*
*
*
*

föstudagur, júlí 29, 2005

Mikið var unaðslegt þegar Anna Friðrika kom upp í gærkveldi með bjór & nammi til að horfa á fyrsta þáttinn í nýrri seríu af Scrubs.. Ég kveikti á kertum og við áttum yndislega stund saman með bjór.. reyndar kaus hún að sitja við tölvuna mína á meðan og horfa á Scrubs, blogga, vera á msninu mínu og súpa bjór allt á sama tíma.. ég hins vegar kaus að horfa á Scrubs og súpa bjór! Finnst það mun þægilegra.. fæ bara hausverk þegar ég geri svona marga hluti í einu..! :s

Ég setti í hvíta vél í gær.. ALLLLLA uppáhaldsbolina mína og hvíta gollu sem að ég elzka og 2 rúmteppi og einn brúnan bol (óvart)... Djöfull!! Núna á ég FUUUUULLT af uppáhaldsbolum sem að eru bleik-yrjóttir, eina bleik-yrjótta gollu oooooog tvö bleik-yrjótt rúmteppi.. Yndislegt! Ég hringdi í mömmu með tárin í augunum og hótaði öllu illa um að hún yrði bara að gjörasvovel að gefa mér pening til að ég gæti bætt þetta upp því að ég ætti engann pening og mætti ekki við að missa svona mikið af fötum! Hún sagði mér nú að tjilla á frekjunni (ég er ekki frek, heldur ákveðin!) og koma með þetta austur og að hún myndi bara leggja þetta í klór.. Hvar væri ég án mömmslunnar minnar.. :)

Eeeeeeen reyndar þá keypti ég grind undir rúmið mitt í gær og setti hana ALVEG ein saman :) Ég er hörkukvendi þegar ég tek mig til.. :)

Ég vill bara óska öllum sem að eru að fara að leika sér um helgina góðrar skemmtunar og gangið hægt um gleðinnar dyr.. Ég aftur á móti tek flug heim um 19 í kvöld og mæti galvösk klukkutíma eftir að ég lendi (tíminn sem að tekur að keyra yfir á Norðfjörð-held ég) á barinn á Neistaflugi þar sem að ég mun vinna til 5 í nótt, mæta svo hress í fyrramálið um 10, vinna á Pizza 67 til 22 annaðkvöld við að þjóna, síðan um 23 mun ég opna barinn og standa þar til 6 aðfaranótt sunnudags, mæta síðan létt hress á Pizza 67 um 10 á sunnudagsmorgun og vinna til 22 og síðan um 23 opna ég barinn og verð til 8 á mánudagsmorgun... Úff!! Þetta er allt í sama húsinu, Egilsbúð (breytist út Pizza 67 á daginn og yfir í ballstað á kvöldin) og upp á lofti er gangur með herbergjum þar sem að mér er úthlutað einu herbergi til að gista.. Ég hugga mig samt við það að þetta árið (hef gert þetta síðastliðin tvö ár) gista engar hljómsveitir á svefn-ganginu mínum þannig að ég get sofið alveg frá því að ég klára! Hef átt soldið erfitt með það þessi 2 ár þar sem að böndin vilja tjútta soldið eftir ball og er þá allt craaazy á svefn ganginum mínum.. Vil ég nefna helvítis Stuðmenn sem mestu bytturnar og ókurteisasta bandið sem að hefur verið þarna..! Þökk sé guði þá eru þeir ekki í ár! Í svörtum fötum er hins vegar án efa róelgasta og kurteisasta bandið sem að hefur verið þarna.. En í ár er það Sálin sem að ætlar að skemmta okkur og verður spennandi að sjá stemminguna í sveitinni... :)

linda.. @ 10:45 :: |

miðvikudagur, júlí 27, 2005

Getur einhver sagt mér hvaaaaaaaaaað sé málið með blægjubílana á Íslandi..?? Þetta er út um allt.. bý ég í Kalíforníu eða..!! Ég á ekki til eitt orð.. finnst þetta ekkert sérstakelga töff en örugglega tussu þægilegt í svona veðri eins og er búin að vera síðustu daga. Ætti kannksi að tala um þetta við VISA.. komin með nett leið á því að vera glansandi í andlitinu og sveitt á baki og milli brjósta út af hita í Golfinum "mínum"....

linda.. @ 12:09 :: |

sunnudagur, júlí 24, 2005

Já börnin mín góð.. Ég tók eftir því á föstudaginn að ég var brunnin á vinstri handleggnum en ekki ekki hægri.. Mér fannst þetta hið furðulegasta þangað til að ég fattaði það að ég vinn við að keyra úti og í þessum tussu hita hafði ég alltaf opinn gluggan mín megin... ánægjulegt!
En þetta er allt í lagi því að í gær sátum við Sunna fyrir utan HR að læra á bikiníbra og ég skaðbrenndist svo hrikalega á baki, bringu og handleggnum... jeramís á jólum!!

