*
*
*
*

sunnudagur, janúar 29, 2006

hamingjan er svo mikil! :D

áðan fór ég að ná í Gael.. hann er kominn í hendur mínar! LOXINS!! ég er búin að koma við hann allan, leggja hann upp við brjóst mér, kyssa hann, strjúka hann og kela... núna situm við og borðum nýtt brauð með snickers-hnetusmjöri.. vá! okkur finnst það mergjað...

linda.. @ 21:19 :: |

föstudagur, janúar 27, 2006

Spes... :)
Nenni ekki að tjá mig um þetta því að mér finnst ekkert um þetta nema bara spes... :)

Herra Ísland sviptur titlinum

Fegurðarsamkeppni Íslands hefur tekið þá ákvörðun að Ólafur Geir Jónsson, Herra Ísland 2005 verði sviptur titlinum og er það í fyrsta sinn í sögu Fegurðarsamkeppni Íslands sem slíkt er gert.
Heilbrigt líferni og reglusemi er m.a. þættir sem skipta miklu, þar sem gera má ráð fyrir að Herra Ísland sé fyrirmynd ungmenna í landinu, en eins og segir m.a. orðrétt í samningi sem Herra Ísland skrifar undir "ég geri mér fulla grein fyrir því að hegðun mín skuli ávallt vera til sóma fyrir vandaða ímynd keppninnar........."
Ólafur Geir hefur ekki staðið undir þeim væntingum sem keppnin gerir til Herra Íslands ár hvert, en við val hans er leitast við að velja fulltrúa sem er keppninni til sóma bæði hérlendis og erlendis.

Jón Gunnlaugar Viggósson sem hafnaði í 2. sæti keppninnar, mun taka við titlinum.

Nema jú.. greyið Jón Gunnlaugur. soldið leiðinlegt að vera Herra Ísland því að annar missti titilinn.. Soldið mikið svona bókstaflega second place.. Ef ég hefði verið hann hefði ég bara sagt "já, nei takk!"

linda.. @ 21:44 :: |

fimmtudagur, janúar 26, 2006

fór í ljós áðan með Önnu Friðriku... ég held að ég hafi brunnið á hverjum einasta sentímetra á fallega líkamanum mínum....! þá meina ég sko bruuuunnið!

Og vegna þess að ég þekki svo fallegt fólk þá er ég komin með Júróvísíon lagið frá Silvíu nótt í hendurnar.. :) Ég verð nú að viðurkenna það að ég er búin að hlusta á það nokkru sinnum og á milli þess raula ég það.. það er töff, fyndið og grípandi! Til hamingu Silvía, til hamingju Gaukur og til hamingju Ísland...

linda.. @ 15:41 :: |

Ég er núna búin að fara 3 sinnum í nýju vinnuna mína... og ég verð nú bara að segja að mér líkar mjög vel!
Hef mitt eigið skrifborð með minni tölvu og mínum síma (veit samt ekki numerið í honum) og ekki nóg með það að það sé myndarlegur maður í jakkafötum (og svo líka venjulegum fötum) að vinna með mér þá eru stelpurnar í deildinni minni algjört æði! deildin mín samanstendur af 9 stelpum á öllum aldri sem að eru allar mjög hressar og hafa gaman af lífinu..
til að mynda keypti ein kona á hæðinni minni svuntu í hókus pókus á bóndadaginn sem að er kvenmannslikami á nærfötum.. síðan var hún í ljósum bol og togaði pilsið upp þannig að það sást ekki þegar þú horfðir framan á hana.. síðan labbaði hún upp til forstjórans og óksaði honum til hamingju með daginn... :)
til að toppa þetta algjörlega þá er hefð á föstudögum að koma með eitthvað gotterí í vinnuna... Þessa mynd tók ég af kræsingunum á föstudaginn...


linda.. @ 00:26 :: |

þriðjudagur, janúar 24, 2006

Þegar ég kom heim úr vinnunni í dag þá rauk ég inn á bað, reif mig úr fötunum, hárlosaði alla helstu hárstaði (nema augljóslega þar sem að ég vill hafa hár), litað og plokkaðii augabrúnir, skrúbbaði mig í sturtu, brúnkukremaði mig, blés og sléttaði hárið, málaði mig sæta, bar á mig krem og svo vellyktandi (það er sko ilmvatn) og klæddi mig í fallegasta kynæsandi undirkjólinn minn...

hér sit ég enn 4 og hálfum tíma seinna að bíða...

