*
*
*
*

laugardagur, desember 31, 2005

Í nýjum skóm og nýjum kjól er ég komin heim til Ingunnar og Jóhanns með familyunni minni til að halda upp á komandi nýtt ár...

Er ÖLL spennt fyrir kvöldinu sem að er að byrja og nóttinni sem er ung...

Vonandi hafið þið það öll yndislegt í kvöld og nótt... :)

linda.. @ 18:27 :: |

fimmtudagur, desember 29, 2005

É e veidul! :( er búin að gera allt sem að ég get til að fá mömmu til að sjá það að ég gæti kannski huxanlega mögulega verið með hettusótt... var að huxa um að hætta við þegar systir mín heyrði þetta og sagði síðan "oj! Linda.. er það ekki kynsjúkdómur?!" WHAT! agnes! hvað er ykkur kennt í þessum skóla?? almáttugur!

Er búin að öskra úr mér röddina, hlægja úr mér hláturinn (hmm.. what? getur maður sagt það?) og grenja úr mér augun yfir One Tree Hill 3ju seríu og O.C 3ju seríu.. almáttugur! það er aldrei rólegur tími hjá þeim! Hvar endar þetta? En Bylgja nú vantar mig sárlega meira!! Bjargaðu mér!

Ooog svona til að enda þetta þá er ég svo reið og sár og fúl og svekkt og.. - öll hin svona lýsingarorðin - yfir því að vera ekki á Elliott Smith tónleikunum sem að eru í kvöld.. :( Þetta er ekki sanngjarnt!

linda.. @ 21:49 :: |

Hvernig væri nú að allir lesendur www.saeberg.blogspot.com myndi taka sig til og kjósa mig mann ársins á rás 2.. já eða kynþokkafyllstu konu ársins..
bara smá svona hugmynd til þeirra sem að vita ekki hvernig þeir eiga að eyða jólafríinu sínu...

linda.. @ 14:12 :: |

miðvikudagur, desember 28, 2005

Enn bólar ekkert á "100 fallegustu menn ársins 2005".. koma svo fólk! notið nú kunnáttu ykkar á netinu..
Ég er búin að hafa það of notalegt hérna á Reyðó..bara kela og borða og letast.. :)
fór á ball á annan í jólum.. jájá, það var fínt.. anyways! átti svo þynnkuleti dag með margréti í gær og fór til Bylgju að troða inná harðadiskinn minn.. :) jeij! lá síðan í gær og horfði á 3ju seríu af One Tree Hill með systir minni og á efni sem að dugar mér langt fram á næsta ár.. :)
Hef náttla ekkert að segja nema bara að ég lifi á letinni hérna en er núna að fara niður í "nýju stjörnuna" að sparsla fyrir pabba.. :)
hafið það gott elzkurnar mínar.. :*

linda.. @ 15:05 :: |

sunnudagur, desember 25, 2005

Í dag er ég búin að vera að skemmta mér við þetta... -> http://www.b2.is/?sida=tengill&id=139342
spennan á leiðinni frá 100. sæti til 1. sæti var ólýsanleg... en þess virði! Er samt kannski ekki sammála öllu þarna.. sumar vildi ég sá ofar og sumar neðar en ég missi ekkert svefn yfir því..
endilega látið mig vita ef að þið finnið svona yfir 100 fallegustu menn ársins.. :)

linda.. @ 22:54 :: |

laugardagur, desember 24, 2005

Elzku vinir um allt land..

Gleðileg jól og hafðið það yndislegt yfir hátíðarnar.. Ég er að huxa til ykkar og þykir vænt um ykkur! :*

