*
*
*
*

miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Í tilefni þess að það er kominn fysti desember og fyrsti glugginn á dagatalinu opnaður þá vildi ég setja inn jólagjafaósalistann minn... ég veit að sumt að þessu er kannksi soldið erfitt en ég meina ég man nú eftir einni lítilli stelpu sem að bað jólasveininn um pabba og lítinn bróður og eitt sérstt hús í jólagjöf og vitið menn hún fékk það barasta all saman..

Jólagjafaóskalisti Lindunnar...

• IPod.. (fæ hann samt.. :) )
• World Peace.. (!)
• Apple hátalara.. (kosta ekkert mikið..:) )
• Mat handa öllum fátaæku börnunum.. (!)
• DVD spilara sem að er með bláu ljósum framan á.. (svona eins og Bylgja á..)
• Drepa alla sem að meiða börn.. (!)
• Heimasíma.. (bara einhvern ódýrann.. ef góðmennskan er að drepa þig þá má það alveg vera þráðlaus..)
• Útrymingu Aids.. (!)
• Alvöru sléttujárn.. (ekki svona drasl eins og ég hef alltaf átt... er með ónýtt hár eftir það..)
• Óréttlæti afnumið.. (!)
• Samlokugrill..
• Eyðing mengunnar.. (!)
• Pening.. (engar milljónir (eða jú ef þú vilt) bara smá til að geta borgað jóla-VISA..)
• Útrýmingu geðsjúkdóma.. (!)
• Hamingju í hjartað mitt.. (væmið? Soldið...)
• Burt með kuldann.. (!)
• Visku í heilann minn til að mér gangi betur í skólanum.. (já eða bara strappa mig niður í stólinn til að ég læri..)
• Endalaust skemmtilegt sjónvarpsefni.. (ekki fyrir mig heldur fyrir alla hina sem að finnst TV svooo skemmtó...)
• Nýjan IKEA lampa.. (því að einhver (!) eyðilagði minn...)
· Og eins og þið vitið þá er ég veik fyrir englum, kertum og spglum…

Gleðilegan 1.des og vonandi hafið þið það gott... :) Og ég vill benda á jólaleikinn hennar Vallýar þar sem að hún mun koma með nýtt jólalag á hverjum degi fram að jólum.. :)

linda.. @ 22:14 :: |



Gleðin ó gleðin!! juuuu, fegurðin er rosaleg...

linda.. @ 21:07 :: |

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1167649

er þetta eitthvað grín eða..?? farðu ekki að grenja..

linda.. @ 17:41 :: |

"Shit, ég er búin að borða þetta allt og er ennþá svöng... DJÓK!! ég er ógeðslega södd.. ég er bara búin að borða 2 bita og er ógeðslega södd.. ég er svo mjó að ég get ekki borðað neitt..."

ooohhh, hún Silvía.. hún er svo mikill unaður!

linda.. @ 17:04 :: |

horfði aðeins á Örnin í gær... Aðalpersónan heitir Hallgrímur og er íslenskur.. Getur ekki einu sinni sagt sitt eigið nafn á íslensku enda ekki einfalt nafn fyrir útlendind að segja.. "HaLLgRímuR"! fyrrverandi kærastan hans frá Íslandi heitir Ísbjörg.. hafði nú ekki heyrt þetta nafn nema í bókunum um Ísfólkið en hvað með það... Þegar þau svo fóru að tala saman þá var leikkonan sem að lék Ísbjörgu íslensk en Hallgrímur talaði íslesnku sem að ekki einu sinni ég skil... það sem að svo sló mig mest var að einhver önnur kona frá Íslandi sem að hann Hallgrímur talaði um í gær hét Anka.. HA?! Er það ekki nafn frá Serbíu eða eitthvað álíka.. Anka! það nafn er ekki íslenskt frekar en Hallgrímur sjálfur!!

annars er ég góð.. að læra aðgerðarfræði og gera afbrotafræðiritgerð eftir dásamlega nótt..