Ég átti svo yndislegt kvöld í gær... Grill"partý" hjá Írisi & 7bbu ásamt Sunnu og Júlíu.. Borðuðum góðan mat sem að Júlía og 7bba grilluðu á meistaralegann hátt, sátum með bumburnar út í loftið, gæddum okkur á melónum og jarðarberum og öllu skoluðum við þessu síðan niður með yndislegu áfengi... Umræðuefnið hjá okkur var af ýmsum toga en einkensdist af karlmönnum og hæfni eða óhæfni þeirra í bólinu, pjöllusleikingunum þeirra, viðreyningunum, geðsýkinni þeirra og hversu miklum tíma við höfum eytt í að feika einungis til að karlmennirnir haldi að þeir séu The Kings Of The World og leggjast á koddan svakalega stoltir af sjálfum sér þegar við þurfum að fara inn á bað til að klára okkur af... synd!! En þegar við síðan sáum að klukkan var að ganga í hálf 2 þá fórum við sunna og Íris á arann þar sem að við sungum nokkra slagara í góðum fíling... Þetta kvöld endaði ég síðan á koddanum heima hjá mér eftir að hafa brotið skítugu fötin mín saman inn í skáp (geri það aldrei og hvað þá eftir tjútt!), farið úr skónum inní herbergi (?!), hent brjóstarhaldaranum mínum á rúmið mitt og kippt með mér egginu mínu inn í herbergi (en notaði það ekki)... ég á ekki til orð!
Skemmtilegast þykir mér þó að hitinn var svo mikill í nótt - á húðinni minni sko - að ég var í ööööörþunnri peysu yfir hlyrabolnum mínum og fann ekki fyrir kulda... :)

En mig vantar smá aðstoð... mig langar í nýjan síma en get ekki valið á milli þessa þriggja síma.. Þessi hérna.. eða þessi eða þessi.. þetta eru samt ekki réttu verðin þannig að ekkert að pæla í því.. Plís!! Viljiði hjálpa mér og segja mér hvað ykkur finnst.. :) Takk kærlega..

linda.. @ 21:58 :: |

föstudagur, júlí 22, 2005

:) oooo.. tilgangslausar upplýsingar eru án efa bestar....


Ég er 22 ára og ég fæddist á föstudegi...
Ég hef lifað í;
  • 282 mánuði
  • 1196 vikur
  • 8378 daga
  • 201038 klukkutíma
  • 12062321 mínútur
  • 723739323 sekúndu

Ég á næst ammli eftir 22 daga 14 klukkutíma 18 mínútur 29 sekúndur.. :)


linda.. @ 22:43 :: |

fimmtudagur, júlí 21, 2005

Æj oo! Það er allt ömó... Ef að þið hafið lausnir á einhverjum af vandamálunum mínum hérna fyrir neðan endilega komið með þær.. :(
  • Ég er með mikið ofnæmi fyrir frjókornum! (ég á töflur sem að ég tek en þær virðast ekkert vera að hafa áhrif og ég vinn á ferðinni úti..)
  • Mig langar að kaupa fullt af hlutum í nýju íbúðina mína til að gera hana kósý en hef ekki hugmyndaflug til þess eða efni á því ..
  • Mig langar í Levi´s engeneer jeans buxur en þær eru svo dýrar..
  • Mig langar á þjóðhátíð!! En hafði huxað mér að fara að vinna á Neistaflugi til að fá pening áður en ég fer út til Belgíu..
  • Mig langar ekki að fara í þessi próf því að ég get ekki lesið fyrir þau því að það ER SUMAR!!
  • Ég er á kafi í einu mesta þunglyndi sem að ég hef lent í á ævinni og ég veit ekkert hvað er að eða hvernig ég kem mér úr því!! :(

Hjálp.. :(


linda.. @ 09:14 :: |

miðvikudagur, júlí 20, 2005

VARÚÐ!! ÞEIR SEM AÐ HORFÐU EKKI Á SEINASTA ONE TREE HILL EKKI LESA LENGRA!!!

