*
*
*
*

mánudagur, febrúar 27, 2006

Yndisleg helgi að baki...

fór á föstudaginn að horfa a Idol heima hjá Atla og Eyþóri.. tók 7bbuna mína með og hennar litlu mús (audda náttla ekki annað hægt því að hún er jú inní henni..) Eftir Idol gláp fórum við á Grand Rokk þar sem að Kingstone, Benny Crespo´s Gang og Jakobínarína (mesta uppáhald hans Gauta í geiminum!) voru aiið spila.. Stúlkurnar Vallý, Ragga, Bóel, Unnur Jóna og Sigrún voru þarna líka og síðar bættust Sunna og Kristján í hópinn.. Þetta voru hinir ágætustu tónleikar í góðra vona hópi.. Mikið vorum við að skoða í kringum okkar á hinar furðulegustu týpur sem að húsið hafði að geyma.. :)

Laugardagurinn fór síðan í það að finna hin fullkomnu hvítvínsglös handa henni Sunnu minni þar sem að hún var að halda upp á útskriftina sína um kvöldið. Litla Sunnan okkar bara búin að taka Bs í efnafræði! það þykir mér nú tussu flottur áfangi! Til hamingju enn á ný elzka mín.. :)
Veislan var síðan um kvöldið og okkur til mikillar ánægju (um kvöldið allaveganna) hafði hún upp á miklar veigar að bjóða.. áfengið flæddi um alla veggi (ánægjan hjá sumum var enginn daginn eftir) og maturinn var unaður.. Gítar var tekinn í hönd (ekki mína samt) og spilað allt sem okkur langaði að syngja.. það voru síðan 6 af fölskustu stúlkum landsins sem að sungu úr sér röddina... það er yndislegt að vera falskur þá þarf maður aldrei að hafa áhyggjur (eða allavegana höfðum við það sko ekki þarna um kvöldið..) kíktum síðan niður í bæ í smá danserí og rölti ég mér síðan ein heim um 5 leytið í heitt bólið þar sem að báðar pjöllurnar mínar voru komnar í heitann dans með tveimur karlmannsgestum Hressó þetta kvöldið...

* Svarti blettur kvöldsins var klárlega það að Beggan okkar var ekki að vinna þetta kvöld..! Hvernig á maður að geta stílað ferðir sínar á Hressó til að hitta hana þegar hún fylgjir ekki vaktaplaninu..? Þegar einhver segist vera að vinna aðra hverja helgi af hverju er hún þá ekki að vinna aðra hverja helgi!!?
* Furðulegi blettur kvöldsins var klárlega þegar óvæntur gestur kom í veisluna og eftir augnablik var eins og allir væri bestu vinir.. eina sem að vantaði uppá var kveðjusleikurinn... hvar var hann???

Er síðan bara búin að vera veik í vikunni en held að ég verði nú að hressa mig við þar sem að ástin mín hún systir mín er að koma til mín um helgina... :D

linda.. @ 15:49 :: |

föstudagur, febrúar 24, 2006

Ég verð að benda ykkur á bloggið sem er linkur inn á hérna til hliðar "Fyndnir gaurar".. þetta er svo mikil snilld! tilllhökkunin við nýjum pistlum er eins og að bíða eftir næsta þætti af lost, despó, o.c., o.t.h.. þið skiljið hvað ég á við. Í hvert sinn sem að þeir minnast á eða líkja við einhvað fólk þá eru það vinir, kunningjar eða fjölskyldumeðlimir þeirra.. það að þeir skulu gera þetta án þess að blikka augum og enginn segir neitt við því er svo mikil snilld.. :D ég tek ofan fyrir þeim!

En í dag sat ég í vinnunni minni með Gael í eyrunum að hlusta á random lög og varð huxað til þess hvað lög skipta mann miklu máli.. þó svo að maður gerir sér ekki alveg grein fyrir því þá eru sum lög sem að minna mann svoooo mikið á eitthvað atvik, einhverja manneskju eða einhvern tíma í lífi manns... ég er búin að vera í djúpum huxunum með sjálfri mér (og náttla Gael) að leyfa huganum að reika með lögunum... litlu hlutirnir sitja kannski alltaf eftir í manni...