linda.. @ 12:07 :: |

mánudagur, nóvember 28, 2005

endaði góða helgi í gær á því að fara á Sigur Rós tónleika.. vá!! það er eiginlega það eina sem að ég get sagt.. VÁ!! þetta er svo mikið fegurð.. tónlistin í bland við skugga sýninguna sem að þeir setja upp á tjaldi fyrir aftan sig það er bókun á gæsahúð og tár í 2 tíma... Svona vellíðan er ekki hægt að fá hvar sem er.. þetta er einstök vellíðan!! Bandið sem að hitaði upp, Amina, vann mjög vel á og ætla ég að skoða þær aðein betur.. mjög flott tónlist hjá þeim og passaði vel í þessa tónleika því að það hitaði mann vel upp fyrir Sigur Rós. En þetta var á allan stað unaðslegt og keppir fast við Sigur Rósar tónleikana sem að ég fór á 2002 í að vera bestu tónleikar sem að ég hef farið á... eina sem að sker þá í sundur er að þá var ég í sæti...

Note to my self; kaupa í sæti þegar það á við!!

linda.. @ 23:52 :: |

föstudagur, nóvember 25, 2005

Dúdda mía.. gleðin og stoltið sem að greip okkur Vallý á Gullkindinni í gær þegar góðvinkona okkar og blóðsystir Silvía Nótta sagði "ég reif í hárið á henni og tróð þessu (annarri edduverðlauna-styttunni) upp í snudduna á henni.. hún er ÖLL grenjandi heima núna, hóran!" já dömur mínar og herrar, við erum ekki minni manneskjur en það að Silvía Nótt notar frasa sem að einkennir svo mikið í vinkvennahópnum okkar... :) gleðin og stoltið er í hámarki!
Einnig fannst mér fyndið þegar heiðursmaður kvöldsins - sem þá versti blaðamaður tímans, já eða ekki bara mesta fávita þessa lands , Eiríkur Jónsons hafði lokið við að taka við verðlaununm sagði Silvía Nótt "þessi var alltaf að hringja í mig og anda í símann.. reyndi alltaf að fara í sleik við mig þegar ég var 3ja ára.. ég var geðveikt blaut fyrir hann..." auðvitað er frekar ógeðslegt að setja 3ja ára barn í sömu sögur og "sleikur" og "blaut" en þessi setning "ég var geðveikt blaut fyrir hann.." er bara svo mergjuð.. :) Þarf kannksi ekki að taka það fram að við Vallý notuðum hana alveg nokkru sinnum þegar líða tók á kvöldið því að við settumst inn á Óliver og drukkum 1200kr!! Mohito eins og fínar frúr... vá! en það sem að þetta kvöld leiddi af sér er náttla baaara snilld og erum við "ALLAR spenntar og blautar" fyrir næsta kempukvöldi... :)

Vá ég elzka Silvíu.. mergjuð snilld og ekkert annað.. er meira að segja Öll blaut fyrir henni... ;) híhíhíh... Vallý, takk!! :)

linda.. @ 09:13 :: |

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

eins og pottþétt allir þekkja þá þarf oft ekki nema rosa litlir hlutir að hafa risa stór áhrif á mann... til dæmis er nóg að fá sms eða símtal frá einhverri sérstakri manneskju til að allt inní manni fari í gang - gildir þetta þá bæði fyrir vonda tilfinningu og góða, einnig að sjá mynd af manneskjunni eða heyra talað um hana til að tilfinningarnar fari í gang. Þegar fólk er að kynnast einhverri manneskju þá eru þar einnig litlu hlutirnir sem að skipta svo miklu máli.. bæði geta það verið litlu góðu hlutirnir sem að skipta svo miklu máli að allt annað gleymist eða litlu slæmu hlutirnir sem að skipta of miklu máli til að maður meiki að leika við manneskjuna... stundum eru það litlir dauðir hlutir sem að er nóg að sjá til að þessar tilfinningar fari af stað og stundum er nóg að heyra lag.. ég til dæmis get ekki hlustað á Stairway to heaven, Söknuð og Ave Maria vegna þess að þetta var spilað í jarðarförum þar sem að ég hafði misst einhvern.. einnig á ég mjög erfit með að hlusta á nýjasta diskinn með Margréti Eir og ýmis fleiri, fleiri lög vegna tengingar við einhvern tíma í mínu lífi... en aftur á móti á ég líka lög sem að minna mig á yndislegar manneskjur og ég hlusta á aftur og aftur með bros á vör.. sumir fá einnig svona tilfinningaflipp við að horfa á bíómyndir og sjónvarpsþættir eins og til dæmis O.C og One Tree Hill og fleiri því að það er eitthvað sem að þeir tengja við einhverja manneskju...
Mér persónulega þykir mjög fallegur hlutur þegar maður kynnist einhverjum og þessir litlu hlutir sem að skipta mann svo miklu máli er ríkjandi en að sama skapi þykir mér með eindæmum sárt þegar þessar vondu tilfinningar koma upp vegna söknuðar til manneskju.. en svona er þetta og verður alltaf...! Litlu hlutirnir skipta svo miklu máli.. En þessi setning: "Vona bara að þeir séu ekki það litlir að maður taki ekki eftir þeim", eins og ein manneskja sagði einu sinni við mig, er eitthvað sem að maður verður samt alltaf að hafa bak við eyrað...