..bíða eftir póstmanninum...

Ég er að bíða eftir honum því að hann er að koma með Gael.. Gael er nýji kærastinn minn!

linda.. @ 21:19 :: |

mánudagur, janúar 23, 2006

þar sem að ég er veik.. svoo veik að ég veit að þetta er eitthvað mjög svo hættulegt... þá er ég bara búin að liggja með Benedetto upp í rúmi í allan dag..
núna rétt í þessu vorum við að horfa á júróvísíon dagskránna síðan á laugardaginn og grenja úr hlátri...

fyrst ber að nefna spurningaþáttinn "Tíminn líður hratt..." sem að er á undan sýningu lagana.. í þessum þætti eru 2 lið fengin til að taka þátt í spurningakeppni um júróvísíon.. ég verð nú að viðurkenna að ég vissi slatta af svörunum og finnst mér það bara ekkert til að skammast sín fyrir! en það sem að virkilega stóð upp úr í þessum þætti voru brot úr gömlum keppnum... má þar til að mynda nefna;

*Outfittið á Icy í fyrstu undankeppninni - jakkarnir, og svo outfittið á þeim í keppninni sjálfri.. gullsmóking jakkarnir..
*Þegar vindvélin kemur í laginu hjá eyfa og vini hans þegar hann syngur "ég er vindurinn sem þýtur..."
*hárgreiðsla eyfa í þessu sama vídjói...
*bleika sellófon slaufan sem að Sandra Kim var með utan um hálsinn við hvíta jakkann sinn og bleiku buxurnar árið 1986..
*Dansinn sem að Brotherhood of Man sýndu við lagið "Save your kisses for me" árið 1976..
*Siggi í Hjálmum að leika þennan sama dans eftir...
*og síðast en ekki síst geðsýkin í Botnleðju-Halla... hvað er maðurinn eiginlega gamall?

en guð minn almáttugur.. lögin sem að okkur var boðið upp á á laugardaginn eru bara til skammar... en það sýnir sig að hressu lögin og lögin sem að innihalda hækkun komast áfram...

linda.. @ 21:34 :: |

föstudagur, janúar 20, 2006

Ég fór á Ampop tónleikana í gær...
Því miður get ég ekki bloggað um þá því að ég er enn orðlaus og þar af leiðandi get ég ekki sett lýsingar af þessu niður á blað/lyklaborð....

linda.. @ 23:44 :: |

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Fyrsti myndbandsbúturinn af HÆTTA-tónleikunum kominn á netið.. Von er samt á meira... en sú gleði!

http://www.damnation.tv/

linda.. @ 17:38 :: |

hahaha.. :D Kiddi var að benda mér á svo mikla snilld sem að ég var búin að gleyma... www.hroi.is - lagið sem að kemur þegar maður fer inn á þessa síðu! þetta er gargandi snilld...

annars eru hérna smá ammlikveðjur... :)

Magga mín - til hamingju með ammlið, aftur, 12.janúar..
Aldís - til hamingju með ammlið, aftur, 14.janúar..
Þóra Linda - til hamingju með ammlið, aftur, 14 janúar..
Helgi minn - til hamingju með ammlið, aftur, í gær...
og Berling Beck - til hamingju með ammlið í gær...

svona þetta er fínt.. betra að hella þesssu bara öllu í einu á síðuna heldur en að vera alltaf að tuða þetta...

og já.. ÉG ER KOMIN MEÐ HEIMASÍMA! 590-4573.. þannig að allir sem að eiga heimasíma geta hringt ódýrara í mig og við getum spjallað um heima og geima... og hver veit nema að við getum stundað símasex... en það er nú bara ef að ég er í góóóðu skapi! :)