linda.. @ 14:45 :: |

föstudagur, desember 23, 2005

nammi nammi namm!
Er komin í sveitina til familyunnar.. :)
gærdagurinn var rosalegur.. fór 3 sinnum út í bíl eftir einhverja búðina og grenjaði yfir alli geðveikinni.. var orðin of þreytt! en ég komst þó lifandi út á fligvöll þar sem að ég settist niður og reyndi að róast niður... æstist þó smá upp þegar ég heyrði femíninsta píku á næsta borði tala um það að Unnur Birnu væri nú bara ekki vitrari en það að taka þátt í þessari keppni.. hvernig getur einhver píka sett svona fram án þess að blikka augum? Það er ekki í lagi hjá þessum vitleysingum! en á meðan ég sat í makindum mínum að hneykslast yfir þessari belju fékk ég óvæntan glaðning.. :) ég fékk heimsókn á völlinn.. Ég fór því upp í vélin brosandi út af eyrum með jólapakka í höndunum eftir gott knús! :)
Í vélinni settist ég síðan niður og ég man ekki einu sinni eftir flugtakinu.. svona var maður þreyttur! :)

yndislegt var að koma heim til familyunnar.. :) kertljós, súkkulaðilíkkjör, jólakortaskrif og spjall.. ljúft! :)

linda.. @ 13:51 :: |

fimmtudagur, desember 22, 2005

mikið innilega er ég fegin að þetta sé bara einu sinni á ári...! eða sko hvað gjafainnkaup varðar þá má þetta vera á 5 ára fresti fyrir mér en með að fá gjafir er ég alveg til í þetta nokkru sinnum á ári.. :) en ég meina það! það er svooo mikið af fólki og allir geðveikir og tussast fyrir manni og.. ARG! ég höndla ekki svona... hlakka svo mikið til að komast í ró og frið heima á morgun! Hitta alla familyuna og félagana heima, systrast með Agnesi, mæðgnast með mömmu, feðginast með pabba og félagast með félögunum .. :)

7bba mín var svo yndisleg að hún tók að sér aþenu og herkúles yfir jólin.. :) en yndislegt fyrir þær að vera hjá 7bbu og bumbukríli.. :) Takk enn og aftur elzku 7bba mín! þú bjargaðir mér alveg.. :*

Þegar ég fór að sofa áðan þá virkilega virkilega tók ég eftir því hvað ég er rosalega loðin á löppunum! almáttugur! Þakka guði fyrir að fleiri líkamspartar eru ekki fyrir augunum á mér þegar ég hátta mig... Man ekkert það vel afturábak að ég geti sirkað út hvenær seinasta hárlosun var á þessu heimili...
það mætti í alvöru halda að það sé ekki karlmaður í mínu bóli á kvöldin.. Mikið er maður ósmekklegur!

linda.. @ 03:33 :: |

mikið innilega er ég fegin að þetta sé bara einu sinni á ári...! eða sko hvað gjafainnkaup varðar þá má þetta vera á 5 ára fresti fyrir mér en með að fá gjafir er ég alveg til í þetta nokkru sinnum á ári.. :) en ég meina það! það er svooo mikið af fólki og allir geðveikir og tussast fyrir manni og.. ARG! ég höndla ekki svona... hlakka svo mikið til að komast í ró og frið heima á morgun! Hitta alla familyuna og félagana heima, systrast með Agnesi, mæðgnast með mömmu, feðginast með pabba og félagast með félögunum .. :)

7bba mín var svo yndisleg að hún tók að sér aþenu og herkúles yfir jólin.. :) en yndislegt fyrir þær að vera hjá 7bbu og bumbukríli.. :) Takk enn og aftur elzku 7bba mín! þú bjargaðir mér alveg.. :*

Þegar ég fór að sofa áðan þá virkilega virkielga tók ég eftir því hvað ég er rosalega loðin á löppunum! almáttugur! Þakka guði fyrir að fleiri líkamspartar eru ekki fyrir augunum á mér þegar ég hátta mig... Man ekkert það vel afturábak að ég geti sirkað út hvenær seinasta hárlosun var á þessu heimili...
það mætti í alvöru halda að það sé ekki karlmaður í mínu bóli á kvöldin.. Mikið er maður ósmekklegur!

linda.. @ 03:33 :: |

miðvikudagur, desember 21, 2005

Ég rétt lifði hana af.. hjúkket! einn dagur í viðbót og ég hefði dáið! Vill ekkert ræða hana meira!