ooooog talandi um litla hluti...! í dag heyrði ég lagið Hjálpum þeim 2005 í fyrsta skipti og drottinn almáttugur, jesú kristur og jeremías á jólum!! Gæsahúðin hefur ekki verið jafn mikil áður ( þó svo að úti sé -30°c ) og ég grenjaði eins og ungabarn!! Vá hvað það er fallegt og hvað þessi texti og boðskapur hefur mikil áhrif!! Ef að ég væri ekki nú þegar að borga 20% af mánaðar greiðslubyrgðinni minni í UNICEF og Amnesty International (og hafði síðan huxað mér að bæta við Blátt Áfram), þá myndi ég bjarga heiminum...!!!

Annars þykir mér vænt um flest alla og er væmin (en það má!) og er að fara á Gullkindina í kvöld (sem að kemur væmninni minni samt EKKERT við)... :)

linda.. @ 18:31 :: |

jæja.. málamiðlanir við íbúa Stekkjarbrekku (mamma og pabbi) standa yfir og ég leyfi ykkur, spenntum lesendum mínum, að fylgjast með... :)

Annars erum við búin að skoða þetta með tattooið... Ef þið eruð að pæla í hvaða tattoo ég er að huxa um að fá mér þá er það þetta kvenlega. Eftir nánari skoðun á því þá sáum við að ég er nú komin langt á leið.. er með fiðrildið á bakinu.. þarf bara að bæta typpunum við og síðan nettu blómi (sem að minnir einna helst á blómið í Litlu Hryllingsbúðinni..) í kringum stjörnuna... Sigga stakk einmitt upp á því að Búri myndi nú sennilega alveg gera þetta tattoo.. þannig að ég er bara að skoða verðið á því og velja litina.. vill ekki vera með alveg eins liti og þessi pía því að jú, maður vill vera spes!

annars er ég búin að vera hjá siggu í næstum hálfan sólarhring núna.. borðandi Ben & jerry´s , downloda Band - aid, we are the world og what a perfect day, einnig myndböndunum, finnandi textana á netinu og syngja með og reyna að finna út hver syngi hvaða línur... jú og inn á milli læra smá...

annars er ég góð... ;)

linda.. @ 11:48 :: |

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

!! ha? Eruð þið að heyra þetta!? Palli má taka sínar kisur heim til foreldrana yfir jólin.. þó svo að þau eigi 2 hunda!!!! Mamma ef að þú lest þetta!! ha?!?! ertu að sjá þetta?!
Ég meina ef að ég ætti börn þá myndu þau ekki segja "Nei veistu Linda.. þú getur ekki tekið þau með þér heim um jólin. Það bara er ekki pláss og það myndi aldrei ganga upp....!!!" Mamma! Ég verð að taka þá með mér heim...! Þetta gengur alveg.. ég meina þetta gengur hjá Palla, þá gengur þetta hjá mér.... geeeeeerðu það.... :(

linda.. @ 17:55 :: |

Ég vill vara viðkvæma lesendur mína við myndunum mínum hérna fyrir neðan... Þannig í staðinn fyrir að skoða neðar og skamma mig svo fyrir ógeðsskap... farið þá bara í gestabókina eða eitthvað og skrifið fallega línu til mín eða eitthvað... og komið aftur seinna þegar ég verð búin að setja inn fallegann pistil... :)

linda.. @ 16:57 :: |








fullt skil ég ekki.... þessar myndir eru til dæmis hlutir sem að ég skil ekki! af hverju?? af hverju gerir fólk svona hluti.... annars er ég á FULLU að læra...!