P.s. Nýji kærastinn minn er kominn til landsins.. hann er bara í tollinum og vonast ég til að fá hann á morgun.. :) en sú gleði! en í guðanna bænum viljiði ekki segja Benedetto frá þessu... hann er soldið abbótýpa...

linda.. @ 16:15 :: |

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Nei! ÉG SEGI NEI!!! Að hafa aðferðarfræði klukkan 8 á mánudags-og miðvikudagsmorgnum er ekki í lagi! Það er ekki með neinu móti í lagi! :(
Ég er þreytt og mér er kalt og ég veit ekki neitt... :(

linda.. @ 09:40 :: |

þriðjudagur, janúar 17, 2006

hvað meiniði með þennan kulda úti? þetta er bara gengið of langt!!
annars fór ég í nýju vinnuna mína í dag.. það var bara fínt! gott að vera komin aftur í visa.. :) það er svo góður mórall þar.. er að vinna í skemmtielgri deild með skemmtilegum stelpum og svo skemmileggur náttla ekki fyrir að í dag kom ungur, myndarlegur drengur í jakkafötum til mín til að kynna sig og bjóða mig velkomna... yndislegt alveg hreint! :)

annars er ég að byrja í skólanum á morgun.. kl.8! í aðferðarfræð! í alvöru.. það ætti að vera í stjórnarskránni að skólinn ætti ekki að byrja fyrr en í fyrsta lagi 9:30!! í alvöru.. annað hlýtur bara að vera óhollt eða bara bannað! allaveganna á ég svona líka ógeðslega erfitt með að vakna svona snemma... :( endilega ef þið hafið það í ykkur viljiði þá vekja mig um 7:15...?

svo vill ég segja ykkur frá því að í kvöld kl.21:30 byrjaði þáttur á sirkus sem að heitir Reunion og verður á þriðjudagskvöldum á þessum tíma.. í guðanna bænum látið þetta ekki fara framhjá ykkur...!

æj svo hef ég bara ekkert að segja... það er alveg eitthvað í gangi en ég vill ekki segja ykkur frá því... en annars hef ég ekkert að segja...

linda.. @ 22:29 :: |

Stjörnuspáin mín fyrir árið 2006... Ég er ekki sú klárasta í að lesa úr svona þannig að ef þið skiljið þetta eitthvað endilega látið mig vita.. ;)

Ljónið (23.júlí - 22.ágúst) - Ársspá 2006


- Kröfuharka
- Uppskera
- Álag fram á vor

Uppskera er lykilorð ljónsins árið 2006. Það uppsker hinsvegar eingöngu og alfarið í samræmi við trú sína. Ljónið sýnir þig leita ljóssins í upphafi árs þar sem þú hefur það eflaust á tilfinningunni að skuggar fyrirfinnist. Skuggarnir eru hluti að þeim leik sem þú tekur þátt í í því skyni að finna sannleikann sem virðist vera takmark þitt miðað við áhrifastjörnu þína, sólina. Sólin eflir mikla hugsuði sem fæddir eru undir stjörnu ljónsins. Hugsuðina sem leggja sig fram við að aðgreina sannleikann í þá veru að kryfja hann eins og þú.

Kröfuharka þín virðist ekki dvína árið framundan heldur þvert á móti mun hún magnast. Þú vilt hafa allt eftir þínu höfði og þó þú vitir ekki alltaf af því þá vilt þú að aðrir sýni blíðuhót sín og vináttu á sama hátt og þú sjálf/ur. En þú ert góður stjórnandi og ættir að virkja hæfileika þína til að leiða góðan hóp af fólki sem þú starfar með eða fyrir en þú þolir ekki smáatriði eða rútínu (mátt huga að því og leggja þig örlítið betur fram við að sýna umburðalyndi í þeim efnum framan af vetri).

Leiðtogi: Þú kannt vel við að stjórna fólki og verkefnum og ert lagin/n við það; en eins og fyrr segir er þér meinilla við að sjá um smáatriðin. Þú ert klár að finna fólkið sem þú getur látið taka að sér öll þau smáatriði sem þú neyðist til að kljást við og vinnur yfirlett best þegar þú hefur lið til að sjá um þau.