Fór síðan beint í klippingu.. :) nett pían! og hafði síðan huxað mér að taka búðir og kaupa jólagjafir.. en nei takk kærlega fyrir! Gafst upp eftir eina búð og flúði heim til ömmu og afa í heimsókn... Kom síðan heim rétt fyrir 10 og ætlaði að skríða beint um í rúm og fá minn langþráða svefn.. en þá var bara búið að plana stelpu-bíóferð svona þar sem að allir eru að fara út um allt á morgun og hinn og fórum við á The Family Stone...

En annars vantar mig pössun fyrir kisurnar mínar... hjálp einhver hjálp!!

linda.. @ 01:11 :: |

þriðjudagur, desember 20, 2005

Almáttugur!! Klukkan er 03:34 og ég var að koma heim úr Odda eftir lærdómsdag fjandans...á þessum lærdómsdegi hef ég afrekað eftirfarandi...

*eignast ný uppáhaldslög ásamt smá uppáhaldssöngvara...
*lesið um það bil allt sem að google hafði upp á að bjóða um hann..
*étið nánast ekki neitt..
*pissað 2 sinnum..
*leikið mér með sándið í orðabókinni minni óeðlilega mikið..
*talað 2 við mömmu og einu sinni við pabba og Agnesi..
*uppgötvað að ég huxa öðruvísi um manneskju/r en ég hélt... (tek það fram að þetta tengist ekki símtölunum mínum heim...)
*Kynnst nýju skemmtilegu fólki..
*Uppgötvað að mér finnst stjórnmálafræði miklu miklu leiðinlegri en ég hélt...
*bölvað nokkru sinnum yfir að fyrrverandi kærstinn minn sé fyrrverandi (kannksi best að taka það fram fyrir þá sem ekki vita að hann er stjórnmálafræði-gúrú)..
*Hlustað einungis á einn tónlistarmann frá í 15 tíma..
*átt persónulega stund með aðferðafræðikennaranum mínum sem að gerði það að verkum að einkunin mín hækkaði um 1 heilan.. Go Linda!
*geispað óeðlilega mikið..
*og étið ripped fuel kl.2 um nóttu því að ég ætlaði að læra alla nóttina en hætti svo við... (hversu heimskulegt var það því að nú titra ég öll og get audda ekki sofnað!)
*og já PANIKAÐ heiftarlega yfir því að hafa einungis einn dag til að gera ALLT sem að ég þarf að gera fyrir jól!!

jæja.. er farin að hoppa í rúminu mínu eða eitthvað...

Gangi mér vel á morgun!!

linda.. @ 03:42 :: |

mánudagur, desember 19, 2005

almáttugur...
um daginn sýndi Margrét mér orðabókina sem að er í Benedetto (makkanum mínum).. hún er gædd þeim hæfileikum að hún segir það sem að maður skirfar... síðastliðinn klukkutíma hef ég dundað mér við að srifa sem dónalegasta beiðnir sem að hún svo segir við mig (dæmi; "fuck you!", "suck my dick!", "eat my pussy" og fleira í þessum dúr) og síðan húðskammað (hverskonar orð er þetta?) hana fyrir að dirfast að segja þessar ógeðslegu beiðnir við mig upphátt...
já maður er aldeilis búin að missa það eftir þessa prófatörn...

linda.. @ 20:37 :: |

sunnudagur, desember 18, 2005

Mig vantar smá hjálp...

Ég var mjög ung þegar ég ákvað hvað ég vildi verða, við hvað ég vildi vinna við þegar ég yrði stór... núna þegar ég er orðin stór og er byrjuð að læra það sem að ég vildi verða þá er það bara ekkert að ganga upp hjá mér og ég er klárlega bara ekki nógu gáfuð fyrir þetta því að ég helst ekki við þessar helvítis ensku skólabækur og ég næ ekki að glósa eftir kennaranum í tíma því að þeir tala alltaf á skrilljón...

