*
*
*
*

mánudagur, október 31, 2005


Vá hvað ég átti ynsilega helgi! :)
Flaug til yndisfögru Køben á fimmtudagsmorgun. Fyrsti bjórinn var opnaður í vélinni og Danmerkur-fílingurinn flaug í gegnum mann.. :) Þegar ég var komin inn á flugvöllinn þá fann ég þessa Danmerkur-lykt sem að ég vissi ekki að væri en þegar ég fann hana þá komu upp milljón trilljón minningar í hausinn.. :) Fyndið var síðan þegar við vorum að klára the long airport hall stökkva Hafdís og María á okkur.. :) þá voru þær að taka okkar vél heim.. Gaman að sjá þær og heyra smá brot af sögum..
*Stukkum á hótelið.. sem að var fínt.. Skemmtilegast fannst mér þó að það var strippklúbbur fyrir neðan gluggann okkar og næturklúbbur á móti glugganum.. :) planað hjá móður..? maður spyr sig..
* hentum af okkur töskum og hlupum nærrum því niður á Strøget! En yndislegt! Að labba Strøget aftur var unaður..
*Fyrsta búðin sem að ég fór inn í var verslun númer 2 á hægri hönd - Vero Moda - og þar keypti ég mér buxur..
*Eitthvað var nú gert grín af því en kommon, þær voru mergjaðar! :) (Tók síðan frá buxur og peysu í annarri búð.. ;) )
*EFtir upp og niður rölt fórum við upp á hótel og lögðum okkur..
*Fórum síðan út að borða á Pasta Basta og röltum upp á hótel..
*inni á milli voru náttla danskir bjórar.. ;)

Föstudagur..
*Vöknuðum snemma til að taka verslunardaginn með stæl..
*Röltum Strøget fram og til baka..
*Fórum líka niður á Outletið..
*Afrekuðum að kaupa fullt fullt.. :)
*og týna poka með buxum sem að mamma keypti.. :s það var sorg!
*fórum út að borða á góðan ítalskan stað
*Þar sem að Agnes var komin með msn-fráhvörf settumst við í lobbyið og supum bjóra meðan hún msn-aðist..
*Mamma varð vitni af dópsölu across the street og við lágum út í glugga í spæjó þangað til að dópsalinn sá okkur og benti á okkur..
*með píkuskrækjum hentum við okkur í gólfið - og fengum síðan hláturskast...
*næstu 2 tímar einkenndust af spæjó (og audda smá sjónvarpsglápi og tjatti inn á milli) þangað til að hann var að tala við stráka og leit upp í glugga og vinkaði okkur..
*enduðum náttúrulega aftur á gólfinu í kasti með samt smá panikki...
*eftir að hafa gengið úr skugga um það nokkru sinnum að hurðin væri alveg 100% læst fórum við að sofa..
*en mamma vaknaði síðan um nóttina við það að einhver var að reyna að komast inn.. :s en komst ekki..
*og það sem að var í TV-inu á meðan á spæjó stóð var danskur þáttur um íslenska tónlist.. meiri djöfulsins snilld var það!!
*oooo inn á milli voru bjórarnir.. ;)

Laugardagur..
*vöknuðum rosa snemma því að við þurftum að labba í búðirnar sem að við höfðum huxanlega getað skilið pokann eftir..
*hann fannst ekki.. :(
*fórum þá bara upp í Fisketorvet..
*þar löbbuðum við fram og til baka og fram og til baka og versluðum nokkra hluti...
*fórum síðan upp á hótel og slöppuðum aðeins af því að versunarferðaþreytan var farin að segja til sín..
*Gerðum okkur svo mega fínar í nýjum fötum og með nýar make-up vörur og settumst niður í lobby í bjór-súp á meðan Agnes msn-aðist.. :) ásitn er svo yndisleg þegar maður er svona ungur.. ;)
*fórum út að borða á uppáhalds veitingastaðnum mínum Mama Rosa sem að er mexíkó-ítalskur staður..
*Þá var náttla aaaaaalgjörlega við hæfi að fá sér Mohjito.. :) mmmmm... mikið rosalega var hann ljúúúfur!! hvenær er eiginlega næsta Mohjitopartý stelpur & Jökull..? er ÖLL spennt..
*Eftir mergjaðan mat fórum við niður að Amelienborg til að sýna Agnesi höllina og hermennina fyrir utan.. :)
*auðvitað tókum við smá svona flipp í þeim.. :)
*og það versta er að Agnes mun fá martraðir í langann tíma þar sem að ég var nýbúin að sleppa orðinu af því, að þeir mættu nota byssuna sína ef að þeim fyndist þörf á því og sagði henni sögu um hermann sem að ég þekki sem að þurfti einu sinni að nota byssuna sína á mann, þegar Agnes nálgast eitthvað einn gluggann og hermaðurinn segir eitthvað við hana með mjög harkalegum tón... :) je dúdda hvað henni brá!
*settumst síðan niður á Nyhavn í drykki og spjall.. :)
*en vorum komnar heim rétt um miðnætti..