Manneskjan sem er þér kær upplifir rausnarlegan félaga að því tilskildu að hún komi fram við þig eins og þú býst við og óskar. Árið 2006 þarft þú sífellt aukaathygli og enn meira þegar þú ert undir álagi sem virðist einkenna þig í febrúar og mars á vinnustað þínum.

Þú finnur að gullna keðja kærleikans er eilíf og veist að þitt hlutverk er ekki að breyta þeim sem þú umgengst heldur leiðbeina og styrkja. Þú býrð yfir innra jafnvægi sem er þinn mesti styrkur og það kemur sér vel því gildin breytast hratt hjá þér árið framundan.

linda.. @ 20:35 :: |

mánudagur, janúar 16, 2006

vá!! eins og þeir sem að þekkja mig vita þá segi ég stundum "shitturinn titturinn, mellan og hóran" þegar ég er æst (ekki kynferðislega samt), spennt, reið eða bara finn í mér þörf fyrir að blóta... Áðan var ég að skoða bloggsíður hjá fólki sem að ég þekki ekki en þekki fólk sem að þekkir það (flókið!) og lendi inn á þessa síðu http://www.123.is/olofhelga/ og jájá, hvað haldiði! toppurinn hjá henni er "shitturinn titturinn, mellan og hóran"... ef þetta er ekki krípí þá veit ég ekki hvað!

linda.. @ 15:17 :: |

vá! það eru engin takmörk fyrir gleði minni núna..!!
ég er búin að hafa þá tilfinningu í maganum síðstu daga að ég eigi að mæta í fyrsta skóladaginn á morgun kl.8... er næstum alveg búin að vera með kvíðahnút í maganum yfir því í allan dag að þurfa að vakna svona snemma á morgun! en vitiði hvað börnin mín... þegar ég kom heim áðan var skilaboð á msninu mínu að deildin myndi ekki byrja fyrr en á þriðjudag og á þriðjudaginn er engin skóli hjá okkur samkvæmt stundaskrá þannig að ég byrja ekki fyrr en á miðvikudaginn.. :)
en ég fer nú samt að vinna annaðhvort á morgun eða hinn þannig að ég á ekki bara eftir að liggja heima og putta mig í rassinn fram á miðvikudag...

linda.. @ 03:24 :: |

laugardagur, janúar 14, 2006

Ævintýraferð gærdagsins var að fara upp á Bifröst í þessari færð með Gunnari Axel að heimsækja þessa skvízu...Kristín eldaði góðan mat handa okkur og við sátum að kela (aðallega samt við skvízuna) fram eftir kvöldi.. :) hún er yndisleg! heyrðist varla í henni og hún vildi bara sofa í fanginu á okkur Gunna.. ótrúlega falleg! eitthvað skildist mér þó að vegna þess að hún svaf bara hjá okkur þá myndi hún halda vöku fyrir foreldrunum alla nóttina... æjæj... :) Keyrðum síðan heim í ennþá verri færð.. en sú gleði! :)

Ævintýraferð dagsins í dag var að í ríkið og búð á sumardekkjum...! Komst þetta lifandi og fannst þetta bara nokkuð gaman.. spurning að fólk sleppi því bara að hafa vetrardekk undir og fari þetta á kærileysinu... ;)

Oooog svo er ég komin með vinnu.. byrja hjá VISA á mánudaginn eða þriðjudaginn... yndislegt!

en hvernig hafið þið það?

linda.. @ 16:04 :: |

fimmtudagur, janúar 12, 2006

Ég sagði ykkur aldrei frá laugardagskvöldinu mínu... vá!

