*
*
*
*

miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Jei jeij.. komst adeins á netid í útlandinu..
hér er mergjad! búid ad vra 30 stiga hiti sídan á mánudag! Er búin ad kaupa of mikid.. hlakka til ad koma heim.. en langar audvitad smá ekki ad fara frá Miri...
Kyssid ykkur oll stórann koss á ykkur frá mér..
Anna og Sunna.. ég elzka ykkur fyrir ad passa bornin mín!

linda.. @ 22:03 :: |

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Mér fannst fallegt þegar ég las yfir seinasta pistil og sá það að ég hafði skrifað menningarnótt með einu n-i.. Ég vill kenna því um að ég er búin að læra svo ógeð mikið.. :)

en já menningarnóttin var æði.. :) fyrst vill ég nú nefna það að ég lærði frá 2 til 23 á föstudaginn og svo frá 10 til 16 á laugardeginum.. :) er svo dugleg.. um 17:30 var ég mætt galvösk heim til Önnu í fyrsta kokteil og soldla matargerð... Eftir að hafa beðið smá eftir Hrönn og étið á okkur gat komu thelma, guðný og jóhanna í kokteildrykkju... Mohito (af hverju veit ég aldrei hvernig þetta er skrifað!) og Cosmo var á boðstólnum og smá skvetta af bjór með... Spjallið tók völdin þannig að eftir að við vorum búnar að fá það á hreint að kærastarnir væru að spila á Þjóðleikhúskjallaranum höfðum við ekki svo miklar áhyggjur af tónleikunum á hafnarbakkanum.. en vildum nú samt ná flugeldasýingunni..! Flugeldasýningn var kósý því að hún Anna mín hafði haft vit fyrir okkur og tekið með regnhlíf (GUÐ BLESSI ÖNNU!!) því að um leið og fyrsti flugeldinn fór upp í loftið var eins og guð hefði orðið spinnigal og hellt úr fötu yfir okkur!! annað eins hefur bara ekki sést í óratíma!! við stóðum því í einni klessu undir reghlífinni og stundum í hvert sinn sem að eitthvað sprakk í loftinu! svo kósý! Hlupum síðan upp hverfisgötuna til að þurfa sko ekki að vera í biðröð.. jájá, okkur til mikilla gremju var sko biðröð og bara ekkert hleypt inn fyrr en kl.00! Hvaða stælar eru það? Anna Friðrika fékk þá hugmynd að reyna að koma okkur fyrr inn með því að kalla hátt fyrir röðina "hvern þarf ég eiginelga að totta til að koma hérna inn!" Jæja, rétt í tíma þegar maður var orðinn alveg blautur inn að skinni ákvað guð að nú væri komið nóg.. rigningin hætti og augnabliki seinna komumst við inn! Þegar nóttin var ca. hálfnuð vorum við búnar að dilla okkur við kærastana (audda samt ekki upp við þá því að þeir voru jú að spila), láta henda einu ógeði út af staðnum og lenda í smá stelpu-vinkvenna-drama.. Það verður auðvitað að vera því að stelputjútt er ekkert ef að það er ekki!! En nóttin var ennþá ung og við heimsóttum nokkra staði í viðbót þar sem að t.d. anna var ekki tilbúin að kaupa það að strákurinn væri hommi þannig að hún tjékkaði á því.. henni til mikillar gremju komst hún að því að svo var ekki.. :), hlógum mikið af stúlku í búri (!), dönsuðum af okkur báðar rasskinnarnar og löbbuðum af okkur lappirnar.. Heimleiðin var síðan hið mesta ævintýri þar sem að guð ákvað að nú væri kominn tími á smá meiri rigningu og endilega rosa vind með þannig að við vorum í hinum mestu vandræðum með regnhlífarnar en sungum okkur til hita og létum taka mynd af okkur í vandræðunum.. :) okkur til mikillar gleði..
Kvöldið var mega skemmtó og vil ég þakka stúlkunum fyrir frábæra skemmtun.. "Hey thelma, hvert viltu fá hana..?" :) Og takk anna fyrir samfóið heim.. þín hugmynd var miklu betri en mín.. :)

ekkert nýtt er í þessu.. er bara að læra undir seinasta prófið sem að er á fimmtudaginn og síðan bara TIL BELGÍU!!! JIBBIDÍDÚ!!!! ohh, gleðin er svo mikil!

linda.. @ 16:32 :: |

mánudagur, ágúst 22, 2005

... Auglýsingatími Lindu..