Á sunnudeginum kvaddi ég Køben með tárin í augunum og flaug heim eftir rölt á flugvellinum og seinkun á vélinni... Þessi ferð var unaðsleg á allann hátt og mamma mín og Agnes eru náttla algjörir snillingar.. Langt síðan ég hef hlegið svona mikið svona lengi! Við náttla erum allar gæddar þeim hæfileikum að um leið og við brosum þá byrja tárin að streyma niður kinnarnar þannig að við vorum alla ferðina með pappír í andlitinu að þurrka hláturstárin.. :) Þetta var frábært!!
Mikið djöfulli er samt merkilegt að í þessari stóru stóru borg tekst manni samt alltaf að rekast á einhvern sem að maður þekkir.. Ég hitti alveg nokkra vini mína bæði íslendinga og dani.. :) það var gaman..! :)

Mamma mín!! Takk takk takk fyrir mig! þetta var yndislegt og ég er svo ánægð með þessa ferð! Elzka þig alveg fullt og það var æði að fá að vera með ykkur Agnesi yfir helgina.. :)

En nú tekur víst the real life við og skólinn á mig alla þessa dagana.. já eða náttla upp að vissu marki.. ;)

linda.. @ 10:22 :: |

þriðjudagur, október 25, 2005

jæja börnin mín góð... eitthvað er þessi síða að skíta sitt síðasta hérna...! mig langar svo að vita hvort að það sé eitthvað af liði sem að skoðar hana en commentar aldrei eða skirfar aldrei í gestabók...! endilega viljiði setja smá kvitt ef að við eruð að lesa hana.. er nebbla stundum að frétta af einhverjum sem að eru að lesa hana en ég hafði ekki minnstu glóru af því... Plís viljiði segja mér.. þó svo að ég þekki ykkur bara ögn eða etithvað... :)

aaaaanyways... :) ég er búin að vera ótrúlega dugleg síðustu daga (já eða í gær og í dag) að læra undir próf sem að er á eftir í aðferðarfræði.. vona nú að það gangi ágætlega..Hafði líka huxað mér að vera komin vel á leið með ritgerð dauðans áður en ég færi út.. en henni á að skila á mánudaginn - það gekk ekkert! þannig að það lítur út fyrir að ég taki skruddur með mér út og lesi á milli bjóra og verslana.. :D

Fyrir þá sem að ekki vissu þá er ég fara til København á fimmtudagsmorgun.. :) vííííí hvað mér hlakkar til! Hef ekki komið þangað síðan ég flutti heim og get ég nú alveg sagt það að þörfin fyrir að komast út er gríðarleg! Ég á þessa eintómu gleði foreldrum mínum að þakka sem að eru án efa bestu foreldrar í heimi.. :) vá hvað er mikil synd hvað maður uppgötvar það seint! Þau eru yndislegasta fólk sem að ég veit um sem að sýnir sig náttla best hvað þau elzka mig mikið í dag eftir ALLT sem að ég er búin að gera þeim og allt sem að ég hef klúðrað... :s je minn! ætli maður nái einhverntímann að bæta upp fyrir það sem að maður gerir foreldrum sínum á mótþróaskeiðinu og erfiðu árunum... Þeir sem að þekkja mig vita það að ég tek náttla aldrei réttar ákvarðanir með líf mitt og hef komið mér í milljón skrilljón vandræði.. en alltaf eru mamma og pabbi til staðar til að hjálpa mér úr þeim og elzka mig jafn mikið eftir það! Ég vona innilega af öllu mínu hjarta að ég nái einn daginn að borga þeim þetta allt til baka...

linda.. @ 13:44 :: |

mánudagur, október 24, 2005

Mig vantar tippex.. svona tippex-mús. Nennir einhver að fara í búð fyrir mig og koma með til mín... og já kannksi while your at it nenniru þá að kupa kisusand fyrir mig.. Þúsund þakkir!

linda.. @ 03:25 :: |

sunnudagur, október 23, 2005

jæja.. airwaves búin og ég er skoooo bara fjandi sátt!
fórum á Lights on the highway í gær og ég dýrka þá.. verða að titla söngvarann fyrir það að ná að vera aaaalveg eins og söngvarinn í Incubus.. hélt að það væri ekki nema þrælvant fólk sem að myndi ná því öllum þeim smáatriðum eins.. en þrátt fyrir það þá voru þeir góðir og flottir. sáum síðan Giant viking show og mér finnst það vara í lagi.. heiðar er góður söngvari en ég fílaði þetta ekkert mikið. sáum síðan hoffaman á gauknum og furðulegri takta í manni hef ég bara aldrei séð.. ó mæ! enduðum þetta síðan á Jeff who? sem að eru mjög góðir.. var að sjá þá í fyrsta skipti og þeir lofa góðu.

Ég og Vallý skunduðum síðan í Innmælipartý (innflutning + ammæli) hjá Maggý, tókum nokkra dansa og peppuðum ástina á land og þjóð með því að blasta þjóðsönginn okkar og syngja með... :) fórum síðan niður og bæ og dönsuðum af okkur rassinn til lokunar...
Ég held að ég geti hreinskilnislega sagt það að ég á mjög erfitt með kynhneigð mína eins og stendur! á föstudaginn fann ég nýja tilfinningu koma upp í mér þegar ég var að horfa á juliette lewis á sviðinu og svo í gær þá tókum við Vallý skref 2 þegar við kynntumst barþjóninum okkar á Hressó henni Beggu.. Eftir að vera búin að standa við barborðið og fylgjast með hennar með slefið út á kinn þá tókum við okkur til og töluðum við hana um annað en það sem að við ætluðum að kaupa... Hún heitir Begga og er 26 ára og vinnur aðra hverja helgi... síðan við sáum hana fyrst á Hressó þá höfum við Vallý alltaf orðið óeðlilega blekaðar.. ég fattaði áðan að það er náttla vegna þess að okkur finnst lang skemmtilegast á barnum hjá henni Beggu okkar heldur en nokkuð annað... og audda verðum við alltaf að kaupa eitthvða því að annað væri náttla bara kjánó... en núna þurfum við þess ekki því að við erum búnar að kynnast henni..! núna getum við bara labbað að barnaum og sagt "hey gúdd lúkking..." djöfull er ég að fíla þetta... :)

en annars eru 4 dagar þangað til að ég fer til fokking Danmark baby!! er ÖLL spennt í pjöllunni... :)