þannig að það sem að mig vantar hjálp við er.... Hvað á ég að gera í staðinn fyrir að skítast í gegnum þetta nám og safna skuldum og þunglyndi..?? ég hef enga hugmynd um hvað annað mig langar að læra eða vinna við.. mér finnst eitthvað rangt við að hætta í skóla og fara bara að vinna.. vinna einhversstaðar.. og svo er þetta líka svo mikið skref því að þetta er það eina sem að mig hef langað að læra og vinna við!

linda.. @ 21:05 :: |

laugardagur, desember 17, 2005

Hér fyrir neðan er jólagjafaóskalistinn minn sem að ég vill biðja þá sem að þykja vænt um mig um að kíkja á.. En ég vill benda líka á að mig langar alveg rooosalega í eftirfarandi...
* NUD NUDD OG AFTUR NUDD!! Cuz I need it!
* Silvíu Nótt dívídíið...
* Svínasúpu dívídíið...
* og svo SCRUBS dívídíið...

Einnig vill ég benda ættingjum mínum á það að í blaðinu í dag var fyrirsögn um að vídjóspólurnar væru að hverfa eftir nokkra mánuði... þannig að ég held barasta klárlega að ég þurfi líka DíVíDí...

linda.. @ 22:04 :: |

Til hammó Hafdíz með útskriftina og TAKK fyrir mig í gær... :)
Mergjað ljúft í stúdentsveislunni hennar í gær að hitta allar stelpurnar og spjalla saman.. :) alltaf eins og við höfum bara hisst seinast í gær... :)
Eftir veisluna röltum við Margrét með nokkrum af stelpurnum um bæinn og kíktum til að mynda á Hressó... Mér til endalausrar gleði var Beggan mín að vinna.. vá hvað var gaman að sjá þessa fegurðardís og þokkagyðju!! Ég varð eins og smástelpa á staðnum og stóð við barborðið með stjörnur í augunum og horfði á hana hreyfa sig... eina sem að hefði getað toppað þessar mínotur væri ef að Vallý hefði verið með mér... þannig að ég tók þetta bara fyrir okkur báðar! vá ó vá hvað þetta var yndislegt að sjá hana svona rétt fyrir jólafrí...
Enn annars er ég kominn enn á ný með nýtt fag fyrir framan mig og er að byrja að læra undir stjórnmálafræði.. best að gera það almennilega þar sem að ég klúðraði prófinu í gær svooooo... svaraði bara eitthvað út úr rassgatinu á mér!! jesús!!!

linda.. @ 13:15 :: |

föstudagur, desember 16, 2005

Prófið er að byrja eftir augnablik og ég kann ekki neitt... ljós handa mér takk fyrir ef að ykkur þykir vænt um mig frá kl.9 - 12... :(

linda.. @ 09:38 :: |

fimmtudagur, desember 15, 2005

ég er að fara í próf á morgun í aðferðarfræði... er búin að reyna að fá nokkra sem að ég þekki til að gera þennan djöful fyrir mig - það var ekkert tekið vel í það og sú hugmynd var eiginlega allstaðar felld strax! ansalegt... næsta sem að ég tek mér upp er að bjóða sleik fyrir próftöku... þetta virkaði vel með glósurnar sem að ég er með fyrir þessi 2 próf - "2 sleikar fyrir 2 fög...?" - Takk Mikki! mergjaðar glósur þó svo að stundum þurfi ég að giska mig í gegnum textann... ;)

Spennan fyrir kvöldinu í kvöld er að fara upp úr öllu valdi hérna í lærukompunni minni og meira að segja gekk ég það langt að dreyma lokaþáttinn í nótt... jeremías!

annars er ég mergjað dugleg að læra... eða kannski ætla að vera mergjað dugleg að læra í dag! Er nú samt soldið sybbin.. en iss það er í lagi!

