA þennan tíma og sérstaklega þessa prófartíð sem að er að klárast því að ég er búin að vera svo veik og slöpp í henni..
Byrja að vinna á morgun kl. hálf 9 á staðartíma en þrátt fyrir það sé ég bara engann veginn fram á endalokin á þessari ritgerð sem að ég er að vinna.. er kominn með nettan kvíðasting yfir því að klára hana ekki.. :(

linda.. @ 13:05 :: |

föstudagur, maí 12, 2006

Eftir að vera búin að tala við Kæró um mig og þessa mynd þarna niðri... við komumst að þeirri niðurstöðu að þetta er smá líkt mér eins og ég leit út þegar ég var út í Danmörku...

linda.. @ 23:45 :: |

í morgun var ég að tala við Margréti á msn og hún fékk alveg kast og sagði að hún hefði fundið mynd af systir minni - þá sem að ég vissi ekki af því að ég á eina og þetta er sko ekkert líkt henni.. :)
en henni fannst þessi skvísa svo lík mér.. ég náttla á erfitt með að sjá það því að ég er jú ég sjálf en ég er búin að vera að reyna að finna mynd af mér sem að er lík þessari - í þá stellingum og svip en komst bara að því að ég klárlega tek alltof sjaldan myndir af mér með handklæðið á hausnum en samt maluð í rólegheitar-huxi-gírnum mínum...
en hvað finnst ykkkur...?


linda.. @ 16:45 :: |

Vaknaði kl. 7:45 með kæró í morgun til að fara að læra... sólin skein inn um gluggan og klárlega unaðslegt veður úti. það þarf kannski ekki að taka það fram að seinustu helgi og í þessari vikur er búin að vera algjör bongó blíða.. ég var að læra alla seinustu helgi og þessa vikuna.. núna á veðrið að fara kólnandi aftur.. ég er búin í prófatíð um helgina...! jájá, ef að þetta er ekki tussu típískt þá veit ég ekki hvað... en maður verður bara að vona að það komi kannski aftur sólardagur í sumar...

annars rakst ég á þetta áðan.. var að pæla hvort að við gætum tekið hann með okkur í partýstand um júróhelgina...? http://b2.is/?sida=tengill&id=165367

linda.. @ 10:49 :: |

fimmtudagur, maí 11, 2006

ohh!! hvar er snúran til að færa myndir ú myndavél yfir í tölluna...??

linda.. @ 20:59 :: |

miðvikudagur, maí 10, 2006

Eru ekki örugglega allir búnir að setja ICE númer í símann sinn..? Skil ekki hvers vegna þetta var ekki komið fyrr.. algjört möst!
Ég er búin að setja ICE fyrri framan 3 manneskjur í símanum mínum og líður mér strax miklu betur... :)

linda.. @ 21:15 :: |

þriðjudagur, maí 09, 2006

jeij en spennó.. stóð út á svölum með pissið í buxunum af spenningi en heyrði enga sprengingu... :(

linda.. @ 15:38 :: |

mánudagur, maí 08, 2006

juuu.. en spennó.. :D

"fyrstu sprengjuskot um kl. 19 í kvöld

Verktaki hefur í dag unnið að undirbúningi á sprengivinnu í
byggingarreitum Háskólatorgs. Að öllum líkindum munu starfsfólk og
stúdentar verða varir við fyrstu sprengingar í kvöld um klukkan 19.
Sprengivinna fer síðan í gang í fyrramálið.

Minnt er á hljóðmerki sem gefin verða fyrir og eftir sprengingar.

Þrjú stutt hljóðmerki: sprenging fer fram innan hálfrar mínútu

Eitt langt hljóðmerki: sprenging liðin hjá."

almáttugur ég er ÖLL spennt... :D

linda.. @ 20:06 :: |

sunnudagur, maí 07, 2006

smá hjálp fólk...
Ég á að skrifa ritgerð um eitthvað tilvik náttúruhamfara á Íslandi og ég veit ekki um hvaða ég á að skrifa... Hvaað dettur ykkur í hug??