linda.. @ 03:55 :: |

laugardagur, október 22, 2005

annar og þriðji í airwves búinn og einungis eitt kvöld eftir.. Ég er fyrir löööööngu búin að sjá að það var SVO þess virði að kaupa passann á 6000 kall! ó mæ! þessi kvöld eru búin að vera eintóm gleði.. :) fullt af góðum tónleikum á hverju kvöldi - það gerist ekki betra!
Á fimmtudaginn fór ég að sjá restina af Skakkamannage og byrjunina á Reykjavík í Hafnarhúsinu.. fín bönd en ekki mikið að gera það fyrir mig.. Tókum síðan Nasa þar sem Bob Volume, sem að komu á óvart og voru þrusufínir og síðan Daníel Ágúst voru. Það þarf nú sennilega ekkert að fara meira út í það að Daníel var náttla mergjaður.. Eftir Danna fórum við að Þjóðleikhúskjallarann þar sme að the one and only Pétur Ben var að spila.. hann mætti of seint og sleit 2 strengi meðan á gigginu stóð sem að gerði þetta soldið kjánó og því færri lög en maður gleymdi því jafnóðum og hann byrjaði að spila - ó mæ en sá snillingur!! tókum síðan smá af José Gonzales og fórum svo heim.. Seint mun ég þó verða sátt við það að hafa misst af Shadow Parade, Pan og Black Valentine en mæ ó mæ hvað ég ætla að ná tónleikum með þeim sem fyrst þannig að ef að einhver veit um næstu tónlieka hjá þessum böndum - aðallega Shadpw Parade og Pan eeeeendilega látið mig vita!
Í gær var síðan stærsta kvöldið!! Byrjuðum í Hafnarhúsinu á Haltri Hóru, sem að mér finnst klikkaðir! það er svo truflað gaman að sjá þá á sviði!! Síðan kom Sign, sem að ég hef aldrei neitt hlustað mikið á en í gær fékk ég nýja sýn á þá.. Ragnar Zolberg er með truflað töff rödd - rödd sem að maður heyrir ekkert svo mikið nú til dags og hann á ekki í neinum erfiðleikum með að beita henni á klikkaðann hátt! Hann er töff á sviði en mér fannst þó bassaleikarinn vera aðeins ooof mikið af því góða! það er hægt að vera kúl en það er lika hægt að óverdú it í rokkinu.. Tókum síðan smá af Singapore Sling og fórum síðan yfir á Gaukinn á Kimono.. þeir eru drullugóðir og það var gaman að sjá þá á sviði.. leiðinlegt samt að söngvarinn var við dauðann allt giggið nema þegar þeir tóku Aftermath, sem að var líka seinasta lagið, þá lifanði hann aðeins við en fór svo strax út af sviðinu.. síðan var komið að því sem að við höfðum beðið eftir allann tímann Juliette & the licks!! reyndar þurftum við að troða okkur inní röðinni þannig í staðinn fyrir að bíða í 2 tíma og missa af þeim þá biðum við í ca. 30 mín.. :) Þau voru mergjuð og Juliette var kliiiiikkuð!! hún er ógsla svöl! vá! var ógeð ánægð með þau! fórum síðan yfir á Nasa til að ná Hjálmum.. Röðin þar var engin röð heldur eins stappa í troðning!! mjöööög illa skipulagt hjá Nasa! til dæmis lentu Vallý og Inga í því að vera hent út úr röðinni af ástæðulausu og þar af leiðandi misstu þær af Hjálmum! þetta er alveg fáránlegt! Skil ekki hvernig skemmtistöðum dettur í hug að hafa svona snargeðveika menn í dyrunum! svona fólk á bara að vera heima hjá sér! En ég komst inn á Nasa, reyndar eftir að huxanlega hinn sami dyravörður var búin að öskra þónokkuð á mig, og verð ég nú bara að hugga Vallý með því að segja að þetta var slakasta Hjálmagigg sem að ég hef farið á... Ég er ekkert ánægð!! En það lagaðist við það að við fórum síðan á Jagúar og vá! þvílíka stemmingin og stuðið í liðinu! djöfull eru þeir mergjaðir! :) Eftir að vera búin að hrista okkur veeeel þar þá fórum við heim í ból...
seinasta kvöldið í kvöld og ég er öll leið!

linda.. @ 01:44 :: |

fimmtudagur, október 20, 2005

Megi allt fara til fjandans!! ég er brjáluð!!
Fyrst hættu Mínus við, svo tilkynnti Indigo veikindi í dag og núna var ég að heyra að tussu Steini minn er í Kína að tussast!! Þannig að Hjálmar spila á morgun án hans!! hef engann áhuga á að sjá horviðbjóðinn hann sigga syngja öll lögin hans Steina! þetta er bara ekki eins án hans!! ég vill lögin þeirra og ég vill að Steini syngji þau!! ég ætla að selja passann minn og kúka á íslenskar hljómsveitir!!! OG HANA NÚ!!!!

linda.. @ 17:34 :: |

Okey þessi pistill er eiginlega bara fyrir þá sem að hafa áhuga á að vita hvernig böndin stóðu sig í gærkveldi að mínu mati.. :)