og að lokum vill ég að við tökum okkur öll saman og bjóðum nýjan lesanda velkominn... "Velkominn nýji lesandi...!" :)

linda.. @ 11:41 :: |

miðvikudagur, desember 14, 2005

Seint í gærkveldi svindluðum við Vallý og Sara í próflærdómi og fórum á tónleika á Gauknum... Vá hvað við erum villtar!
Coral, Benny og Diego voru að spila... vill ekki segja neitt um Diego því að ég má ekki tala ljótt þegar það eru að koma jól... coral eru alltaf góðir en meiga samt alveg fara að huxa út í það að það er pínku pirr að horfa/hlusta á þá djamma eins og á æfingu þegar þeir eru að halda tónleika.. maður fer á tónleikana til að hlusta/horfa á þá spila lögin sín en ekki leika sér... en jæja.. söngvarinn er með mergjaða rödd og skemmtilega sviðsframkomu... Ég þarf svosem ekkert að segja um Benny því eins og þið vitið sem að hafið séð/heyrt þau spila þá eru þau æði... :) Eftir tónleikana lenntum við í sóóóóðalegu ævintýri, eins og reyndar í flest skiptin sem að við Vallý leikum, en ég get ekkert sagt um það eins og er... ;)

Eruð þið búin að sjá forsíðuna á DV í dag!!!!????? meeeeeeeergjaða snilldin!! Jenný í Batsjó bara í sleik við 17 ára glennu frá Selfossi!! Ég átti ekki til eitt einasta orð.. eitthvað ekki þessi lokaða feimna stelpa sem að við fáum mynd af í þáttunum..

Ég, Sigga og Habba svindluðum á lærdómi áðan og kíktum í jóló í kringluna.. hittum þar Steina Batsjó sem að sagðist nú ekki vita það að Jenný væri lessa.. okey, rólegur á þessu commenti! ekkert lessa, bara smá villt! en þýddi þetta þá að hann valdi gunnsu??? síðan þegar ég spurði hann hvort að hann væri búinn að trúlofa sig þá spurði hann mig hvort að ég héldi að hann væri þroskaheftur... bíddu, um hvað snýst þá þessi þáttur eiginlega Steini Randver og af hverju voru stelpurnar að velja hringi þegar sýnt var úr næsta þætti??? já svaraði þessu!
annars er ég mergjað spennt yfir þættinum á morgun.. :)

en já djöfull, ég gleymdi að segja ykkur aðalpointið í sögunni um Kringluferðina... ég, Linda Sæberg, keypti mér gulllitaða HÁHÆLAÐA skó! vá, er ÖLL spennt yfir því að sjá hversu langt frá húsinu mínu ég kemst í þeim áður en ég verð búin að hálsbrjóta mig... vá, þetta er æði... :)

síðan keypti ég líka ammligjöf handa systir minni sem að mig hlakkar svoooo til að hitta og leika við... :)

linda.. @ 17:01 :: |

þriðjudagur, desember 13, 2005

Ég vil biðja konuna mína hana Siggu Fanney afsökunar á öllu því ljóta sem að ég hef sagt um hana síðustu daga.. og þá aðallega á miðvikudaginn seinasta þegar ég sagði að ég hataði hana... Fyrirgefði áztin mín!!

linda.. @ 19:00 :: |

Jeij.. þetta er náttla bara eðall...:) Takk Thelma!

http://www.waxhoff.com/

linda.. @ 10:10 :: |

mánudagur, desember 12, 2005

Juuuu, en ég er bara 23 ára...You Are 25 Years Old

Under 12: You are a kid at heart. You still have an optimistic life view - and you look at the world with awe.

13-19: You are a teenager at heart. You question authority and are still trying to find your place in this world.

20-29: You are a twentysomething at heart. You feel excited about what's to come... love, work, and new experiences.

30-39: You are a thirtysomething at heart. You've had a taste of success and true love, but you want more!

40+: You are a mature adult. You've been through most of the ups and downs of life already. Now you get to sit back and relax.

linda.. @ 20:16 :: |Þessi fegurðardís sem að er litla systir mín, sem er ekkert svo mikið lítil, á ammli í dag.. hún er 14 ára!! vá.. :) til hamingju með ammlið elzku áztin mín.. ég get ekki beðið eftir að koma heim til þín eftir 10 daga...! :* eigðu yndislegan ammlidag...