sko, ég fór með vallý og thelmu á HÆTTA tónleikana.. lét heilþvo mig af áróðri (sem að virkaði!!), horfði á yndislega tónlistarmenn gera sitt og komst í mergjaðann fíling fyrir partý og tjútti. Björk var.. - hef aldrei fílað hana en við getum orðað það þannig að við eiginlega byrjuðum að deita á laugardaginn, Múm voru yndi, sigurrós of stuttir, mugison OF töff, hjálmar mergjaðir, damien rice - vá!, Egó truflaðir og Óttar Proppé kynþokkafullur! hinir sem að komu fram voru líka mjög góðir en þetta er það sem að ég varð að koma á framfæri
Eftir þetta fórum við heim til Önnu Friðriku þar sem að beið okkar skot, bjór og fagrar stelpur.. :) sátum á sötri/þambi (til að komast í sama fíling og stelpurnar sem að voru búnar að vera að í smá tíma) og hentumst svo á tjúttið... Ævintýrin hrundu á okkur Vallý þetta kvöldið og verð ég að segja að árið 2006 er að byrja tussuvel!! Við lentum í 80´s hommum, strák sem að klárlega er búin að sofa hjá of mörgum, trúlofaðri lesbíu sem að varð ástfangin af Vallý og stelpu sem að varð skotin í brjóstunum mínum - og steindrapst svo 1 og hálfri mín seinna á miðju dansgólfinu á Hressó.. í dag er ég ekkert svo mikið viss um að hún virkilega hafi veirð skotin í brjóstunum á mér.. kannksi bara vissi hún ekki rass.. djöfull! Næstu 2 tímar hjá okkur Vallý fóru síðan í það að sjá um þessa blessuðu stelpu.. þeir einkenndust af því að.. (ATH!! lýsingar hér að neðan eru EKKI fyrir viðkvæma!)
* drösla henni inn á bað og sjá til þess að hún myndi æla í wc-ið,
* skvetta á hana hinum ýmsu drykkjum til að reyna að vekja hana (þetta virkar í bíómyndunum),
* slá hana utan undir af öllum lífs og sáralkröftum (það virkar líka þar! almáttugur var örugglega marin í framan daginn eftir.. þegar ég huxa um það eftir á, ætli ég hafi þá slegið of mikið? slegið hana höggum sem aðrir hafa átt að fá í gegnum tíðina? núna jæja, gott samt að ég kom þeim frá mér...),
* fá ælu úr henni á okkur,
* leita að fatahengismiða á henni og.. innan á henni ( :/ svo var hún ekki einu sinni í brjóstarhaldara - hefði svo sem getað sagt mér það!),
* af og til fela á henni tútturnar (t.d. í anddyrinu á Hressó fyrir framan fullt af fólki) þar sem að bolurinn var mikið fyrir það að vera ekki á sínum stað,
* girða niður um hana þegar hún þurfi að pissa því að hún hafði ekki vit á því sjálf heldur settist bara á wc-ið (hjúkket að við náðum þeim niður um hana því að annars hefði hún verið útmigin - ekki það að það hefði skipt svo miklu máli.. var hvort sem er útæld..),
* fatta það of seint að hún þyrfti að æla þegar hún sat á wc-inu - dauð með hausinn upp við vegginn - sem gerði það að verkum að hún ældi yfir sig alla og niður á læri og fékk "ælu-pjöllu"... (oj!)
* koma upp um hana buxunum eftir pisserí og ælerí..
* finna úlpuna hennar - vissum að hún væri brún.. (tja.. við fundum brúna úlpu...)
* koma henni í taxa og skamma vinkonur hennar mikið fyrir að vera frekar að láta að putta sig heldur en einbeita sér að koma vinkonu sinni heim...
* setningar "~nafnið hennar~!! ~nafnið hennar~!!! VAKNAÐU!!! LÍTTU Á MIG!!!!", "~nafnið hennar~!! ~nafnið hennar~!! HVAR ER MIÐINN ÞINN!!!!??? HVERNIG ER JAKINN ÞINN!!!??", "~nafnið hennar~!!! ~nafnið hennar~!!!! HVAR ÁTTU HEIMA!!? HVAR ÁTTI HEIMA!!!??? SVARAÐU MÉR!!!", "~nafnið hennar~!! ~nafnið hennar~!!! STÍGÐU Í LAPPIRNAR!!!" og fleiri í þessum dúr ómuðu í hausnum á mér þegar ég sofnaði útæld og migin eftir aðra manneskju sem að ég er ekki einu sinni viss um að hafi heitið þetta....

almáttugur! aldrei mun ég geta spáð fyrir um hvernig kvöldin okkar Vallýar enda.. ævintýrin eru út um allt þegar við erum saman!


linda.. @ 01:39 :: |

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Í framhaldi af seinasta pistli vil ég biðja alla um að skoða þetta... http://www.deiglan.com/askorun/

linda.. @ 13:38 :: |

almáttugur góði guð!! skyldi þetta fá þá til að hætta...? maður virkilega spyr sig!