linda.. @ 15:56 :: |

mánudagur, nóvember 21, 2005

Ég er búin að leita út um alla íbúð... hvar eru naglaklippurnar fyrir kisurnar??

linda.. @ 20:13 :: |

Ég á eitt stóóórt vandamál - eða okey, kannski ekki eitt.. en bara eitt sem að ég ætla að tala um núna.. :)

Eftir mánuð fer ég heim til foreldrana í jólafrí og verð í einhverjar 2 vikur eða svo... Ég á 2 yndislegar kisur sem að ég veit ekkert hvað ég á að gera við í þessar 2 vikur... :( plís, eigið þið einhverjar hugmyndir???

linda.. @ 12:10 :: |

sunnudagur, nóvember 20, 2005

Shitturinn og fokkurinn!! hin versta martröð varð að veruleika í dag... HEIMASÍÐU BARNSINS VAR LOKAÐ!! hvernig getur þetta gerst? hver er réttlætingin við þetta? hvernig á maður að geta trúað á guð almáttugann þegar þessir hlutir gerast fyrir mann? nú kem ég aldrei til með að sjá foreldrana, sjá hvort að þeir semji undirfögur ljóð til barnsins o.fl o.fl o.fl....

Ég hvet hér með foreldrana að taka lífinu með ró og opna hugann sinn og halda áfram með síðuna sína...!

Já og þeir sem að koma ekki að sjá mig í vinnunni í kvöld misstu af "once in a life time" sjón...! Ekki nóg með að ég hafi verið að vinna með stúlku sem að passar svoooo vel í húðina sína, þá var Lindan þvöl og í þokkabót FÖL vegna þess að um klukkan 18 í dag ákvað hún að það eina sem að vantaði til að fullkomna þessa vakt var að byrja að GUBBA!! jú fólk mitt! í 40°c hita ákvað líkaminn minn að nú væri kominn tími til að gubba eins og ég fengi borgað fyrir það (soldið kaldhæðnislegt - ég fékk nebbla borgað fyrir það því að ég var jú að vinna... en þið vitið hvað ég meina..)!! Er eitthvað skemmtilegra að vera að vinna í mergjuðum hita, líða illa fyrir, vera annaðhvort að afgreiða fólk eða þrífa svita-bekki og þurfa að hlaupa á 15 mín fresti inn á bað til að gubba...! ég á ekki til eitt einasta orð!! En eins og ég sagði fyrr - þið sem að komuð ekki í vinnuna til mín í kvöld misstu af rooosalegri sjón... látið þetta ykkur að kenningu verða!

Annars er ég góð..

linda.. @ 00:09 :: |

laugardagur, nóvember 19, 2005

Kempu köld í gær... var nú með rólegri hættinum en fullt var samt rætt.. eins og ávallt.. :) alveg yndislegt hvað þessar stelpur eru yyyyyndilslegar! :) þessi kvöld bara klikka ekki.. alveg á hreinu... takk fyrir mig stelpur og takk fyrir mig Þóra fyrir matinn.. :) löbbuðum smá hring í bænum á ara og hressó... hittum ekki okkar heittelskuðu hana Beggu, hún var í fríi... :( hvað á það að þýða?! 2 seinustu skipti sem að ég hef farið að hitta hana þá er hún í fríi.. ég þarf nú aðeins að fara að ræða við hana

er síðan að gera ritgerð í dag.. er nú veeeel að verða komin með ógeð af ritgerðum í þessum stjórnmálafræðiáföngum.. þetta er sú seinasta og það er bara eins gott að ég nái áfanganum til að ég þurfi ekki að fara í gegnum þetta djöfulsins helvíti aftur!! áhyggjurnar minnka náttla smá eftir að við Sara náðum á mergjaðan hátt að redda okkur glósur... ;) "Sleik fyrir glósur? 2 sleikar, 2 fög.." fyrirgefðu Sigga að við "reyndum við" kærastann þinn... en guð, hverjar eru líkurnar á þessu maður!! :)

hver vill koma að heimsækja mig í vinnuna í kvöld? er að vinna frá 4-12 og trúið mér þetta er ekki everyday sjón... Linda þvöl, ljót og þreytt að vinna í 40 stiga hita... í guðanna bænum látið þetta ekki framhjá ykkur fara!