Takk Sigga, Takk Thelma, Takk Vallý, Takk Magga, Takk Erna - möggu vinkona, Takk allir sem að voru í fríkirkjunni í gær og eyddu þessum yndislega tíma með mér... Já vá! þetta var án efa það yndislegasta sem að ég hef upplifað..! vá! Reyndar voru sætin okkar ömurleg og við sáum ekkert fyrri helminginn á tónleikunum en síðan færðum við Thelma okkur niður og stóðum í miðjum kirkjudyrunum og horfðum beint á altarið og alla fegurðina í kringum það og sáum antony syngja, bandið hans, öll kertaljósin í kringum hann, jólatréið og alla fegurðina sem að einkendi kirkjun þetta kvöld... Um leið og fyrstu tónarnir á laginu byrjuðu eftir að ég kom niður byrjaði ég að tárast og gæsahúðin um lauk mig alla og svoleiðis var ég restina á tónelikunum og 3 uppklöppunarlögin.. Jesús almáttugur! Þetta var það unaður einn... Unaður var líka að deila þessum yndisleg heitum með fólki sem að manni þykir vænt um hvar svo sem það sat í kirkjunni, já og Björk minni Guðmunds... Enn og aftur takk fyrir mig..!!
Ætli tónliekarnir séu ástæða draumsins sem að mig dreymdi um Vallý mína í nótt... já maður spyr sig.. ;)

linda.. @ 00:12 :: |

sunnudagur, desember 11, 2005

mergjað var að fara í fín föt, gera sig smá sæta og fara í ammli til Röggu svona í miðri prófatíð.. verst var þó að gera ekki verið með í de hele því að það var Silvíu Nótt þema og hver er betri í þeim leik en ég og vallý..? en í staðin vorum við bara prúðar og sötruðum bolluna hægt og rólega... ákváðum þó að fara með þessum stöllum sem að voru í öllu outfittinu og meikupinu og hárinu og töktunum niður í bæ.. en sú gleði að labba með þeim og taka eftir athyglinni sem að þær vöktu á hverjum einasta stað.. pikkup línurnar sem að fuku voru yndislegar en það sem að var mest yndislegt var hversu margir héldu að ammlibarnið sjálf, Ragga, væri hin eina og sanna Sivlía Nótt.. enda ekki svo vitlaust þar sem að þær eru sláandi líkar í dressinu... Þaaar af leiðandi töltum við okkur fram fyrir allar raðir og fengum athygli sjónvarpsmanna og fleira í þessum frægra manna dúr... Ætli við höfum ekki fengið our 15 minutes of fame... ;) gleði... en Ragga mín takk takk fyrir skemmtilegt ammliboð og til hamingju með ammlið skvíz... ;)

annars er ég að fara á Antony & the Johnsons tónleika í kvöld og gleðin hjá mér í bland við spenningin er gríðarleg... :)

linda.. @ 17:47 :: |

laugardagur, desember 10, 2005
Ég verð að éta oní mig þau orð sem að ég lét falla í maí á þessu ári... Þá stóð ég alveg hörð á því að Unnur Birna, eða U.B eins og við meigum kalla hana, hafi einungis unnið ungfrú Ísland vegna móður og ömmu og hver hún var... ég held nú að ég verði að viðurkenna það að móðir steinsson hafi nú ekki getað haft mikið að segja um þessi úrslit.. Unnur Birna stóð uppúr og var valin MISS WORLD 2005... til hammó með það.. :) Ég ásamt Siggu og Thelmu sátum rjóðar í kinnum úr spennu og tárin í augunum þegar tilkynnt var að Unnur Birna Vilhjálmsdóttir væri Miss World 2005... juuu, hvað móðir steinsson hefur átt bátt með sig út í sal...

linda.. @ 03:19 :: |

Ég vill senda Vallý sem fer í próf kl.9 og síðan Margréti og Thelmu (að ég held) sem fara kl.13:30 stórt og sterkt ljós í prófunum á morgun.. Ég hef fulla trú á ykkur elzkurnar mínar.. :*

linda.. @ 01:05 :: |

föstudagur, desember 09, 2005

Já okey.. ég er búin að koma mér undan þessu of lengi þannig að ég verð að setja þetta inn núna...