"NFS, 10. Janúar 2006 18:30

Svipti sig lífi eftir ásakanir um kynferðisbrot

Karlmaður á sextugsaldri svipti sig lífi í morgun, eftir að DV birti mynd af honum á forsíðu og bendlaði hann við kynferðislegt ofbeldi gegn ungum piltum. Ásakanirnar gegn honum hafa ekki verið sannaðar og bróðir mannsins segir að DV hafi nánast rekið hann í dauðann.
Á forsíðu DV í morgun var birt mynd af karlmanni með fyrirsögninni "Einhentur kennari sagður nauðga piltum". Fréttin fjallaði um kæru tveggja pilta á hendur manninum fyrir kynferðislegt ofbeldi. Sjálfur sagði maðurinn málið byggt á misskilningi. Þrátt fyrir að enginn dómur hafi fallið í málinu sem í raun er á frumstigi og að orð standi gegn orði, taldi DV rétt að birta mynd af manninum á forsíðu.
Í morgun fann vinur mannsins hann á heimili hans og hafði hann þá tekið eigið líf. Bróðir mannsins sagði í samtali við fréttastofu að fjölskyldan væri sundurtætt af sorg vegna þessa harmleiks. Hann sagðist hafa hringt á ritstjórn DV í dag til að tilkynna þeim andlát bróður síns og fundist rétt að gera það, þar sem hann teldi að fréttaflutningur DV hefði nánast rekið bróður sinn í dauðann.
Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV sagðist ekki vera beinn málsaðili að málinu og því vildi hann ekki tjá sig um það þegar fréttastofa hafði samband við hann."

http://b2.is/?sida=tengill&id=142049

linda.. @ 01:11 :: |

mánudagur, janúar 09, 2006

..hmm! það sem að ég er búin að fá óeðlilega margar spurnir um "kærastann minn" sem að ég nefndi hérna fyrir neðan þá vill ég leiðrétta þetta ögn!
Ég á ekki kærasta! almáttugur... þessi "kærasti minn" er draumhyggja.. ég var á Hjálma tónleikum!

okey, þá er þetta komið á hreint.. takk fyrir mig.

linda.. @ 01:35 :: |

sunnudagur, janúar 08, 2006

Í prófatíðinni lærði ég mest allann tímann með Siggu Fanney.. við hreiðruðum um okkur heima hjá henni og bjuggum til smá svona lærukompu - ruslakompu..
Á fyrsta deginum settum við mynd af Frey Eyjólfs upp á skápinn við hliðina á borðinu okkar til að skapa smá uppörvandi umhverfi með fegurðinni hans... í lok dagsins höfðu nokkur hjörtu og jólasveinar einnig fengið pláss upp á vegg...Á hverjum degi settum við eitthvað upp á skápinn... Klipptum úr fréttablaðinu fólk sem að örvaði okkur, skrifuðum setningar og orð sem að höfðu verið sögð á miða og hengdum upp og þeir sem að komu í heimsókn til okkar skrifuðu skilaboð til okkar og settu á skápinn... Í miðri prófatíð leit hann svona út..Í lok prófatíðarinnar leit hann síðan svona út...eins og þið sjáið þá eru komnir þarna myndir af öllum 13 jólasveinunum sem að voru á mjólkurfernunum sem að við drukkum, niðurtalning til jóla úr blaðinu, myndir af silvíu nótt þar sem að mikið var vitnað í hana, miss world 2005 því að hún var jú valin í prófatíðinni, íslenski batsjélorinn því að hann byrjaði á föstu með Jenný í prófatíðinni, auglýsing um myndina Noel því að farið var í stelpuferð í bíó á hana, mynd af einum kennara okkar í vön um að það styrki okkur á prófinu - gekk fyrir Siggu ekki mig, bjór því að súpt var á honum til að róa taugar í lestrinum, mynd af Garðari Cortes því að Sigga er skotin í honum, mynd af Frosta í Mínus því að hann er jú hann, Létt 96,7 lógóið því að við hlustuðum á jólalögin þaðan, mynd af Sigur rós og Antony því að við fórum á tónleika með þeim, grein um að Nördar eru bestu strákarnur því að við erum hættar í þessum glötuðu töffurum sem að eru með þroska á við 5 ára krakka (mamma segir líka að pabbi hafi verið soldið nörd þegar þau voru að byrja saman og ég hef margoft sagt að ég vilji mann eins og pabba..), mynd af Reyðarfirði því að.. já ég þarf ekki einu sinni að útskýra það!, og svo eru skilaboð og setningar og orð á litlu miðunum sem að eiginlega bara ég og Sigga skiljum... :)

