*
*
*
*

föstudagur, september 30, 2005

jæja.. vikan búin að helgin komin...
vann vinnudag númer 2 áðan og þetta lýtur barasta ágætlega út.. :)

um helgina ætla ég síðan að læra smá og liggja mikið undir sæng með tölvuna í fanginu að horfa á eitthvað... helst ætla ég ekki að hreyfa mig neitt! bara vera undir sænginni og vorkenna sjálfri mér -ohh það er svo fínt - og kela við þetta http://www.b2.is/?sida=tengill&id=125381 þar sem að ég á ekki kel..

linda.. @ 15:20 :: |

fimmtudagur, september 29, 2005

ég á vin sem að heitr Atli.. og ávallt uppgötva ég meir og meir hvað mér þykir brjálæðislega vænt um kauða.. :)
í fyrradag kom hann með disk handa mér sem að hann var búinn að skrifa á o.c., american dad, simpson, smá tónlist, nýjasta despó (sem að ég er samt ekki búin að ákveða hvort að ég ætla að horfa á) og svo 2 nýja þætti sem að hann er að byrja að ná í.. þeir heitia Reunion og Prision Break.. ég er að segja ykkur að ég er búin að horfa á 2 fyrstu af Reunion og er að klára seinni af Prision Break og er að pissa á mig af spenningi!! Þetta eru mergjaðir þættir og sé ég fram á mikla gleði í mínu hjarta þegar ég bæti enn einni þáttaröðinni inn í mitt líf.. :) jeij!! elska nýja þætti! TAKK ATLI MINN ÞÚ ERT BESTASTUR!! :)

okey.. þessu er bætt við seinna.. :)
Gunni fær líka fullt knús frá mér fyrir að koma með alla lost þættina fyrir mig svo að ég geti legið yfir þeim í staðinn fyrir að læra og Kalli minn fær knús fyrir að lána mér Nintendi tölvuna sína.. :) Takk strákar.. :)

linda.. @ 16:58 :: |

DEM YOU VALLÝ!!! http://www.paperdollheaven.com/

ég á ekkert eftir að fylgjast með í tímum!!

linda.. @ 11:31 :: |

miðvikudagur, september 28, 2005

http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1160640

je dúddelíus... þetta er tákn! mig dreymdi hann í nótt og svo vakna ég fer á netið og les það að hann og "Brooke" séu að skilja... þetta er fokking tákn!! ég á engann fylgdarmann akkúrat þegar hann skilur!! ég er að segja ykkur það... við EIGUM að vera saman!! Þökk sé guði! hann hlýtur að hringja í dag...

linda.. @ 12:27 :: |

þriðjudagur, september 27, 2005

...það læðist að mér sá grunur að enginn sé að lesa þessa síðu lengur.. ég nenni ekkert að vera að skrirfa hérna inn fyrir sjálfan mig!! get alveg eins gert það í dagbókina mína... þannig að ætli ég fari ekki að íhuga að endalokum hérna inni..

en thelma maría.. til hamingju með ammlið.. :)

linda.. @ 14:15 :: |

Hvenær ætla þeir að stja inn tímasetningar á böndin á airwaves?? maður er orðinn nokkuð spennutur í henni.. Miðinn/bandið er komið/kominn í veskið og nú er bara að vita hvænær maður þarf að fara í grúbbpíu fílinginn með henni Thelmu sinni.. er náttla búin að fá eina tímasetningu - kl.00 á fimmtudagskvöldið á Grand Rokk.. þá er benny að spila og ég verð náttla með slefið út á kinn yfir trommaranum.. ;) toppar enginn kappann.. :) en ég yrði mjög glöð ef að tímasetningarnar myndi fara að koma takk..

Í gær var tekið sig til á þessu heimili og klippt klærnar á óargardýrunum mínum.. Verð nú að segja að kelið í nótt var muuuun betra þar sem að maður var ekki allur útklóraður í morgun.. ;) en það var ekkert einfalt að halda þeim niðri og klippa.. dúddi minn..
enn ein skólavikan að byrja og er ekki frá því að helvítis veðrið versni og versni.. :( nenni sko ekkert að fá vetur! Hvar er ullarpeysan mín amma?