fyrsti í airwaves búinn.. þetta var nokkuð fínt.. lofar góðu fyrir framhaldið.. Eini staðurinn sem að freistaði í gær var Grand Rokk og þar var á dagskrá Vagínas, Benny Crespo´s Gang, The Foghorns, Vax, Benni Hemm hemm, Jakobínarína og Coral.. Ég er nú náttla ekki hlutlaus en mér fannst Benny Crespo´s Gang vera langbest enda eru þau mergjað gott band! En til að koma með öggu lýsingu þá var Vagínas - sem er stelpuband - með góða söngkonu, hun var með soldið grófa og töff rödd. Því miður fannst mér eins og þær hefðu kippt stelpunni á trommunum af götunni á seinustu stundu og beðið hana um að berja eitthvað á trommurnar.. hun barasta kunni ekki neitt!! það fannst mér aðallega eyðileggja fyrir þeim.. Næst voru Benny og enn og aftur verð ég að segja að þau eru náttla mergjuð og ég fíla lögin þeirra svaðalega og svo eru þau töff á sviði og með mergjaða tónlistarmenn en ég er náttla ekki hlutlaus þar.. :) síðan komu furðulegheitin hjá The Foghorns.. 4 gæjar, einn að syngja og spila á gítar, einn að lemja á járnbala, einn að slá svona lítill þríhyrning sem að ég er ekki alveg viss hvað heitir og einn gæji að slá hækjum í tambúrínu.. þeir voru aðeins og rólegir fyrir mig og fannst mér alveg glate að hafa þá á eftir stuðinu í Benny. Því næst voru gaurarnir í Vax.. skemmtilegt að sjá þá á sviði þar sem að ég man eftir því þegar þetta band var stofnað og ég get svo svarið fyrir það að Hallur var líka í þessari skyrtu þá... En þeir eru mjööög góðir.. lögin þeirra einkennast af 6. og 7. áratugs fíling og hefur Villi rödd sem að fittar svo ótrúlega vel inn í þessa tónlist.. ávallt gaman að horfa á þá spila.. Benni Hemm Hemm fyllti gjörsamlega sviðið enda 11 manna band.. mér fannst þeir nú ekkert sérstaklega skemmtilegir og leiddist mér eiginelga bara að horfa á þau... Mér var búið að hlakka mjög svo til að sjá Jakobínarína því að ég hef oft séð þetta nafn en aldrei séð þá eða heyrt í þeim.. Þessir gaurar eru ekki nema kannksi 16 ára og stóðu sig mergjað vel.. eru mjög líflegir á sviði, eiga góð lög, spila ágætlega saman og það er mjög svo gaman að fylgjast með söngvaranum, hann nær alveg til mans með hreyfingunum.. skemmtilegt er að segja frá því að ég lenti í smá "árekstri" við minnsta strákinn í bandinu og vill ég biðja hann innilega afsökunar á því.. :/ (gott að "ráðast" á 15 ára strák Linda.!) Seinastir á svið voru svo Coral og ég hef séð þá spila oft áður og finnst þeir alveg fínir.. þeir eiga tiltilinn grettu-band landsins því að bæði söngvarinn og trommarinn eru með svo yndislega svipi þegar þeir er að ... :) og einnig er mjög gaman að sjá söngvarann á sviði..

en þetta kvöld var hið besta en stóóóór mínus í kladdann samt að Thelma kom ekki með okkur.. en sem betur fer ætlar hun að didsa lærdóminn í kvöld og koma með.. :) er ööööll spennt í pjöllunni yfir því.. :)

Erum að reyna að setja saman hvert við förum í kvöld en er gráti nærri yfri því að Indigo verður ekki út af veikindum - HVAÐ ER ÞETTA! GETUR FÓLK EKKI HARKAÐ AF SÉR OG SPILAÐ!! djöfull!

linda.. @ 02:04 :: |

miðvikudagur, október 19, 2005

gleðin er svo svakalega mikil...

Ég keypti mér miða á Sigurrós í morgun! Sigurrós og Antony á innan við mánuði.. þetta getur ekki orðið betra! ég er með tár...

linda.. @ 16:47 :: |

þriðjudagur, október 18, 2005


ó mæ! ég er öll heit fyrir þeim...það er eitthvað við menn með flekkótt, appelsínugult brúnkukrem! og strákurinn á neðstu myndinni... nammi nammi namm!!

linda.. @ 10:08 :: |

sunnudagur, október 16, 2005

mikið átti ég ógeðslega ljúft kvöld í gær.. :) Eftir að vera doldið þreytt eftir vinnuna þá var boðað til hygge sig kvöld heima hjá Thelmu með Margréti og Hrönn.. Tvær síðastnefndu töfruðu fram dýrindismáltíð með unaðseftirrétt sem að ég á ennþá engin orð yfir hvað var svakalega gott... :) síðan spiluðum við Mistör&misses fram eftir kvöldi... Einhver var svefngalsinn í okkur sem að gerði það að verkum að við flissuðum og grenjuðum úr hlárti yfir öllum sköpuðum hlutum.. :) Var síðan komin heim i ból um miðnætti með sting í maganum yfir öllum hlátrinum... í dag vaknaði ég síðan náttla með strengi eftir þetta og í hvert sinn sem að ég finn fyrir því þá huxa ég með mér hvað ég hljóti að fá svakalega magavöðva eftir þetta kvöld - draumórar, en væri verulega ljúft ef að hlutunum væri þannig háttað!

hvað meinar skjár 1 með þessum djöflaþætti Battelstar Galactica!! djöfulsins viðbjóður!!

linda.. @ 19:22 :: |

föstudagur, október 14, 2005

Tolli kom í ljós í dag.. ég flissaði og roðnaði eins og smástelpa... Hvurn djöfulinn móðir þeirra bræðra gaf þeim að borða er hin stærsta spurning... je dúdda!