Ædol í kvöld og svo tónleikar með fríðu föruneyti og síðan útskrift hjá Sunnz á morgun... þarf að finna föt fyrir það og kaupa gjöf! fjandakornið... en gleðin þegar það er komið á hreint og ég sit í veislunni með Kempunum með bjór við hönd... :) yndislegt alveg hreint!

linda.. @ 15:51 :: |

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Jæja loxins blogga ég...!

til hamingju ísland með júróvísíon.. :) silvían vann þetta og gleðin er ótrúleg! að sjálfsögðu þá er líka eitthvað vesen en svona er þetta alltaf.. ég vona nú barasta svo innilega að ekkert bull verði og við sjáum hanan þarna úti.. :) það verður svo gleðilegt.. :D

Laugardagskvöldið var unaður.. :) júróvísíon - ammli hjá írisi með öllum skutlunum.. gerist það betra..!? gítar, söngur og gleði.. fórum reyndar í bæinn um 2 og tel ég það hafa verið bull og vitleysa.. hefðum bara átt að partýast! hvenær ætli maður læri af því að fara alltaf niður í bæ..? í fyrsta lagi tvístrast hópurinn og það er bara ekki gaman og í öðru lagi þá er bærinn alltaf bærinn.. en það er ekkert sem að toppar partý! hvað þá gítarpartý! HVAÐ þá gítarpartý með þessum skvísum.. :) en ég lifi í þeirri trú að við lærum einn daginn og höldum okkur bara í partýinu.. En ef að þið voruð ekki búin að sjá það úr þessum pistli þá var mergjað í ammlinu hjá írisi og íris mín skrilljón sinnum takk fyrir mig! :) og það var svo æðislegt að hitta þig! :)

Og elzku Íris mín! innilega til hammó með ammlið..!! vildi að ég gæti kysst þig aftur en ég verð nú bara að láta netkoss duga í þetta sinn... :* vonandi áttirðu unaðslegann dag!

linda.. @ 20:15 :: |

föstudagur, febrúar 17, 2006

en yndislegt.. :)

http://b2.is/?sida=tengill&id=148862

linda.. @ 14:36 :: |

Yndislegt að sjá hvað þið söknuðuð mín.. :)

hæhæ.. :) hvað segiði? ég segi bara allt það fína.. er í vinnunni núna og er ÖLL spennt fyrir morgundeginum.. :)

En eins og þið sjáið á commentinu hennar Thelmu fyrir neðan þá fór ég á tónleika í gær... Idir, bluebird og The Rushes frá Bretlandi...
Idir var ágætur... Ef að menn eru einir á sviði með gítar og það er ekki Bubbi þá er það bara ekki a'..já okey ef það er ekki Bubbi eða Pétur Ben þá er það bara ek'... úff okey.. ef að það er ekki Bubbi, Pétur Ben eða Mugison þá er það bara ekki að virka fyrir mig.. vá hvað ég tala út um rassgatið á mér... En já hann var í lagi, feiminn, persónulegur og ágætur..
Bluebird voru góðir, skemmtileg rödd í söngvaranum en ALLTOF mörg lög því að öll voru þau alveg eins...
The Rushes voru æði.. Söngvarinn er rosalega góðir og með alveg tussu skemmtilega sviðsframkomu, hljómborðsleikarinn var fyndinn og góður - stundum hefði samt mátt heyrast ögn meir í því og trommuleikarinn var fínn en virkaði mjög oft á svipinn eins og hann væri hræddur við trommusettið.. :) Lögin þeirra voru frábær og allt við þá var skemmtilegt.. toppurinn var þó þegar þeir tóku flottasta cover af Jolene með Dolly Parton sem að ég hef nokkurn tímann heyrt...!! mest sé ég þó eftir því í dag að hafa ekki mellast til að spreða 500 kalli í diskinn sem að var verið að selja frammi... svona er þetta þegar maður fer í mótþróa yfir að eitt af lögunum sé ekki akkúrat það sem að manni langaði í.. fattaði það samt ekki að mig langaði líka í öll hin! heimska Linda...

allaveganna er spennan að gera út af við vinahópinn yfir ammlinu hennar Írisar á morgun.. :) júró og stelpurnar! Yndislegt alveg hreint! :)

en hvað er að frétta af ykkur rúsínurnar mínar...?

linda.. @ 13:26 :: |

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Ég veit ekki hvort að ég sé á barmi geðveikinnar en ég held alveg 90% að það hafi verið jólaauglýsing á Sirkus áðan....

linda.. @ 19:48 :: |

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

ég skil ekki alveg! einu sinni var ógeðslega bjútífúl mynd hérna efst uppi og núna hef ég ekki séð hana í fleiri fleiri mánuði.. hvða varð eiginlega um hana?

linda.. @ 15:55 :: |

sunnudagur, febrúar 05, 2006
VÁ Ó VÁ!!! Mér fannst frammistaðan hjá Silvíu Nótt í júróvísíón í kvöld alveg TREMMA flott...!! Allt við þetta var mergjað.. söngurinn, sviðsframkoman, að hafa þetta fólk í bakröddum og þessa menn að dansa..! Ég vill Silvíu Nótt út fyrir Íslands hönd!!!