Og já.. Mamma er búin að segja systir minni þetta þannig að ég get farið að tala um þetta á veraldarvefnum.. ÉG ER AÐ FARA TIL EEELZKU DANMERKUR MINNAR MEÐ MÖMMU OG AGNESI 27. TIL 30. OKTÓBER!!!!!! juu minn hvað ég er spennt í pjöllunni minni!!! versta er að ég á ekki eina krónu þa sem að mér tókst með stæl að eyða öllu sem að ég átti í Belgíu... :s endielga ef að þið viljið styrkja mig í þessari ferð minni þá eru peningaframlög mjöööög vel þegin.. stór eða smá... takk takk.. :)

linda.. @ 11:48 :: |

laugardagur, september 24, 2005

nýjasta trendið í bloggheimi Íslands er "að klukka einhvern.." sem að er -ef að ég skil þetta rétt -að maður á að skrifa 5 tilgangslausar staðreyndir um sjálfan sig.. Ég var svo heppin að Aldís og Unnur Jóna "klukkaði mig" þannig að hérna eru þær;

* Ég er með brjálæðislega fóbíu fyrir hráum mat (þannig að þið getið rétt ýmindað ykkur hvað ég er góð eldabuska..)

* Ég hef átt heima á mörgum stöðum og á hverjum þeirra eignast vinahópa og gengið í gegnum marga fatastíla þannig að þegar ég er að segja vinkonum mínum sögur af einhverju þá spyrja þær "í hvaða lífi var þetta?"

* ég er sjónvarpssjúk! þá meina ég á þætti! Ég fylgist með ÖLLUM heimsins þáttum sem að koma í sjónvarpi (nema náttla á stöð 2 því að það kostar milljón!) og þar versta er að ég lifi mig brjálæðislega inní þá og þeir verða mjög stór hluti af lífi mínu..

* ég veit ekki um neinn (og huxa að enginn viti um neinn) sem að særist jafn auðveldlega og ég.. það er alveg fáránlegt!

* Mér finnst leiðinlegast í heiminum geiminum að taka til!


Jáhá.. þetta voru 5 tilgangslausar staðreyndir um mig.. vona að ykkur líði mun betur eftir að þið komust að þessu.. Ég vil því "klukka" Jökul, Önnu Friðriku, Helenu, Vallý... :)

linda.. @ 19:10 :: |

föstudagur, september 23, 2005

það er ekki í lagi.. Það er einhver í húsinu mínu að syngja svoooo hátt og er greinilega með opið út á svalir! þetta væri nú í lagi ef að sá hinn sami kynni eitthvað að syngja.. en je minn eini!

vann fyrsta daginn minn í nýju vinnunni minni áðan.. :) en gaman.. allir í ljós til mín niður á ánanaust.. :)

linda.. @ 17:27 :: |

þriðjudagur, september 20, 2005

"þú til dæmis talar ekki um það við vinkonur þínar hvort að þú hefur munnmök við manninn þinn..!" ha?! er einhver ástæða fyrir því eða er það kannksi því að það er hinn sjálfsagði hlutur...?

Mikil djöfulsins gleði er það að hinn frægi Tantra-hópur verður í Fólk með Sirrý á morgun! Mig hlakkar til dæmis mikið til að sjá feita mannin sem að næstum því lét mig missa allann áhuga á kynlífi þegar hann talaði um það hvað það var nú gott þegar konan hans tók upp á því að sleikja á sér punginn! Ég veit að þið munið öll eftir þessum þáttum en það versta er að það voru ekkert svo margir sem að horfðu á þetta.. ég aftur á móti gerði það sko og þetta skemmti mér alveg svakalega... :) vona að skjár 1 taki sig til og sýni þessa þætti aftur.. mikil gleði verður þá í svítunni minni.. :)