Í kvöld á Óliver er þrusubandið Conrad Electro að spila. Byrja um 22:00 og ókeypis inn!!

Þeir sem að ekki vita hverjir það eru þá eru það sænska bandið sem að Petter & Nisse úr Hjálmum skipa ásamt fleiri þrusufólki.. Ef að þið viljið kynna ykkur þetta eitthvað betur tjékkið þá á www.conradelectro.com...

linda.. @ 15:23 :: |

föstudagur, ágúst 19, 2005

Meeeeningarnótt er að koma... :) ég hef tekið þá ákvörðun að mér er sama hvað ég verð dugleg að læra.. ég ætla að leika við stelpurnar! :) Plan er komið á daginn.. Hittingur kl.17:00 hjá Önnu með kokteil - matur a´la Anna kl.18:00 - kokteilar í Önnu pleisi til 20:30 - bakpokinn á bakið, vettlingarnir á hendurnar, húfan á hausinn/regnhlífin opnuð og skundað í bæinn þar sem að maður dillir sér við Hjálma á Hafnarbakkanum (og böndin sem að koma á eftir) - horft á flugeldasýninguna, sem að er massa rómó og knúsar manneskjuna sem að maður elzkar/er massa hrifin af eða ef aðstæður bjóða ekki upp á það þá barasta huxar maður til manneskjunnar sem að maður elskar/er massa hrifin af - rölt og rölt um bæinn og dansað af gleði því að það er menningarnótt!! en sú gleði..

Anna Friðrika & Simmi eru að koma af stað skemmtilegum leik þar sem að þau keppast um það að ef að þau hitta fólk sem að þau þekkja í mannþrönginni þá er hoppað inn á næsta bar og tekið skot og síðan telja þau skotin og sá sem að fær meira vinnur... sniðugt..einnig er það þannig að ef að þau týna fólkinu sem að þau er með í meira en 15 mín og hitta þau svo þá má fara og fá sér skot... en er ekki létt að svindla? Hvernig telja þau skotin? Halda til glösunum eða..? Nú veit ég fyrir víst að Simmi er massa svindlari.. Fór í einhvern leik við hann út í DK og hann svindlað eins og vindurinn...!! en ég er spennt yfir því hvernig þetta fer hjá þeim... :)

En í dag er 1 vika!!! þangað til að ég fer til Belgíu til hennar Miri minnar!! Vá hvað ég er spennt í pjöllunni minni yfir þessari ferð! :) þetta verður svo gebba gaman.. :) en það er eitt vandamál.. mig vantar einhvern til að passa kisurnar mínar.. helst þá til að gista heima í svítunni minni.. :) Ég vona að það sé einhver þarna sem að les síðuna mína sem að er komin með nett leið á íbúðinni sinni og vantar smá tilbreytingu í líf sitt.. þá held ég nú að það sé tilvalið að fá að vera í svítunniu minni í 10 daga! :) Endilega íhugið þetta og verið í bandi við mig... :)

en jæja, lærdómurinn gargar hérna á mig fyrir framan mig þannig að ég ætla að halda áfram.. Voandi sé ég ykkur á menningarnótt og takið þá endilega þátt í leiknum hennar Önnu Friðriku.. :)

linda.. @ 14:56 :: |

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

úff, súrt.. þetta hljóð í hundinum er eitthvað furðulegt og ég vissi ekki hvort að ég ætti að hjægja eða gráta en líkaminn þurftu að gera bæði.. getið ýmindað ykkur hversu kjánaleg ég var..