linda.. @ 14:43 :: |

laugardagur, maí 06, 2006

Æji ég á svo mikið bátt.. Mig langar svo að fara á Bubba tónleikana sem að eru 06.06.06 en Bassi er ekkert að pissa í sig úr spenningi.. :( nenni náttla ekki ein og vinkonur mínar eru ekki miklir aðdáendur.. :(

linda.. @ 14:43 :: |

fimmtudagur, maí 04, 2006

ó mæ lú lú.. það þarf svo lítið til að gleðja mann þegar maður er í prófatíð!
Hreint á rúmi, hrein íbúð (vá hvað hún var orðin ógeðsleg!), hreinn Bassi & hrein Linda (ekki það að við höfum verið skítug - en samt smá..) og síðast en ekki síst þættir 17, 18 og 19 af Prison Break!! Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég fór glöð að sofa í gær.. úff! :D

linda.. @ 13:41 :: |

miðvikudagur, maí 03, 2006

Eitt próf búið og eitt eftir.. en það eru nú ekki öll herlegheitin því að einnig þarf ég að skrifa 3 frekar leiðinlegar ritgerðir..
síðustu dagar eru búnir að fara í prófalestur og herlegheit þar sem að upp komst um ógeðishátt.. en við ræðum það ekki hér.. maður reitir geðveika menn ekki til reiðis!! það erum við búin að komast að..

Heyrðu.. hversu týpískt er það að um daginn fundum við Bassi draumaíbúðina okkar!! vá hún er svo falleg að ég fæ sting í pjölluna í hvert sinn sem að ég skoða myndirnar af henni (og trúðu mér ég geri það tussu oft á dag..)! Ekki nóg með að íbúðin hafi verið guðdómleg þá kostaði hún ekki sjitt!! var nánast gefins - eða svona.. En það sem að sökkar ógeðslega er að hún er á fokkins Selfossi!! hver setur svona fallegar íbúðir þar?? fjandans djöfull!!

linda.. @ 19:15 :: |

mánudagur, maí 01, 2006

Ég veit ekki um neitt sem að ég þrái heitar núna en að leggjast undir sæng og horfa á fullt af skemmtilegum þáttum!! eða jú okey, ég veit reyndar um eitt.. og það er að einn viss aumingji rotni í helvíti!! en burtséð frá því þá þrái ég ekkert meira en þáttamaraþon.. en þar sem að ég er ógeð heimsk og skráði mig í Háskólann einhverntímann þá þarf ég að lesa 3.547.266 blaðsíður fyrir morgundaginn...

linda.. @ 23:02 :: |

..::lindan::..

GESTABÓK
póstur til mín

..::daglegi rúnturinn::..

Agnes sys
Agnes í UK
Aldí­s Bjarna
Alma
Anna Friðrika
Arnrún
Berta & co.
Birna Rún
Björt
Brynja
Bylgja Fagra
Ella frænka
Eva Dröfn
Eyfi
Ferðin mikla
Félagsráðgjafar
Frú Sigríður
Fyndnir gaurar
Guðrún Línberg
Gummó
Gyða Rós
Hafdíz
Halla Óla
Harpa
Helena
Heiðdís
Hildur Páls
Hrafnhildur & co.
Hrund
Ingibjörg Tútta
Írisin
Íris & Kristján
Íris Þöll
Jóhanna
Jóna Karen
Jökull
Kalli Fe
Kiddi
Maggý & Kamilla
Maggý
María
Margrét & co.
Palli Perfekt
Rex
Ragna Óla
Regína
Simmi margrétarbróðir
7bban
7bban líka..
Snær
Thelma litla
Unnur Jóna
Una
Vally McBally
Þóra Elísabet
Þóra Lind
Þóra Magnea

..::barnablogg::..

Bumbukriluzið okkar
Bryndís Una
Dóra Hrönn Styrmisdóttir
Elsa Margrét Jóhannsdóttir
Gísli Arnar Skúlason
Jóhann Breki Þórhallsson
Kamilla Kara Brynjarsdóttir
Klara Edgarsdóttir
Katrín Þóra Jónsdóttir
Marín Jóhannsdóttir
Saga Sjafnardóttir
Tinna Nótt Kristjánsdóttir
Þórdís Katla Sigurðardóttir

gamalt & gott..

febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006

Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com .