linda.. @ 16:36 :: |

þriðjudagur, september 13, 2005

koooomin heim frá útlandinu!! :) vá hef ekki bloggað í háa herrans tíð.. benedetto náði ekki að tengjast netinu heima fyrr en í dag og þegar við erum í skólanum þá erum við bara svona fjandi upptekin við að fylgjast með og glósa (þetta er ekki kaldhæðni!).
En útlandsferðin var í einu orði sagt æðisleg þó svo að söknuðurinn heim hafi verið mikill!
Í útlandinu..
->verslaði ég svaðalega mikið af fötum.. mest af því var þó reyndar "skólaföt" því að tískan er ekki alveg sú sama..
->en það er í lagi því að soldið er að fara að gerast sem að ég segi ykkur frá seinna...
->sá ég fáraánlega mikið af fallegustu byggingum sem að ég hef séð..
->drukkum við mikinn bjór -því að ég var jú í landinu sem að á flestar bjórtegundir í heimi eða eitthvað álíka- en fann aldrei á mér - hentugt... Er það einhver regla um útlönd?
->mér finnst ekkert allir bjórarnir góðir og af þessum öööllum fannst mér bara stella og maes góðir - fyndið við það að það eru mildustu bjórarnir og maes er mest líkur egils viking..
->ég fór í trylltan skemmtigarð með snargeðveikum rússíbönum..
->ég fór í teygjustökk! sem var mergjað!!
->ég lærði ýmislegt þroskaheft um hin ýmsu trúarbrögð.
->komst að því að ég myndi gefa mikið fyrir að fá að lifa í eina viku í gyðingahverfi hjá gyðingafjölskyldu og upplifa þessa geðveiki sem að á sér stað þarna!
->mennirnir ganga um í svörtum síðun frökkum (sennilega í jakkafötum undir), með hatt og 2 slöngu hárlokka niður með andlitinu, pípuhatt og sítt skegg.
->konurnar ávallt í pilsi niðurfyrir hné og fötin þeirra eru eins og í seinni heimsstyrjöldinni.
->þegar konurnar gifta sig þá eru þær krúnurakaðar og þurfa ávallt að ganga með hárkollu sem að er alveg slétt hár því að samkvæmt þeim er bannað að vera með liðað hár..
->giftir menn og konur (er ekki viss um ógift) meiga ekki ná augnsambandi við manneskju af hinu kyninu sem að er ekki af gyðingatrú..
->þau vinna ekki venjulega 8-5 vinnu eins og við hin..
->þau eiga sína eigin banka, búðir, leikskóla, grunnskóla og þess háttar og eina sem að þau deila með hinum er sjúkrahúsin..
->á kvöldin fara mennirnir út í samkomuhúsin þeirra og biðja fram eftri kvöldi á meðan konurnar eru heima..
->laugardagarsreglan þeirra er samt án efa best! Frá sólsetri á föstudegi til sólseturs á laugarsegi er heilagur tími hjá þeim og þá meiga þau ekki gera neitt...
-> þau labba bara um göturnar og stoppa og spjalla.. huxa nú að þau meigi biðja..
-> en þau meiga ekki gera neitt sem að LEIÐIR EITTHVAÐ AF SÉR... þá er ég að tala um að þau meiga ekki kveikja eða slökkva ljós, ekki elda, ekki bakna, ekki dingla, ekki sturta niður, EKKI NEITT!! Sem dæmi um þetta má nefna að Miri átti heima í gyðingahverfi í smá stund í fyrra og átti heima HUGE gyðingafjölskylda við hliðina á henni. Stundum lenti hún í því að hún var að fara út (á laugardegi sko) og þá bara stóð eiginkonan eða einhver úr familyunni fyrir utan og svo þegar Miri kom út þá bara "hæ, heyrðu værirðu nokkuð til í að koma með mér aðeins yfir því að það þarf að kveikja ljósið í kjallaranum..". En hún bara beið fyrir utan þangað til að einhver kæmi út því að það má náttla ekki banka eða dingla því að það leiðir af sér hljóð..
->og ekki STURTA NIÐUR!!! Geyma þau þá bara allt pissið og allan kúkinn í klóstinu í heilan sólarhring! við erum að tala um að stundum eru 10 börn í þessum fjölskyldum! þannig að við erum að tala um piss og kúk frá 12 manns í klóstinu í heilan sólarhring! jammý!!
->ekki er heldur eldað.. konan eldar bara allt á föstudegi og svo er það bara borðað kalt því að ekki má hita matinn því að það leiðir af sér heitann mat..
->einnig eru þau með 2 eldhús því að hrátt kjöt má ekki koma í nálægð við hinn matinn..
->HAFIÐ ÞIÐ HEYRT ANNAÐ EINS!!! ég myndi svo vilja að fá að vera eitt barnið já eða bara annað hjónið í svona strangtrúaðri gyðingafjölskyldu í svona eins og eina viku!
->fór ég til Brussel og sá mergjuð hús og sá "strákin sem pissar" (eða eitthvað svoleiðis)..
->fór á veitingarhús í Brussel sem að Jökull mælti með og fengum góðan mat..
->borðaði miiiiikið af belgískum vöfflum..
->borðaði ég ekkert af belgísku súkkulaði
->verslaði ég meira..
->fór ég á flóamarkað sem að sökkaði.. kolaprtið er nú barasta miklu miklu skemmtilegra..
->og verlslaði meira..
->talaði ég bara 2 við mömmu (á 10 dögum! það hefur held ég aldrei gerst (þá meina ég náttla eftir að ég náði þeim þroska að hætta að gera þau geðveik!))
->og gerði líka eitthvað meira sem að ég man ekkert alveg hvað var... en þetta var allt saman mjög gaman! :) takk fyrir mig Bvelgía og TAKK FYRIR MIG MIRI!!