Comentaðu nafninu þínu og..


1. Ég segi þér eikkað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3.Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
4. Ég segi þér skemmtilegustu minninguna tengda þér
5. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig
6. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!

en sú gleði... :)

linda.. @ 04:15 :: |

fimmtudagur, desember 08, 2005

Eftir að vera búnar að læra eins og sjúkar manneskjur síðustu daga þá bara urðum við að fá frí í gær.. klaufavillurnar voru orðnar alltof margar í reikningnum, við orðnar pirraðar og rauðar í kinnum og inniverann virkilega farin að segja til sín... þannig að rétt um hálf 12 skunduðu læru-linda, læru-sigga og læru-sara á Shadow Parade á Gauknum... Mikið innilega var það lúft! þessir strákar eru nú ekkert smá góðir.. eitthvað við rödd söngvarans sem að gerir mig svo rólega og ánægða.. aaaallaveganna voru þeir góðir og stóðu sig vel, lögin eru rosalega flott og ég hlakka mikið til að kaupa plötuna en sándið í húsinu ekki alveg að gera sig fyrir mig.. fannst eitthvað vanta upp á.. þó viru fleiri á sviðinu en ég bjóst við en það var bara gleði.. :)

og hversu krííípí er það að í morgun þegar sigga hringdi í mig og var að reyna að fá mig framúr til að koma að læra það sem ekki er hægt að læra daginn fyrir próf og ég var ekkert til í það þá kveikti herkúles ljósið í herberginu mínu... já ég er að segja ykkur það að KISAN MÍN KVEIKTI LJÓSIN Í HERBERGINU MÍNU!!! váá! róólega krípí! ég náttla stökk á fætur gargandi á herkúles hvað hann væri eiginlega... þegar ég róaðist og huxaði málið komst ég að því að kisan mín er ekkert yfirnáttúruleg heldur þessa dagana eru þær einar heima frá morgni til kvölds sem gerir það að verkum að yfir nóttina þá eru þær svooo kelnar að það er óhugnanlegt og þar af leiðandi nudda þær sér utan í allt... í þessu tilviki stóð herkúles á náttborðinu mínu og nuddaði sér utan í kveikjarann/slökkvarann og kabúmm.. það kveiknaði ljós! en ég var nú samt sóóðalega hrædd áður en ég rankaði við mér..

annars er ég að fara í fyrsta prófið á eftir.. í guðanna bænum hættið að huxa um sjálfa ykkur og gefið mér smá ljós á milli 13:30 til 16:30...

Yourse 4 ever
Linda...

linda.. @ 09:37 :: |

miðvikudagur, desember 07, 2005

Þegar dagar manns byrja laaangt fyrir kristilegann tíma á morgnanna við það að standa upp (enn sofandi samt sem áður) og klæða sig í fötin sem að maður var í daginn áður (og jú sennilegast líka daginn þar áður og daginn það áður..), labbar (í svefni) niður til Siggu og umla eitthvað á meðan maður borðar morgunmat og við flettum blöðunum til að klippa eitthvað fagurt út til að setja á örvandi læruvegginn okkar, byrjum síðan að læra og lærum ásamt smá pásum til miðnættis já eða stundum lengur, þá á maður ekki mikið eftir... Ef frá er talið búðarferð - sem var nú ekki lengra en í 10-11 sem er í sama húsi og ég bý í - þá hef ég ekki fengið fersk loft frá því á laugardagskvöldið þegar við stelpurnar fórum á Noel í bíói... Hvar endar þetta??