linda.. @ 09:55 :: |

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Já ég veit ekkert af hverju það kom dagurinn í dag á færsluna sem að ég gerði í gær.. ég er hissa!
En prófin voru í dag og ég gat ekkert... :( en takk samt allir fyrir að huxa svona fallega til mín.. :)

En eftir prófið í dag fór ég niður í Apple búðina, hringdi í pabbann minn og hann splæsti í einn iBook handa mér... :) jííííííííí.. ég á bestasta pabba í geiminum!!

en núna tekur bara við að læra undir næsta próf sem að er Almenn félagsfræði 25. ágúst.. Fullt af tíma og mikið af lesa.. En ég á ibook... :)

Menningarnótt á næsta leyti.. hvað ætlið þið að gera??

linda.. @ 21:33 :: |

jæja.. ekki mikið hægt að læra meira þar sem að fyrsta (og fyrra) prófið - félagsmálastefnur - er á morgun kl.9.. síðan er það aðferðarfræðin kl.13:30.. ég held að ég geti alveg sagt með hreinni samviksu að ég viti ekki neitt!

Ég fór ekkert í sleik á ammlidaginn minn.. glatað!

linda.. @ 10:30 :: |

mánudagur, ágúst 15, 2005

ég bara læri og læri...

linda.. @ 23:33 :: |

sunnudagur, ágúst 14, 2005

.. ammlidagurinn kominn og farinn og kéllan orðin 23 ára... je dúdda mía hvað þetta líður hratt!
Dagurinn fór svo sem ekki í neitt nema lærdóm til 4 og þá brunað upp í bústað þar sem að stórfjölskyldan var að elda yndislega máltíð í tilefni þess að afi minn verður 70 ára á þriðjudaginn.. síðan sátum við rétt fram yfir miðnætti að sötra og spjalla og lögðumst síðan á koddann.. Síðan var rifið sig á fætur í morgun til að bruna aftur heim og halda áfram að lesa..

Ég vill þakka innilega þeim sem að komu, hringdu, sendu sms eða commentuðu á síðuna ammlikveðjur handa mér í tilefni dagsins í gær... :)
Og þeim sem að gleymdu ammlinu mínu vill ég segja "jáhá, maður veit þó núna hverjir eru vinir manns..!!"

á leiðinni upp í bústað og heim aftur keyrði ég yfir ánna Sog.. það er fyndið.. :)

linda.. @ 12:36 :: |

laugardagur, ágúst 13, 2005

Éééééég áááá ammæli í dag,
ég á ammæli í dag,
ég á aaaaammæli í daaaaggg, ´
ég á ammæli í dag!

Éééééég eeeer 23ja ára í dag,
ég er 23ja ára í dag,
ég eeer 23ja ára í daaaagg,
ég er 23ja ára í dag!

Lengi lifi ég,
Húrra,
húrra,
húúúúrrrrraaaaaaaa!!

Innilega til hamingju með ammlið ég sjálf... :)

á miðnætti ringdi inn smsum og símtölum og dyrabjölludingli.. :) fékk 2 pakka á miðnætti.. þetta er svo gaman.. :) takk fyrir mig.. :* Hlakka til að vakna á morgu.. :) (auðvitað fyrir utan það að ég þarf að læra allann daginn!!)

linda.. @ 01:26 :: |

föstudagur, ágúst 12, 2005

Föstudagskvöld og ég er heima í kertaljósaveldi með þægó tónlist á að læra.. :) hvað er yndislegra en það.. :)

Enn eru 2 tímar í afmælið mitt en nú þegar hef ég fengið ammli símtal frá Belgíu (svona til vonar og vara þar sem að hún hefur átt erfitt með að ná inn í landið i dag.. vill ekki lenda í því á morgun.. ) og ammligjöf frá Atla mínum og Bjössa mínum.. Spegilinn úr rúmfatalagernum sem að mig langaði svo í.. :) takk músirnar mína.. :*