en hvað það var samt drullu gott að komast heim! gott að komast í kúrið sem að beið mín heima! og í sitt eigið rúm og sína eigin íbúð.. :) er komin á fullt í skólann og verð ég að segja að þetta er bara erfitt! en ég er samt svo miklu duglegri núna en í fyrra.. er búin að vera heima 90% af kvöldunum síðan ég kom heim og læra eins og mófó.. :) ein sem að ætlar sko að taka þennan vetur allt allt allt öðruvísi.. :) ætla sko að brilla!

Í þessum töluðu orðum er ég í versta skapi í heimi upp á bókhlöðu að reyna að gera ritgerð um Lýðræði! en er bara ekki að ná að útiloka allt úr hausnum á mér sem að fá mig til að langa bara að leggjast undir sæng og grenja í ár.. sendið mér góða strauma gott fólk!

linda.. @ 13:45 :: |

..::lindan::..

GESTABÓK
póstur til mín

..::daglegi rúnturinn::..

Agnes sys
Agnes í UK
Aldí­s Bjarna
Alma
Anna Friðrika
Arnrún
Berta & co.
Birna Rún
Björt
Brynja
Bylgja Fagra
Ella frænka
Eva Dröfn
Eyfi
Ferðin mikla
Félagsráðgjafar
Frú Sigríður
Fyndnir gaurar
Guðrún Línberg
Gummó
Gyða Rós
Hafdíz
Halla Óla
Harpa
Helena
Heiðdís
Hildur Páls
Hrafnhildur & co.
Hrund
Ingibjörg Tútta
Írisin
Íris & Kristján
Íris Þöll
Jóhanna
Jóna Karen
Jökull
Kalli Fe
Kiddi
Maggý & Kamilla
Maggý
María
Margrét & co.
Palli Perfekt
Rex
Ragna Óla
Regína
Simmi margrétarbróðir
7bban
7bban líka..
Snær
Thelma litla
Unnur Jóna
Una
Vally McBally
Þóra Elísabet
Þóra Lind
Þóra Magnea

..::barnablogg::..

Bumbukriluzið okkar
Bryndís Una
Dóra Hrönn Styrmisdóttir
Elsa Margrét Jóhannsdóttir
Gísli Arnar Skúlason
Jóhann Breki Þórhallsson
Kamilla Kara Brynjarsdóttir
Klara Edgarsdóttir
Katrín Þóra Jónsdóttir
Marín Jóhannsdóttir
Saga Sjafnardóttir
Tinna Nótt Kristjánsdóttir
Þórdís Katla Sigurðardóttir

gamalt & gott..

febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006

Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com .