jæja, best að gera tilraun til að skrifa þessa ritgerð... bletz

linda.. @ 11:20 :: |

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

..hvað er fallegra en Silvía Nótt að syngja íslenska þjóðsönginn!? ekki neitt!!

...annars var ég ekki að horfa.. er alveg á fullui að læra - margrét, komin með 115 bls!

linda.. @ 22:22 :: |

Sit sveitt við lærdóminn (lygi) og bíð með sting í maganum eftir Bachelor eftir klukkutíma og 25 mín.. :) í kvöld er upprifjunarþáttur og því margt að ræða og tala um... :)

Þarf að skila úrdrættir um Lars Von Trier og er ekkert að nenna því þar sem að jú það er margt fleira sem að þarf að gera í þessum skitna skóla... Ef að einhver vill vera svooooooooooo mikið yndi að gera þetta fyrir mig þá eru verðlaun í boði... og já, hann þarf að vera á dönsku...

annars er ég góð.. langar smá í sleik.. en það er stutt að fara á milli hæða í húsinu mínu þannig að ég hef ekki áhyggjur af þessu.. Kannksi Sigga þó en hún er vön... "Sigga, kodd´í sleik..."

linda.. @ 18:37 :: |

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

vá hvað er kalt! er þetta eitthvað djók.. meikaði ekki einu sinni í tíma.. er bara í þykkum fötum undir teppi! skyldi ég vera að verða veik? NEIHEI!! nenni því sko ekki neitt..

Enn er ég að hlægja yfir þessari barnalandssíðu og er ÖLL spennt yfir að fylgjast með henni.. vonandi fær nú Amma Kristín að hitta strákinn sinn meira bráðum og vonandi setur hún Ebbý nú símann sinn í sambang og vonandi fær Stefán (pabbinn) að eyða meiri tíma með stráknum sínum og voooonandi fara að koma fleiri myndir inn á síðuna og ég tala nú ekki um ljóð... :)

Og HVAÐ haldiði að ég hafi fengið gefins í gær?? :) JÓLADAGATAL!! já! ég fékk jóladagatal!! Hvað er skemmtilegra en það?! Ég er svooooo glöð.. :) takk fyrir mig....

Annars elzku sæti Gauti... til hamingju með ammlið í dag! :) vonandi áttu yyyndislegan dag og kannksi fengið nokkrar fallegar gjafir :)

linda.. @ 16:13 :: |

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Stundum þegar fólk eignast barn þá bara umturnast það... ég veit ekki hvort að það hefur þurft að vera nett kú-kú fyrir en allaveganna verða sumir oggu spes... fékk til dæmis þessa slóð áðan...

http://www.barnaland.is/barn/38692

textinn undir myndinni af krílinu vakta smá athygli fyrst þegar ég skoðaði þetta - þvílíkar pælingar - en það var ekki fyrr en ég las ljóðin fyrr neðan sem að ég tapaði mér!! mikið innilega var gott að hlægja svona mikið og innilega! en ég meina er ekki allt í lagi..? :)

"við elzkum þig og þráum þú veiklulega vera.." "ó ó ég veina mundu mig"
"þegar ég huxa um allt annað sem að þú gætir gert, en þú eyðir tíma þínum í að huxa um mig, það fær lítil augu mín til að vökna"
"litla barn, þú ert barnið mitt, ekki ertu garn (whaaat?), ég er foreldrið þitt"
"ó ó hjarta mitt veinar þegar þínar litlu hendur snerta hjarta mitt" "þú munt eiga vegglegt bú og eiga okkur hjá þér nú um ævi og aldur litli faraldsfaldur" "ó ó" "eftir að þú komst í fang mitt ertu uppstöðulón minna tilfinninga" "ó ó ég veina þú ert svo lítill"