Talaði lengi við Miri þegar hún hringdi.. við vorum að tala um þegar ég kæmi út.. Núna er ég svo ógeðslega spennt að ég er að missa þvag..!! Mikið verður þetta ógeðslega gaman... :)

linda.. @ 10:09 :: |

Ég á ammli á morgun... :)
í vinnunni minni er svona hefð að koma með kökur þegar maður á ammli.. ég taldi mig sudda heppna að sleppa þar sem að ég á ammli á laugardegi.. Já NEI! strákarnir heimtuðu köku þannig að ég fór með þeim út í bakarí og þar var ehimtaði 2 kökur!! næstum 2000 kall fór í að gera þessum strákum til geðs.. Karlmenn!!

Pabbi minn kom til mín í gær og hann sagði að íbúðin mín væri svo fín.. :)

vá hvað ég hef ekkert að segja.. aðalmálið er bara að ég á ammli á morgun.. :)

linda.. @ 09:20 :: |

fimmtudagur, ágúst 11, 2005

Ammili eftir 2 daga!! :)

Ég á svo bátt.. grenjaði og grenjaði yfir Providence áðan... :)

Scrubs í kvöld og svo seinasti Despó..! Jeremías..

linda.. @ 19:22 :: |

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

ammmmmmmilli eftir 3 daga!!!! :) ég er svo spennt.. :)

ég á nýjan síma... :) Sony ericsson t630.. ýkt pæjó.. kann samt ekkert en er með fólk sem að er pínt til að kenna mér á hann.. híhíhí...

takk fyrir að commenta á postana mína mellur!!

(eins og þið sáuð þá minntist ég ekkert á lærdóm og ég vill að þið gerið hið sama í kringum min...)

linda.. @ 09:49 :: |

mánudagur, ágúst 08, 2005

aaaaaammli eftir 5 daga!!!! :)

hef ekkert annað að segja nema að ég er að lesa og mér leiðist... :(

Berta mín, innilega til hamingju með daginn í dag! vonandi var hann indæll... :)

linda.. @ 20:36 :: |

sunnudagur, ágúst 07, 2005

Búin að vera alla helgina heima að læra undir próf.. :) ubba dugleg! veit samt ekkert hvað ég var að lesa... Hvernig stendur á því að ég er gædd þeim galla að ég les og les en ekkert fer inn í helvítis hausinn á mér!? Maður fer að verða nokkuð pirraður á þessu..

Í gær fór ég í IKEA og keypti nokkra hluti til að gera íbúðina mína sætari.. :) held að mér hafi gengið ágætlega.. :)

Oooog ég verð 23 ára eftir 6 daga!! :) eruði búin að ákveða hvað þið ætlið að gefa mér í ammligjöf.. :) Mig langar nebbla gebba mikið í spegil í rúmfó sem að kostar 2.990kr.. :) er mega flottur! :) og svo þætti mér ekki leiðnlegt að fá rúmgaflinn sem að ég fann í rúmfó líka.. kostar bara 10.990kr.. :) ef að þið virkilega viljið gefa mér dýra gjöf þá langar mig í nýtt áklæði á sófann minn sem að kostar 14.990kr.. en annars er ég opin fyrir öllum gjöfum.. híhí.. :)

Og þið sem eigið það skilið.. til hamingju með daginn í gær..!!

linda.. @ 16:21 :: |

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

til hamingju með ammlið pabbi minn.. ! eitthvað hefur ekki gengið upp þegar það eina sem að pabbinn vill í ammligjöf er að ég einbeiti mér að prófalestri fram að prófum.. "Ka´hefurðu enga trú á mér eða..?" Djöbbi!