Til að bæta við þá vill svo skemmtilega til að ég, Linda, er aaaalgjör Söngvakeppnis Framhaldsskólana gúrú.. Ég á keppnirnar síðan 1998 og get (og geri!) horft á þær aftur og aftur og aftur... Ég kann alla íslensku textana og meira að segja allar smáar hreyfingar hjá keppendum.. Þegar ég mæti einhverjum út á götu sem að hefur verið í þessum keppnum þá fæ ég tremma eins og þegar fólk sér einhvern frægan...
aaaaanyways.. í kvöld þegar ég og systir mín vorum að horfa á eina af þessum keppnum hvað haldiði þá að við höfum rekið aukun í?? Enga aðra en Ágústu Evu að syngja fyrir skólann sinn!! ó já gott fólk! ÉG á þetta á spólu, þar sem að hún stendur á sviðinu hönd í hönd með meðsöngvara sínum í brúðarkjól að syngja "my endless love"..
okey.. best að toppa þetta svo enn meira... Hún stendur hönd í hönd með meðsöngvara sínum - Edgar Smára - sem er mjög góður vinur fyrrverandi kærasta míns og söngvari í einni af hans hljómsveitum... :) juuuu, þetta er of mikið til að vera tilviljun! við eigum að vera vinkonur...

linda.. @ 02:15 :: |

föstudagur, febrúar 03, 2006

hafiði séð eitthvað sætara..??

http://www.metacafe.com/watch/32450/laughter/

smá svona farið að klingja hjá manni... :)

linda.. @ 22:29 :: |

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Ég er svo ástfangin!! Gael er unaður.. Aldrei hefði mér dottið í hug að ég myndi finna mann sem að myndi passa mér svona 100%! Ég hef fundið The One.. það er funky tilfinning en samt svoo góð.. Við erum búin að gera svo mikið saman en okkur finnst skemmtilegast að fara í göngutúra saman.. skiptir engu máli hvenrig veðrið er, við erum saman og njótum hvors annars... :) þetta er lífið!!

En þó svo að ég sé ástfanginn af manninum mínum þá þýðir það nú samt ekki að ég sé blind og sjái ekki í kringum mig... til dæmis gerði ég mér grein fyrir því í gær að mér finnst bassaleikarinn í hljómsveitinni Ég ekkert smá kynæsandi... hvernig hann spilar á bassann og hvenrig hreyfingarnar eru hjá honum... og svo barasta skemmileggur það ekkert fyrir að hann er með STALL!! ójá! Stallur klikkar sko aldrei og gerir hvaða mann sem er getnaðarfullan og hvaða stelpur sem er sjúka í hann...

linda.. @ 11:48 :: |

..::lindan::..

GESTABÓK
póstur til mín

..::daglegi rúnturinn::..

Agnes sys
Agnes í UK
Aldí­s Bjarna
Alma
Anna Friðrika
Arnrún
Berta & co.
Birna Rún
Björt
Brynja
Bylgja Fagra
Ella frænka
Eva Dröfn
Eyfi
Ferðin mikla
Félagsráðgjafar
Frú Sigríður
Fyndnir gaurar
Guðrún Línberg
Gummó
Gyða Rós
Hafdíz
Halla Óla
Harpa
Helena
Heiðdís
Hildur Páls
Hrafnhildur & co.
Hrund
Ingibjörg Tútta
Írisin
Íris & Kristján
Íris Þöll
Jóhanna
Jóna Karen
Jökull
Kalli Fe
Kiddi
Maggý & Kamilla
Maggý
María
Margrét & co.
Palli Perfekt
Rex
Ragna Óla
Regína
Simmi margrétarbróðir
7bban
7bban líka..
Snær
Thelma litla
Unnur Jóna
Una
Vally McBally
Þóra Elísabet
Þóra Lind
Þóra Magnea

..::barnablogg::..

Bumbukriluzið okkar
Bryndís Una
Dóra Hrönn Styrmisdóttir
Elsa Margrét Jóhannsdóttir
Gísli Arnar Skúlason
Jóhann Breki Þórhallsson
Kamilla Kara Brynjarsdóttir
Klara Edgarsdóttir
Katrín Þóra Jónsdóttir
Marín Jóhannsdóttir
Saga Sjafnardóttir
Tinna Nótt Kristjánsdóttir
Þórdís Katla Sigurðardóttir

gamalt & gott..

febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006

Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com .