ótrúlega góðar minningar úr prófatíðinni jólin 2005... ;)

linda.. @ 20:06 :: |

laugardagur, janúar 07, 2006

Kaffihúsahittingur í gær var unaður.. Ég, Margrét, Bibba mín og Anna Magga fengum okkur að borða og slúðruðum smá.. :) Frábært að fá að hitta Bibbu áður en hún heldur á vit ævintýrana....

annars fór ég að hitta kærastann minn í gær.. við dilluðum okkar við nokkur lög sem að hann og vinur hans syngja.. það var unaður! Held ég besti dillingur sem að ég hef farið á með kærastanum og félögum hans!

linda.. @ 18:06 :: |

föstudagur, janúar 06, 2006

já og einnig áttaði ég mig á því að síðustu dögum að mig vantar nokkra hluti í búið mitt...

* Græna húfan mín með derinu...

* rakvélin mín.. skil ekki alveg hvar hún getur verið.. en í alvöru fólk! rakvél! hver tekur rakvél... almáttugur!

en endilega ef þið verðið vör við þessa hluti hjá ykkur viljið þið þá koma þeim til mín.. takk svo mikið! :*
annars vonast ég til að sjá sem flesta af ykkur á stúdentakjallaranum í kvöld á Hjálmum... :)

linda.. @ 14:39 :: |

jæja.. þá er 2006 byrjað af alvöru! ég er komin suður aftur eftir yndislegt jólafrí hjá familyunni.. Held að ég hafi slegið persónulegt met í áramótaheitum og er ég spennt að sjá hversu mörg eiga eftir að standast.. Flest þeirra eru kannksi of persónuleg til að setja á internetið en mest er ég þó spenntust yfir áramótaheitinu okkar vallýar! :)

Náði í börnin mín til 7bbu í pössun í gær.. takk milljón sinnum elzku 7bba mín fyrir að passa þau fyrir mig... Þú ert algjör engill! :* eyddi svo gærkveldinu í að þrífa íbúðina og kela við börnin kel fyrir seinustu 2 vikur.. eitthvað fannst herkúlesi það nú ekki nóg því að ég hef barasta aldrei lent í annarri eins kelinótt! vá!! :) 4.janúar var einmitt ár síðan ég eignaðist gullmolana mína og verð ég nú að viðurkenna að ég vissi ekki að eitthvað gæti stækkað svoooona mikið á 1 ári! vá! þau eru orðin svo stór! :)

Helgarplanið er að verða tilbúið og fer það að mestu leyti í að hitta vinkonurnar eftir þetta frí og knúsast og slúðra og jú kannksi bara fá sér öl... Og ekki má gleyma tónleikageðveikinni.. :) það verður æði!

Er að gæla við það hvort að ég eigi að koma með svona upprifjun frá því 2005 eins og margir eru að gera... kemur bara í ljós.. :)

Beeeest að fara að klæða sig og fara í banka og svo hitta bibbu mína.. :D yes!!!!! hélt að ég myndi ekkert ná henni í jólafríinu.. en jújú!! :D

linda.. @ 13:29 :: |

mánudagur, janúar 02, 2006

Gleðilegt nýtt ár elzkurnar mínar.. :*

Almáttugur ég er búin að hafa það svo gott að það liggur við að ég nenni ekki að standa upp úr sófanum eða rúminu til að fara í tölluna...! vill ekki einu sinni athuga hvað ég hef þyngst mikið í þessu fríi.. jæks!