Þessar setningar eru úr ljóðum sem að foreldrar sömdu til barnsins og barnið til foreldra.. ég á ekki orð og er komin með verk í magann úr hlátri.. ó ó..

linda.. @ 18:09 :: |

mánudagur, nóvember 14, 2005

já og ég stal þessu ->http://www.b2.is/?sida=tengill&id=133205 af Bjössa og ég taaaaaapaði mér úr hlátri þegar ég sá þetta! :)

linda.. @ 19:48 :: |

En ekki hvað!!? :)




Partítröll


Þú ert nýjungagjörn, tilfinningarík félagsvera.


Partítröllið fylgist vel með nýjustu straumum og stefnum hvort sem um er að ræða föt, tónlist eða græjur. Það eru 74.5% líkur á því að það eigi iPod, 61% líkur á því að það eigi Fred Perry póló bol og 96% líkur á því að það eigi Adidas skó. Partítröllinu finnst The OC vera skemmtilegur þáttur.



Partítröllið er vinsælt - eða telur sig að minnsta kosti vera það. Þótt margir laðist að því eins og flugur að mykjuhaug eru aðrir sem eru ónæmir fyrir þokka þess og enn aðrir sem hafa jafnvel ofnæmi fyrir því. Það eru þeir sem eru í eldhúspartíinu á meðan partítröllið hristir rassinn og baðar út öngum á dansgólfinu.



Þegar gamaninu slotar er partígríman þó fljótt tekin niður og undan henni kemur viðkvæma blómið sem partítröllið raunverulega er.


Hvaða tröll ert þú?

linda.. @ 19:33 :: |

föstudagur, nóvember 11, 2005

Það er svo margt sem að ég gæti bloggað um... en ég nenni því ekki! hringið bara í mig ef að þið viljið vita eitthvað...

Það er líka svo margt sem að ég er að huxa að ég er með hausverk! Af hverju er allt svona flókið..?! Getur einhver sagt mér af hverju þetta er ekki eins og þetta var þegar maður var barn...?

Mikið væri nú allt auðveldara ef að það væri jafn einfalt og ostur...!

linda.. @ 18:41 :: |

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Maður er gáfaður! Fór í apótek áðan til að kaupa pilluna mína.. Hafði kippt með mér ársresefti sem að ég fann heima og gerði bara ráð fyrir því að það væri fyrir pillunni minni... skellti reseftinu á borðið með bros á vör og sagði við konuna "hæ, ég ætla að kaupa pilluna?" Apótekskonan leit á reseftið mitt og sagði "já okey, þetta reseft er síðan janúar 2004 og er fyrir magabólgutöflum"... TÖFF LINDA!! En skondið er nú samt að ég man bara ekkert eftir að hafa fengið þessar töflur, hvað þá að læknir hafi sagt mér að ég þyrfti á þeim að halda og HVAÐ ÞÁ að ég hafi átt að taka þær í eitt ár en einungis leyst þær einu sinni úr... gáfuð? soldið...?! já mér þykir það...

linda.. @ 18:39 :: |

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

líf mitt er klárlega of innihaldsríkt! ég bara geeeet ekki tekið ákvarðanir.. ég get ekki valið á milli!! Allir valmöguleikarnir eru valmöguleikar sem að ég vill.. en ég get ekki valið á milli! á ég að horfa á sex in he city, Lost eða bara fara að sofa??

linda.. @ 23:09 :: |

ó mæ! fórum í IKEA og rúmfatalagerinn áðan og keyptu ógeðmikið jólaskraut! Þemað í ár er rautt og gulllitað.. ohh, það verður svo fínt hjá mér! reyndar voru 2 hlutir sem að ég tímdi ekki að kaupa vegna peningaleysis og hefði ég mikið og innilega gaman af því ef að einhver myndi kaupa þá handa mér... það er lítið jólatré ca.50-70cm - gervi og svona seríu-"gardína" með gylltum stjörnum... :) verðlaun í boði..