3ja daga vinnuvikur eru án efa bestar og rúmið mitt betra en þær eftir að ég setti grindina undir og keypti mér eggjadýnu og læti! Það er unaður en veldur því að ég vill barasta ekkert vakna á morgnanna!!

Próf eftir 12 daga! :( hjálpi mér drottinn!

Gay Pride á laugardaginn.. hvað eruði búin að plana..?

linda.. @ 21:32 :: |

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

hallelúja!!! Eftri skemmtilega flugferð austur brunaði ég á Neistaflug til vinnu.. þessi helgi var aðeins of erfið fyrir minn smekk en samt sem áður verulega skemmtileg... :) Fyrir utan kannksi tvö atvik sem að bæði áttu sér stað á föstudagskvöldinu.. fyrsta kvöldið sem að ég mætti! Var ekki mikið til í að halda áfram þegar ég vaknaði á laugardeginum...!! Þannig er mál með vexti að á föstudagskvöldinu var ég bara svona í öllu, leysa af á börunum og taka glös úr salnum og þess háttar. Þegar líða tók á kvöldið voru gestir hússins komnir veeeeel í glas og orðnir oggu leiðinlegir... Ég stóð og var að horfa á bandið og yfir dansgólfið huxandi með mér hversu mikið ég myndi nú vilja vera þarna í góðra vina hópi að dansa.. Finn ég þá þegar mér er ýtt upp við vegg og mér haldið með krumlu ofarlega á lærinu á mér og hin í hárinu á mér og maður sleikir á mér hálsinn og stynur í eyrað á mér!!! "AAAAAAAA!!!!!! Ertu þroskaheftur?" öskra ég og sparka af öllu valdi í löppina á honum!! Ég "hljóp" inn í eldhús og náði að jafna mig.. Kvöldið hélt áfram og var ég drullufegin þegar ég svo loxins komst upp í rúm. Ég var smá tíma að ná að koma mér í svefngírinn en þegar það loxins kom þá var ég svooo ánægð.. Stuttu seinna (að mér fannst) var byrjað að banka á hurðina hjá mér.. Ég hélt að þetta væri stelpa sem að var að vinna með mér og gisti í næsta herbergi þannig að ég setti bara sængina utan um mig og fór til dyra.. Tók þá strákur á móti mér sem að ýtti mér inn í herbergi og sagði “Kodd´að ríða!!?” Ég varð náttla alveg það sármóðguð yfir rómantíkurleysinu að ég ýtti honum af öllum kröftum út aftur.. Sem betur fer hafði hann drukkið einum bjór of mikið þetta kvöld þannig að mínir kraftir voru meiri en hans..! Eftir að hafa lokað hurðinni og skellt í lás þá lá hann á hurðinni í smá tíma eftir og tuðaði “láttu ekki svona.. kodd´að ríða!” Daginn eftir þegar ég var að fara á fætur þá mætti ég honum og hann leit niður og muldraði góðan daginn.. Ég spurði hann hvað væri eiginlega í gangi því að ég hélt að hann elzkaði mig!? Ég vil þakka meðlimi í KúngFú fyrir að hafa vakið mig þegar ég þurfti EKKERT á því að halda og sýnt mér enga rómantík!!
Eins og þið kannksi skiljið þurfti ég klárlega að peppa mig veeeel upp í það að byrja að vinna um 10 á laugardagsmorguninn eftir þessi ævintýri.. Sem betur fer tók bara við geðsjúkur dagur með öllu tilheyrandi og leið hann eins og vindurinn. Áður en ég vissi af var barasta komið annað ball.. Í þetta sinn afþakkaði ég kærlega fyrir að “skiptast á” (leysa af á börum, vera í fatahengi, VERA Í SALNUM!) og sagði að ég myndi nú barasta vera á barnum og ekkert bull!! Ég og Sólveig tókum að okkur stúkubarinn og fljótlega eftir að við opnuðum byrjaði geðveikin í öllu sínu veldi.. Það mikið var að gera að aldrei gafst tími fyrir elzku Sólveigu til að láta skipta sér út þannig að við vorum bara saman allann tímann.. :) Þetta ball var hin mesta geðveiki en drullu skemmtilegt samt sem áður og var búið áður en ég vissi af.. Þá tók nú barasta við nætursalan!! Það sem að fólk í glasi getur verið þroskaheft..!! ég veit að ég er svona sjálf þegar ég er í glasi en jeremías á jólum hvað allt starfsfólk sem að hittir mig á tjúttinu fá mína virðingu og kærleik! Mikið innilega var ég fegin þegar ég skreið upp í um 6 leytið eftir suddalegann dag og enn fegnari að ekkert band gisti yfir nóttina á ganginum mínum.. Hress sem fress vaknaði ég um 10 til að skunda niður og taka á móti enn einum deginum.. Ég hafði tapað kurteisis-gleðinni einhverntímann á laugardeginum en var samt kampakát.. allir voru þunnir og ljótir og geðveikin var enn meiri en á laugardeginum! Dagurinn var búinn áður en ég vissi af (eða svona eiginlega) og enn eitt ballið tók við.. Ég fékk stúkubarinn og fékk með mér í lið Guðrúnu Egils.. Við tókum við gestum dansleiksins með bros á vör og léttum á þrosta þeirra á meðan við tjúttuðum við “Sódóma” og “Hey kanína...” Ballið var fljótt búið og harðneitaði ég að fara aftur í þessa geðveikis nætursölu og kom ég mér eiginlega undan því að taka til með því að aðstoða hljómsveitina og vera diggur þjónn þeirra og grúbbpíanna (af hverju fattaði ég þetta ekki eftir Papa ballið!?) Fegin komst ég í bólið um 8 leytið á mánudagsmorguninn með breitt bros á vör vegna þess að enn ein verslunarmannahelgin í geðveikis vinnunni var liðin og lifði hana af og hafði eiginelga barasta smá gaman af! :)