En þetta sá ég áðan.. HVER er að skrifa fréttirnar þarna uppfrá?! Takið eftir neðstu línunni...
http://www.b2.is/?sida=tengill&id=128581 ég á ekki til orð! Á hann staur í höfuðborginni - hvað keypti hann staurinn? hahahaha, á hvaða lyfjum eru þeir... :)

En fleiri fleiri fleiri Silvíu-brandarar eru búnir að fara í gegnu hausinn á mér í dag... djöfulsins gargandi snilld!
" en hvað er hér á seyði? eru allir fluttir úr miðborginni eða þá hafa allir fengið skæðan kynsjúkdóm sem að hefur herjað á landann í 24 sólarhringa og liggja allar heilar fjölskyldur heima hjá sérr í herpes og kynfæravörtum?"
Fabioinn sem að hún pikkaði upp úr götunni "shit hvað hann er sætur.. á ég að reyna við hann!"
og heilög móðir þegar hún fékk feimna bretann syngja lagið "...like a dick roling up against me..."
og þegar hun andvarpaði bara og varð meeeeeergjað fúl þegar hann sagðist reyndar eiga kærustu sem að hann var trúlofaður... hahaha..
"hafið þið til dæmis farð í sturtu með mömmum ykkar - allir saman?"
"og hvernig fannst mömmum ykkar að vera allar út í kúk - num ykkar?"
Eitthvað fannst mér þessu dökkhærði í Trabant spes og var tótallý geðveitk fyndið þegar hún sagði "það er mjög gott hjá ykkur að vera með svona "sérstakt" fólk í hljómsveitinni.. Og eins og þið sjáið áhorfendur er ég ekki mjög fordómafull manneskja... FOKKFEIS!"
Ó jeremías hvað ég er búin að grenja yfir þessu í dag!! Er öll spennt yfir komandi fummtudögum.. :D Ég eeeeeelzka Silvíu Nótt!

linda.. @ 23:45 :: |

fimmtudagur, október 13, 2005

Plíííííís...... var að horfa á House (mergjaði þættir by the way) og þar er kona sem að er að deyja úr einhverri veiki sem að læknarnir vita ekkert hvað er (jú eins og í öllum house þáttunum).. Maðurinn hennar situr með tár í augunum aaaaaallan tímann hjá henni og er eins og klettur! allann þáttinn tala þau um hvað þau eru djöfulli ástfanginn og bla bla bla... Eftir að læknarnir ná að gera útilokunaraðferðina komast þeir að því að þetta er einhver veiki sem að er bara hægt að smitast að í Afríku - en hvorugt þeirra hafa farið út fyrir Afríku.. Þannig að þá kemur það í ljós að annað þeirra hefur haldið framhjá!! En ekki hvað! Ástfangin my ass! Eftir að eiginmaðurinn sveeeeer fyrir það að hafa ekki haldið framhjá þá er það vitað að það var frúin.. Hann þarf að gefa leyfi til að hægt sé að gefa henni lyfið því að það er deadly fyrir x %.. leyfið gefur hann en situr við hlið rúmsins og vonast til að henni batni ekki (vegna þess að það sannar að hún hafi verið að leika út í bæ!).. Um leið og hann stígur upp úr því og leggst á rúmið hennar, grátandi og biður hana af öllu hjarta að deyja ekki þá vaknar hún úr dáinu!! WHAT!? Svona sterk ást er ekkert til... en jú Linda grenjaði og grenjaði eins og ég veit ekki hvað yfir þessum fallega hlut!! :s Þegar frúin er vöknuð og komin til meðvitundar en samt enn í sjúkrarúminu og á langt í land með að jafna sig fer maðurinn hennar frá henni!! HA?! ertu að djóka! dísus!! Ég sem að hélt í alvöru í smá stund að ástin væri til... Kjaftæði! djöfulsins drulli!

Eeeeeen úr biturleikanum í allt aðra hluti... djöfull helvíti var Silvía Nótt ógeðslega fyndin! vá - ég held að ég elzki hana! klárlega fyndnasta gellan... :) þvílík blessun að hún sé komin aftur á sjáinn.. :)
Bachelor gleður mitt hjarta ótrúlega - en sú snilld! Verð nú samt að segja að á mínu heimili var fólk ekki mikið hrifið af því þegar Arna Björk var send heim en sumar aðrar þarna látnar vera... En djöfulli helvíti fer djöfla frekjan hún Hekla Daða í taugarnar á mér... þó þetta sé keppni þá er þetta samt ekki svona keppni! hún ætlar bara að taka þetta á fekjunni... ég vona nú innilega að það sé ekki málið.. Ekki mikið aðlaðandi að taka þetta á keppnisskapinu..

En annars er ég bara að vinna á morgun frá 10-18!! í guðanna bænum komið í ljós...

linda.. @ 23:52 :: |

guð dagurinn i dag vekur svo misjafnar tilfinningar í mér...
Til að byrja með þá var ég að dauða mínum komin í gær þegar ég var að reyna að skila ritgerð á miðnætti... Jú ég skilaði en innihald hennar var eins og 5 ára stúlka hafi unnið þetta.. :s en svona er þetta...
ýmsar misgáfulegar hugmyndir eru að bærast í mér sem að ég nenni ekki að fara út í hérna og draga ykkur niður í svaðið með mér en ég skil ykkur eftir með það í huga að þetta er ákvarðanataka sem að myndi hafa mikil áhrif á líf mitt.. :s veti ekki neitt í minn haus hvað ég á til bragðs að taka..!

En dagskráin í tv-inu í kvöld er eitthvað sem að gerir mig svooo spennta í pjöllunni! Bachelor með kempunum mínum kl.20:00 þar á eftir er Will & Grace, Scrubs á stöð 1, King of Qoueens á skjá 1 og svo til að loka þessu þá er Silvía Nótt kl. 22:00 og svo House kl.22:30!! Ég er að segja ykkur það.. Fimmtudagar eru mín kvöld! :D reyndar langaði mig að fara á tónleika í kvöld á gauknum.. er ennþá alveg til í það.. :)

Enn er verið að tala um seinustu helgi og ég verð bara að segja það að þeir sem að voru ekki að leika við okkur vinkonurnar um helgina misstu af mergjuðu stuði.. :) note to your selfs - leika við stelpurnar!!

linda.. @ 13:31 :: |

þriðjudagur, október 11, 2005

Getur einhver útskýrt fyrir mér af hverju í fjandanum manneskja eins og ég - sem að rétt skríður í 50 kg - getur ekki átt rúm með fótum því að þeir brotna alltaf....!! Hvernig í helvítinu sef ég!!