linda.. @ 16:12 :: |

mánudagur, nóvember 07, 2005

jiiiibý! er að fara í ikea á morgun að kaupa mér jólaskraut.. :) mikið er ég spennt í pjöllunni.. :)

linda.. @ 19:36 :: |

Frá því að ég vaknaði í gær og til hálfníu í gærkveldi og svo aftur í dag og þangað til núna (hálf1) hef ég legið upp í rúmi og horft á Lost.. ég fer ekki á wc nema í aaaaaaalgjörri nauðsyn og eina sem að ég er búin að éta í dag eru 2 hrökkbrauðsneiðar því að ég vill ekki missa neinn tíma...! Núna er ég reynar komin í það að sitja upp í rúmi með ÖLL ljós kveikt í íbúðinni og tv-ið frammi í gangi líka að gjörsamlega skíta í mig úr hræðslu!! í staðinn fyrir að hætta og leggast undir sæng og reyna að sofna (þar sem að kl. er hálf1 og ég að missa geðheilsuna) þá var ég að smyrja mér aðra hrökkbrauð og ná í djús og smá súkkulaði... síðan skellti ég þætti 19 í.. maður veit ekki mikið...

linda.. @ 00:33 :: |

föstudagur, nóvember 04, 2005

í skólanum gær vorum við að tala um ýsmar túlkanir manna á vændiskonum... við sigga hlustuðum á þetta og komumst að þeirra niðurstöðu að ef að þetta væri allt rétt þá væru flest allar stelpur sem að við þekkjum vel miklar vændiskonur.. við þá niðurstöðu ákvað ég nú að það væri ekkert annað eftir í stöðunni en að gera þetta af alvöru... því sendi ég meil á símaskránna og bað um að skráningu minni yrði breytt...

Góðan daginn..
ég vil láta breyta skráningu minni í símaskránni.. þar er ég skráð sem
Linda Sæberg Þorgeirsdóttir sími 697-xxxx og ég vill láta breyta því í
Linda Sæberg, vændiskona sími 697-xxxx í Reykjavík en ekkert nánara
heimilisfang..
Takk fyrir Linda Sæberg..

svarið sem að ég fékk síðan stuttu seinna var..

Sæl Linda.

Ég er búin að setja símanúmerið þitt inn en ég get ekki sett vændiskona sem
starfsheiti þar sem það er ekki löglegt starfsheiti.


Með kveðju,
Jóhanna H. Guðmundsdóttir
Fulltrúi

Djöfulsins bömmer að gera ekki verið skráð starfsheitið sitt í símaskránni þó að það sé ekki viðurkennt..

linda.. @ 04:02 :: |

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

En sú djöfulsins gleði!! í kvöld gerði hann Steini okkur stoltar.. hann hennti henni Heklu út! öskrin og fagnaðarlætin voru alveg svakaleg!!! Nú er ég ÖLL spennt!! Jenný kom mjög sterk inn á ný í kvöld.. gleðin er gífurleg!

linda.. @ 22:44 :: |

í samræðum áðan hjá okkur stelpunum þá kom Arnrún með þá skemmtilegur sögu um að í skóla í einhverju-landi væri skóli sem að útskrifaði nornir... nornafræði..! eitthvað vorum við nú ekki sammála því að það að vera nornafræðingur væri það sama og að vera norn.. til að sanna mál sitt saði Alla "þó að þú sért stjörnufræðingur þýðir ekkert að þú sért STJARNA!!!!!" djöfulsins reddaði þetta deginum hjá okkur.. :)

linda.. @ 02:31 :: |

Þrátt fyrir að Bjössi hafi verið búin að segja hvernig Judging Amy var þá endaði ég samt kl.1 um kvöld/nóttu með ekkasog yfir þættinum... það er auðvitað ekki alveg í lagi með mig..