P.s. mamma mín náði að gera bleik-yrjóttu bolina mína aftur hvíta! Ég elzka mömmsluna mína.. :)

linda.. @ 10:01 :: |

..::lindan::..

GESTABÓK
póstur til mín

..::daglegi rúnturinn::..

Agnes sys
Agnes í UK
Aldí­s Bjarna
Alma
Anna Friðrika
Arnrún
Berta & co.
Birna Rún
Björt
Brynja
Bylgja Fagra
Ella frænka
Eva Dröfn
Eyfi
Ferðin mikla
Félagsráðgjafar
Frú Sigríður
Fyndnir gaurar
Guðrún Línberg
Gummó
Gyða Rós
Hafdíz
Halla Óla
Harpa
Helena
Heiðdís
Hildur Páls
Hrafnhildur & co.
Hrund
Ingibjörg Tútta
Írisin
Íris & Kristján
Íris Þöll
Jóhanna
Jóna Karen
Jökull
Kalli Fe
Kiddi
Maggý & Kamilla
Maggý
María
Margrét & co.
Palli Perfekt
Rex
Ragna Óla
Regína
Simmi margrétarbróðir
7bban
7bban líka..
Snær
Thelma litla
Unnur Jóna
Una
Vally McBally
Þóra Elísabet
Þóra Lind
Þóra Magnea

..::barnablogg::..

Bumbukriluzið okkar
Bryndís Una
Dóra Hrönn Styrmisdóttir
Elsa Margrét Jóhannsdóttir
Gísli Arnar Skúlason
Jóhann Breki Þórhallsson
Kamilla Kara Brynjarsdóttir
Klara Edgarsdóttir
Katrín Þóra Jónsdóttir
Marín Jóhannsdóttir
Saga Sjafnardóttir
Tinna Nótt Kristjánsdóttir
Þórdís Katla Sigurðardóttir

gamalt & gott..

febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006

Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com .