linda.. @ 13:54 :: |

mánudagur, október 10, 2005

Vá.. það var svo gaman um helgina.. :) mikið svakalega á ég skemmtilegar vinkonur og mikið innilega er til skemmtilegt fólk!!
Laugardagurinn fór í að reyna að læra, eiga erfiði vegna bjórdrykkju í meira lagi kvöldið áður, og skemmtileg samtöl við stelpurnar um kvöldið áður - ég á seint eftir að komast yfir það hvað þetta var rosaleg snilld þetta kvöld!!
Þrátt fyrir slappleika skellti ég mér í fína gallann og fór með stelpunum í ammli til Steinunnar Kempu... Steinunn bauð upp á mergjaðann mat og Mojito, sem að er án efa beeeeeeeesti drykkur í heimi og ekkert mál að skella honum í sig þegar maður er í því ástandi sem að við Vallý vorum í... Kvöldið var yndislegt sem að fór í að spjalla og slúðra og súpa á Mojito - blanda sem að klikkar aaaaldrei! :)
Þegar við loxins drulluðum okkur í bæinn og gátum engann veginn fundið stað sem að hafði pláss fyrir okkur föttuðum við Vallý það að við vorum án efa mest edrú manneskjurnar á svæðinu.. þegar inná Hressó var komið (hann hafði pláss) fórum við á barinn og gerðum landsmet í skotdrykkju.. og er ekki frá því að það hafi nú bara kveikt í okkur.. :) allaveganna vorum við vel í stuði eftir það.. :) við dönsuðum og spjölluðum og höfðum gaman af þessu.. hittum fullt af skemmtilegu fólki.. :) Takk stelpur fyrir mig.. :)

Ég er samt alveg snaaaaargeðveik yfir eini sem að kom fyrir um helgina.. á laugardagskvöldinu stóð ég fyrir framan vegamót og var að tala við Bachelor-Guðrúnu (híhí.. :) ).. áður en ég vissi af komu vinkonur hennar úr Bachelor út af staðnum ein á eftir annarri og stóðu bara þarna fyrir framan mig.. ekki í neinu gervi eða með stór sólgleraugu eða neitt! HVERNIG DETTUR YKKUR Í HUG AÐ VERA ÚTI Á MEÐAL FÓLKS!! núna veit ég nokkurn veginn hvaða 3 stelpur eru úti í Karabískahafinu með Bachelor-Steina!! Veit allaveganna hvaða stelpur eru ekki þar!!! ÞETTA ER ALVEG FÁRÁNLEGT!! EF AÐ ÞIÐ TAKIÐ SJÓNVARPSÞÁTT FRÁ USA - GERIÐ ÞÁ ALLT EINS! djöfulsins helvíti!! Ég er að skrifa mjög hart meil til Skjás 1 til að segja mína skoðun á þessu! það er eins gott að þegar hann er búin að velja ástin í sínu lífi - konuna sem að hann ætlar að biðja um að þiggja hringinn frá sér og eyða lífinu með, sem að hann elskar meira en allt á þessari jörðu - að þau haldi sig heima hjá sér og steinhaldi kjafti þangað til að þátturinn er búinn!!

En annars er ég hress og glöð og var að fá mér heimanúmer... :)

linda.. @ 19:45 :: |

laugardagur, október 08, 2005
Djöfulsins snilld! :)
Í gær var ég mætt helspræk með bjór við hönd kl.18 niður í Odda, tilbúin til að fara á rúnt með félgsráðgjafanemum og vinum.. Við fórum saman ég, thelma, vallý, sara, magga, habba og sigga bara fullt af vinkonum mínum.. þetta gat ekki farið á neinn annann hátt en að verða ógeðslega skemmtilegt.. :) í rútunni völdum við okkur grænar eða bláar blöðrur sem að gáfu okkur 2.000.000 stig.. blöðrurnar táknuðu liðin.. síðan var sungið og súpt á leiðinni upp í smáralind.. þegar þangað var komið voru 2 sjálfboðaliðar úr hvoru liði sem að fengu 200 kall hvor og áttu að fara inní smáraling og kaupa blan í poka og hlaupa aftur ti baka.. Lindan fór nú létt með þetta á kúrekastígvélunum :) hljóp inn, fann nammi.is, mokaði í pokann, stökk á afgeiðslustelpuna og sagði "við erum í keppni, 200 kall og málið er dautt?" (með stútfullan poka af nammi..) hún hélt það nú þannig að við hluðum til baka.. rústuðum þessu - gott að vita hvar er fljótast í nammið í smáralindinni.. vissi að það myndi koma með að góðum notum einn daginn að vera nammisjúk.. :) síðan var farið niður í Nauthólsvík.. á meðan stjórnin var að skipuleggja leikinn þá sögðu þau okkur að finna konu sem að héti Guðrún María.. við stelpurnar létum ekki segja okkur það tvisvar heldur hlupum að fólki þarna og leituðum að henni... okkur og stjórninni til miiiikillar furðu fundum við kona sem að hér Guðrún.. :) 1.000.000 stig þar! :) síðan fótum við í leikinn sem þar sem að þau biðja um hluti og við eigum að vera á undann að koma með hann.. þau báðu til dæmis um hvítann sokk, hálsmen, 500 krónu seðil og brjóstarhaldara... Við áttum hálsmenið og brjóstarhaldarann - er ekki viss með sokkinn..Eftri þessi herlegheit var brunað upp í skóla þar sem að beið okkar RISA tjald fullt af bjór.. á leiðinni þangað höfðu hinir og þessir (nefni engin nöfn) tekið upp á þeim leik að sprengja blöðrur mótleikara sinna - sumra þeirra til mikillar gremju... :s
En þegar við komum í tjaldi með fullar töksur af bjór tók öll gleðin við!! Keypt var bjórmiði, kanna og yfirvaraskegg.. Eftir að vera búin að setja skeggið upp og fylla könnuna var rölt hring eftir hring og hitt og spjallað við fólk... okkur til mikillar furðu vorum við stelpurnar einu stelpurnar sem að settu upp skegg.. en þar af leiðandi fengum við mikla athygli með það... :) tala nú ekki um þegar við vorum komnar í bæinn um 1... :) það var litið stóóóóórum augum á okkur.. :) híhí... en ég var nú samt bara farin snemma heim eða um 3 leytið og vaknaði skeelþunn og svöng í dag.. ekkert að nenna að gera djöfla ritgerð... :(
en er samt að verða öll spennt í klobbanum yfir kvöldinu í kvöld.. ammli hjá steinunni með öllum pjásunum - bæði sem að ég þekki vel og þekki ekkert.. :)