En í annað..
Við Sigga erum búnar að "búa" saman síðustu viku og hingað til hefur allt gengið vel.. en í dag komu fyrstu alvarlegu vandræðinn upp.. hún er aldrei til í neitt! til að mynda þurfti ég að labba ein upp í skóla áðan í munnlegt próf því að hún nennti ekki úr skinkufötunum og setja á sig maskara...! Ég labbaði út og skellti á eftir mér huðrinni öskrandi misfögur orð á hana.. þannig að ef þið eruð hissa þá er seinasta færsla hennar orð en ekki mín...!

linda.. @ 11:37 :: |

ég elska Siggu mína svo mikið!! Hún er svo falleg og góð og kann allt í heiminum!

linda.. @ 11:16 :: |

þriðjudagur, desember 06, 2005

18 dagar til jóla!!! :)

linda.. @ 13:07 :: |

mánudagur, desember 05, 2005

19 dagar til jóla!!! :)

je dúdda ég er í svo miklum jólafíling... við sigga erum búnar að downlodajólalögum eins og mófóar og í kvöld er lærdómspása (því að það er jú ekkert búið að vera að þeim..) og stelpurnar koma í smákökur og jólakortagerð... :) en kóóóósý..

linda.. @ 19:44 :: |

sunnudagur, desember 04, 2005

vá... er að horfa á INXS og það er snípur í boðinu! ég hef aldrei á minni ævi séð jafn stutt pils...! eins ógeðslega getnaðarfull og kynnirinn er spyr ég nú samt - eru ekki til einhverjar reglur við svona..??

linda.. @ 22:32 :: |

20 dagar til jóla...!!!

linda.. @ 21:59 :: |

Þessa síðustu daga höfum við Sigga setið í lærikompunni okkar og lesið dóma frá Hæstarétti um hin og þessi grófustu nauðgunarmál Íslands og rætt þau fram og til baka til að fylla upp í eyðurnar og reyna að fá mynd af þessu...
ég er því orðin gegnsósa af ítarlegum lýsingum að öllum þeim hræðilegustu nauðgunarmálum sem að hafa verið framin á þessu litla landi! Nöfn geranda eru í flestum tilvikum tekin fram og höfum við farið í spæjó og googlað þessa drulludela og guð forði þeim strákum sem að nálgast okkur í framtíðinni og bera nöfn þessa ógeða...!!

linda.. @ 15:36 :: |

laugardagur, desember 03, 2005

á þessum læridegi er Sigríður búin að segja mér að hún hélt að ég væri tík sem að væri alveg sama um allt þegar hún kynntist mér og að ég passaði ekki lengur í húðina mína í dag...

mikið innilega líður mér vel á sálinni minni...

linda.. @ 22:16 :: |

í dag eru 21 dagur til jóla.... ég er svoooo spennt í pjöllunni!!

linda.. @ 21:01 :: |

..::lindan::..

GESTABÓK
póstur til mín

..::daglegi rúnturinn::..

Agnes sys
Agnes í UK
Aldí­s Bjarna
Alma
Anna Friðrika
Arnrún
Berta & co.
Birna Rún
Björt
Brynja
Bylgja Fagra
Ella frænka
Eva Dröfn
Eyfi
Ferðin mikla
Félagsráðgjafar
Frú Sigríður
Fyndnir gaurar
Guðrún Línberg
Gummó
Gyða Rós
Hafdíz
Halla Óla
Harpa
Helena
Heiðdís
Hildur Páls
Hrafnhildur & co.
Hrund
Ingibjörg Tútta
Írisin
Íris & Kristján
Íris Þöll
Jóhanna
Jóna Karen
Jökull
Kalli Fe
Kiddi
Maggý & Kamilla
Maggý
María
Margrét & co.
Palli Perfekt
Rex
Ragna Óla
Regína
Simmi margrétarbróðir
7bban
7bban líka..
Snær
Thelma litla
Unnur Jóna
Una
Vally McBally
Þóra Elísabet
Þóra Lind
Þóra Magnea

..::barnablogg::..

Bumbukriluzið okkar
Bryndís Una
Dóra Hrönn Styrmisdóttir
Elsa Margrét Jóhannsdóttir
Gísli Arnar Skúlason
Jóhann Breki Þórhallsson
Kamilla Kara Brynjarsdóttir
Klara Edgarsdóttir
Katrín Þóra Jónsdóttir
Marín Jóhannsdóttir
Saga Sjafnardóttir
Tinna Nótt Kristjánsdóttir
Þórdís Katla Sigurðardóttir

gamalt & gott..

febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006

Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com .