linda.. @ 01:08 :: |

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

í sumar þegar mamma mín og systir mín komu heim úr ferðalagi í USA þá komu þær færandi bleikum bol sem að ber textann "DO NOT FEED THE MODELS"... þessi bolur hefur vakið mikla lukki í vinahópnum og mikið búið að brosa yfir honum... Áðan var ég að horfa á Americas Next Top Models og tek eftir því að Brittany er í nákvæmlega eins bol nema bara fjólubláan...!!!! Djöfull rokkaði það!!! :)

linda.. @ 21:02 :: |

Var að klára að horfa á Bachelor síðan á fimmtudaginn! Jenný mín farðu nú að vera aðeins hressari því að þú ert að eyðileggja allt fyrir þér... ég er orðin skelkuð um þetta.. en Íris er líka mín stelpa þannig að ég er róleg eins og er.. En eruð þið að fokking grínast í mér að hann hafi sent Kötlu heim vegna þess að "hún leyfði þessu að ganga aðeins og langt og hann líka!" Ég á ekki til eitt einasta orð! Djöfulsins vitleysa... og vill Hekla ekki bara éta hann "við fáum okkur pottþétt pott hvort sem að við verðum í mosfellsbæ eða á akureyri!" róóóóleg! er ekki alveg ánægð með það hvað honum líkar vel við hana.. fíla hana ekkert..

en allaveganna.. :) ég er hress og góð.. :)

linda.. @ 19:29 :: |

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Hvað er meira Lindu-legt en að sitja sveitt fyrir framan tölvuna kl. 10 mín í tólf að reyna að setja saman ritgerð sem að á að skilast í dag! Er búin að flakka á milli þess hvort að ég eigi ekki bara að gefa skít í hana og skila henni ekkert.. er ekki ennþá búin að ákveða en ég er allaveganna ennþá að..
Annars er ég góð.. er að fara að kaupa mér utanáliggjandi harðan disk á morgun því að ég er eiginlega hætt að geta unnið á tölvuna mína því að hún er svo sein vegna þess að hún er stútfull af tónlist... :) sem að er náttúrulega yndislegur hlutur!

KRISTÍN & KRISTJÁN! TIL HAMINGJU MEÐ PRINSESSUNA.. :) eitthvað var hún að flýta sér í heiminn því að ekki var von á henni fyrr en í endaðann Nóvember.. en hún kom á fimmtudaginn og vó ekki nema rétt 1800gr.. litlu fjölskyldunni líður vel og móður og barni heilsast vel.. :) eitthvað ætla þær mæðgur þó að vera áfram á spítalanum því að litla mús er á vökudeild á meðan hún er að ná tökum á öllu þessu nýja í kringum hana.. :)

linda.. @ 00:10 :: |

..::lindan::..

GESTABÓK
póstur til mín

..::daglegi rúnturinn::..

Agnes sys
Agnes í UK
Aldí­s Bjarna
Alma
Anna Friðrika
Arnrún
Berta & co.
Birna Rún
Björt
Brynja
Bylgja Fagra
Ella frænka
Eva Dröfn
Eyfi
Ferðin mikla
Félagsráðgjafar
Frú Sigríður
Fyndnir gaurar
Guðrún Línberg
Gummó
Gyða Rós
Hafdíz
Halla Óla
Harpa
Helena
Heiðdís
Hildur Páls
Hrafnhildur & co.
Hrund
Ingibjörg Tútta
Írisin
Íris & Kristján
Íris Þöll
Jóhanna
Jóna Karen
Jökull
Kalli Fe
Kiddi
Maggý & Kamilla
Maggý
María
Margrét & co.
Palli Perfekt
Rex
Ragna Óla
Regína
Simmi margrétarbróðir
7bban
7bban líka..
Snær
Thelma litla
Unnur Jóna
Una
Vally McBally
Þóra Elísabet
Þóra Lind
Þóra Magnea

..::barnablogg::..

Bumbukriluzið okkar
Bryndís Una
Dóra Hrönn Styrmisdóttir
Elsa Margrét Jóhannsdóttir
Gísli Arnar Skúlason
Jóhann Breki Þórhallsson
Kamilla Kara Brynjarsdóttir
Klara Edgarsdóttir
Katrín Þóra Jónsdóttir
Marín Jóhannsdóttir
Saga Sjafnardóttir
Tinna Nótt Kristjánsdóttir
Þórdís Katla Sigurðardóttir

gamalt & gott..

febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006

Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com .