En takk takk vallý, thlema, magga, sigga, sara, habba, og allir hinir sem að ég hitti.. :) þetta var mergjað!

en það er skemmtilegt að segja frá því að ég gleymdi að gefa Aþenu (kisunni minni) pilluna á mánudaginn þannig að hún er öll í því að breima núna.. dregur sig eftir gólfinu, nuddar sér utan í allt, gefur frá sér furðulega lykt og þegar Herkúles nálgast hana þá fer hún á magann, setur rassinn upp í loftið og ytir þessu í áttina að honum.. Herkúles minn, sem að er nú geldur og þar af leiðandi engann áhuga á mökum labbar bara framhjá henni og skilur ekkert hvað þessi kelling er að væla.. en sú höfnun fyrir aþenu greyið sem að er svooo mikið að gefa sig!

linda.. @ 02:25 :: |

fimmtudagur, október 06, 2005

dúddilíus... Var að hringja eins og mófó í allar huxanlegar búðir til að leita af gullbikiníbra... Sló svo greinilega inn vitlausa tölu á einum stað - heyrði ekki hvað var svarað og sagði "já góðan daginn, eigið þið til gulllitaðann bikiníbrjóstarhaldara?".. eitthvað fannst mér óþægilega löng þögn á hinni línunni þannig að ég endurtók mig.. þá svaraði maðurinn "uuu, nei.. en við eigum fullt af fallegum íbúðum.." ha?! ".. þetta er nebbla á fasteignasölunni Bifröst." "já ok, takk og bless.." ANSANS!! eitthvað hefði maður nú haldið að Linda mín hefði passað sig héðan af.. já nei stuttu seinna lenti ég aftur í óþægilegu þögninni... þannig að ég var á undan "uuu, hringdi ég kannksi í vitlaust númer?" "já elzkan, þetta er nú bara hérna hjá Öglu Þráinsdóttir.. (með svona smá gamlakonu rödd)" "afsakið innilega.. bless!"
en enginn átti gulllitaðann bikiníbrjóstarhaldara... Dem!

linda.. @ 18:15 :: |

miðvikudagur, október 05, 2005

Mig vantar smá aðstoð við að taka eina ákvörðun...

Þannig er mál með vexti að ég veit ekki alveg hvað ég á að gera um helgina..

í fyrsta lagi er Árshátíð VISA sem að ég hafði ákveðið að fara á +1..
* fínn og góður matur, ball og gisting á hótel selfossi..
* +1 er ekki til staðar í dag þannig að ég myndi bara fara ein..
* en eins og þeir sem að þekkja mig vita er ég ekki alveg búin að vera að eiga mína bestu viku í heimi...
* er nú ekki gleðin uppmáluð og ekki alveg til í allt þessa dagana... :(


Í öðru lagi er ammli hjá Steinunni vinkonu minni..
* þar verða samankomnar vinkonur og kunningjakonur mínar..
* þar verður létt og notaleg stemmning..
* og síðan sennlega rölt niður í bæ..
* ég get alltaf farið heim ef að ég verð leið..
* ég verð með vinkonum mínum sem að geta slegið mig utanundir ef að ég fer að grenja...
* ég þarf ekki að kaupa mér dress...
* og ég gæti vaknað og farið að klára ritgerð sem að á að vera í vinnslu hjá mér..


Þó svo að báðir kostir hljóma ótrúlega vel þá er ég í vandræðum vegna þess að..
* ég gæti orðið leið...
* sérstaklega á VISA árshátíðinni þar sem að ég fór úr því að vera +1 i 1..
* þannig að óneitanlega gæti komið upp smá söknuður..
* ef ég yrði leið þá er nú vont að vera föst einhversstaðar og komast ekki heim til sín..
* og þá sérstakelga að vera föst á Selfossi...
* og ég á ekki neitt til að fara í á Árshátíð VISA..
* og ALLS EKKI pening til að kaupa mér eitthvað..
* og engann veginn skap til að fara í búðir...
* en ef ég myndi ekki fara á Árshátíð VISA þá væri ég að missa af frábærum tíma með fráááábærum hópi..
* alls ekki illa meint við hópinn í ammlinu, sá hópur er líka æði pæði sæði - en þann hóp hitti ég mun oftar..

nú bið ég um ykkar hjálparhönd kæru vinir...!!

linda.. @ 17:17 :: |

Ég á miða á Antony!!!!!!!!

linda.. @ 10:07 :: |

þriðjudagur, október 04, 2005

var að koma af fundi.. takk fyrir mig SÁÁ...

við Sigga áttum indæla kvöldstund sem að innihélt kók í klobba, Bubba á sviði, nýja sýn á laginu Jolene með Dolly Parton, stemmara með Jagúar og tár í augu yfir þjóðsöngnum... Hvað er hægt að biðja um meira? Nú tekur við ljót ritgerð..