Gamlárskvöld var unaður hjá mér.. Við fjölskyldan fórum heim til Ingunnar, Jóhanns og Hákonar til að fagna nýju ári.. Eftir mergjaðann mat og brennu bættist Snær í hópinn og skaut upp og drakk mohito og bjór með okkur inn í nýja árið.. Eftir að hafa skotið upp trilljón flugeldum bættust vinir strákana í hópinn og við sulluðum í áfengi til að verða 2.. þá var kominn tími á að kíkja á barinn... þar hitti ég þá snillinga sem að reyðarfjörður hefur að geyma og dansaði lappirnar af mér fram á nótt! bókstaflega... ég er með sár! einnig byrjuðum við Þóra Lind að undirbúa soldið sem að ég er mjög spennt fyrir... Eftir bar var farið í partý þar sem að ég fékk undarlegar bónir og óvænt hrós.. híhí.. ávallt ánægjulegt þó! :) skreið síðan heim einhverntímann um morguninn með risastórt bros á vör eftir virkilega ánægjulegt tjútt.. :) vildi að það væru áramót oftar.. :)

Reyndar svaf ég af mér allann nýársdag og vissi varla hvað ég hét í dag vegna þreytu og einnig hef ég áverka á líkamanum sem að ég hef bara ekki hugmynd um hvaðan koma...

Við Vallý ákváðum mergjað áramótaheit sem að ég get því miður ekki gefið upp alveg strax því að það á aðeins eftir að fínpússa reglurnar og setja þetta betur niður.. En ég er ÖLL spennt fyrir því! En til að gefa ykkur smá vísbendingu þá byrjaði ég áramótaheitið mitt ágætlega á nýársdagsmorgun... ;)

uuuu.. eitthvað meira sem að ég ætla að segja ykkur frá... já! er búnin að bóka mig suður.. við vallý komum 5.jan um 1 leitið þannig að þið getið komið og tekið á móti okkur á flugvellinum með áramótagjafirnar okkar.. ;)
síðan erum við að fara á tónleika alla helgina og erum audda mergjað spenntar í pjöllunum yfir því...

annars man ég ekki meir... :) er glöð og líður vel.. :)

linda.. @ 21:24 :: |

..::lindan::..

GESTABÓK
póstur til mín

..::daglegi rúnturinn::..

Agnes sys
Agnes í UK
Aldí­s Bjarna
Alma
Anna Friðrika
Arnrún
Berta & co.
Birna Rún
Björt
Brynja
Bylgja Fagra
Ella frænka
Eva Dröfn
Eyfi
Ferðin mikla
Félagsráðgjafar
Frú Sigríður
Fyndnir gaurar
Guðrún Línberg
Gummó
Gyða Rós
Hafdíz
Halla Óla
Harpa
Helena
Heiðdís
Hildur Páls
Hrafnhildur & co.
Hrund
Ingibjörg Tútta
Írisin
Íris & Kristján
Íris Þöll
Jóhanna
Jóna Karen
Jökull
Kalli Fe
Kiddi
Maggý & Kamilla
Maggý
María
Margrét & co.
Palli Perfekt
Rex
Ragna Óla
Regína
Simmi margrétarbróðir
7bban
7bban líka..
Snær
Thelma litla
Unnur Jóna
Una
Vally McBally
Þóra Elísabet
Þóra Lind
Þóra Magnea

..::barnablogg::..

Bumbukriluzið okkar
Bryndís Una
Dóra Hrönn Styrmisdóttir
Elsa Margrét Jóhannsdóttir
Gísli Arnar Skúlason
Jóhann Breki Þórhallsson
Kamilla Kara Brynjarsdóttir
Klara Edgarsdóttir
Katrín Þóra Jónsdóttir
Marín Jóhannsdóttir
Saga Sjafnardóttir
Tinna Nótt Kristjánsdóttir
Þórdís Katla Sigurðardóttir

gamalt & gott..

febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006

Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com .