Annars átti ég með eindæmum gott símtal við ömmu mína áðan sem að gaf gott utanundir högg og verð ég nú að segja að hún amma mín er yndisleg og lífsreynd kona sem að veit sko alveg hvað hún er að segja! get náttla ekkert skrifað væmið skilaboð til hennar hérna því að hún les ekki blogg síður á netinu þó svo að hún sé það tæknó að hún sendir sms í gríð og erg.. ;)
En Vallý.. þó að vín hafi verið í líkama þá þarftu samt að standa við það sem að þú sagðir með að aðstoða (gera fyrir mig..) við ritgerðarsmíð... ;) me casa est su casa - já eða me ritgerð est su ritgerð...

linda.. @ 22:35 :: |

eins og flestir vita þá þurfti að loka bráðamóttökunni uppá vogi og auk þess varð að draga úr innritun inn á vog sem að nemur um 250 sjúklinga á ári.. Þetta eru náttúrulegar hræðilegar aðgerðir en algjörlega óhjákvæmilegar þar sem að ríkisstjórn landsins finnst starfsemi SÁÁ ekki þess virði að styrkja eða aðstoða...

Í kvöld verður baráttufundur SÁÁ í háskólabíói þar sem að ýmsir listamenn koma fram og með þessum fundi er verið að sýna stjórnmálamönnum landsins að okkur er ekki sama og við viljum minna á starfsemi SÁÁ...

Ég vona að sem flestir láti sjá sig í háskólabíói kl.20:00 í kvöld þriðjudaginn 4.okt. Anddyri Háskólabíósins opnar þó kl.19:00 og verður sýning og kynningarstarfsemi fram að fundinum...

Hér má lesa meira um þetta http://www.saa.is/default.asp?sid_id=9553&tre_rod=001|001|001|&tId=2&fre_id=24978&meira=1

sjáumst hress í kvöld.. :)

linda.. @ 15:26 :: |

sunnudagur, október 02, 2005

TAKK SUNNA, TAKK VALLÝ, TAKK ÍRIS & TAKK 7BBA!

jújú ég er að þakka þessum dýrðarkvennsum fyrir gærkveldið... pizza, bjór og meeeeeeeeega spjall frameftir er nákvæmlega það sem að maður þarf í þessu djöflástandi...
það er ótrúlegt að það klikkar ekki þegar við hittumst hvað það er mikið slúðrað og dónast - með þá dónatali ekki gjörðum! - fallegum sögum og ljótum sögum af því hvernig lífið er búið að fara með okkur, já eða þá gera fyrir okkur... en það var nú ekkert smá gott að gleyma aðeins og hafa gaman.. :) takk skvísur verðum að gera þetta sem fyrst aftur! þetta er svo bókuð skemmtun.. :)

-oj en væmið blogg.. en svona er þetta bara-

linda.. @ 13:01 :: |

laugardagur, október 01, 2005

ég er búin að vera að taka maaaassa til í allann dag og því vil ég biðja alla sem að ég þekki að koma í heimsókn í kvöld eða á morgun því að þetta verður ekki lengi svona... og það verður sennilega soldið í það að það verði aftur svona...

ég var að velta því fyrir mér áðan.. af hverju TREÐ ég alltaf svona mikið í ruslapoka.. það mikið að ég stend úti og reyni af öllum kröftum að troða pokanum í gegnum lúguna... er það því að ég er svo löt að ég nenni ekki oftar út með ruslið... eða er þetta einvher sýki...?

allaveganna góða skemmtun í kvöld hvað svo sem þið eruð að fara að gera... :) ég verð með ykkur í anda... :)

linda.. @ 20:12 :: |

æj já og þið sem að fenguð spúkí keðjubréf frá mér... milljón sinnum afsakið talvan ákvað þetta einhvernveginn sjálf... ætlaði ekkert að senda þetta til ykkur...

linda.. @ 11:20 :: |

ÞÖKK SÉ GUÐI OG BLESSI YKKUR ÖLL!!!
það eru aukatónleikar hjá ástinni minni antony... :) ég er svo glöð inní mér!!

linda.. @ 11:07 :: |

..::lindan::..

GESTABÓK
póstur til mín

..::daglegi rúnturinn::..

Agnes sys
Agnes í UK
Aldí­s Bjarna
Alma
Anna Friðrika
Arnrún
Berta & co.
Birna Rún
Björt
Brynja
Bylgja Fagra
Ella frænka
Eva Dröfn
Eyfi
Ferðin mikla
Félagsráðgjafar
Frú Sigríður
Fyndnir gaurar
Guðrún Línberg
Gummó
Gyða Rós
Hafdíz
Halla Óla
Harpa
Helena
Heiðdís
Hildur Páls
Hrafnhildur & co.
Hrund
Ingibjörg Tútta
Írisin
Íris & Kristján
Íris Þöll
Jóhanna
Jóna Karen
Jökull
Kalli Fe
Kiddi
Maggý & Kamilla
Maggý
María
Margrét & co.
Palli Perfekt
Rex
Ragna Óla
Regína
Simmi margrétarbróðir
7bban
7bban líka..
Snær
Thelma litla
Unnur Jóna
Una
Vally McBally
Þóra Elísabet
Þóra Lind
Þóra Magnea

..::barnablogg::..

Bumbukriluzið okkar
Bryndís Una
Dóra Hrönn Styrmisdóttir
Elsa Margrét Jóhannsdóttir
Gísli Arnar Skúlason
Jóhann Breki Þórhallsson
Kamilla Kara Brynjarsdóttir
Klara Edgarsdóttir
Katrín Þóra Jónsdóttir
Marín Jóhannsdóttir
Saga Sjafnardóttir
Tinna Nótt Kristjánsdóttir
Þórdís Katla Sigurðardóttir

gamalt & gott..

febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006

Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com .