Eftir að vera búin að melta seinasta Qne Tree Hill þáttinn þá brenna nokkrar vangaveltur á vörum mér...

  • Var mamma Peyton ekki dáin? Getur fólk bara birst svona uppúr þurru og sagst vera mamma þín þegar hún á að vera búin að vera dáin í mörg ár?
  • Það var mikið að Deb varð reið og tók ákvarðanir um Dan! En hefur hann endalaust tak á henni..? Hvað með það þó að hún eigi fyrirtlækið? Hún vinnur ekki í því og klárlega var það hann sem að var að svindla..!
  • Glætan spætan að þetta með bókina, penignana á háloftinu og allt í fyrirtæki Dans hafi verið til að tjékka á Lucas.. kjaaaaaaftæði! Dan er vondur, punktur!
  • HVAÐ meinar Brooke með að labba út þegar Lucas segir henni að hann vilji vera með henni?! Gerir maður svona?! Má þetta?! Hvað er að henni! Hún hefði alveg getað gefið sér 2 mín. til að segja eitthvað til baka.. heimska tík!
  • Hver drap svo Dan?! Er ekki of augljóst að við eigum að halda eitthvað þegar Deb tekur pillur upp úr blómapotti og vínið sem að Dan var að drekka hafði duft á stútnum - eins áttum við í augnablik að halda að hún væri að fara að bryðja pillur aftur...! Er ekki líka of augljóst að Nathan hafi akkúrat komið heim í næsta atriði og "þurft að gera doldið áður en hann færi.."
  • En HVAAAAR er Andy?! Hann er ekki búin að tjékka sig inn á hótelið.. Úbbalagúbba... did he kill Dan?!
  • Oh kemur svo barasta Haley aftur... Með tárin í augunum og segir "hæ!".. ekkert faðmlag frá Nathan.. enda er hann drullu spældur út í hana! Ná þau saman aftur..?
  • Kemur Jake til baka? Nær hann Jenny?
  • Ná Lucas og Brooke saman?
  • Deyr Dan?
  • Nær Deb að halda sig frá pillum og verða happy?
  • Fer Nathan í körfuboltabúðirnar?
  • Hvernig nær Lucas að redda pillunum sínum?
  • Hvar er Keith? Kemur hann aftur?

úff! ég er of spennt fyrir þessu... :)


linda.. @ 09:43 :: |

mánudagur, júlí 18, 2005



þá er ljúfa helgin búin.. lenti í 20 stiga hita og sól á föstudeginum.. tók rúnt um Rfj. til að skoða allt nýtt og spjallaði við familyu úti í sólinni.. var heima að drekka kakó og stroh með foreldrum og steina & gerði fram eftir kvöldi.. veðrið var það yndislegt að við sátum úti með teppi fram að miðnætti þá færðum við okkur inn.. Það er svo ljúft að kúra hjá foreldrum!
Seinnipartinn á laugardeginum keyrði mamma mér svo til stelpnanna.. Þar var súpt á áfengi, farið í yfir, borðað góðan mat, spilað og spjallað.. Mikið var yndislegt að hitta þær og eyða með þeim svona rólyndis kvöldi.. svo var ég líka búin að sakna þeirra svo mikið! :)

Í gærkveldi fór ég svo á Snoop Dogg tónleikana..! Jeremías.. vildi að ég gæti gert svona hluti oftar.. Sá Hjálma í geggjuðu kerfi! úddadúdda... og svo Snooparann...! Hann var geggjaður og þetta var gaman og flott og æðislegt! Dansaði og skemmti mér tussu vel.. :) Takk Thelma fyrir geggjaða skemmtun.. :)

linda.. @ 21:14 :: |

föstudagur, júlí 15, 2005

Annars er ég bara komin í sveitina til mömmu & pabba og Agnesar í 20 stiga hita og sól.. Ætla að verða hérna í keleríi í kvöld að drekka kakó og Stroh með mömmslu...Steini (bróðir pabba) & Gerður (hans kona) eru einnig í sveitini og verður þetta ljúft.. Á morgun ætla ég hins vegar að fara til Möggu & Siggu í bústað og knúsast og kitla pjölluna yfir bjór og spjalli.. Ohh, þetta er svo ljúft líf! :)

linda.. @ 20:30 :: |

Ég var að skoða síðuna hjá Írisi & 7fn þar sem að þær mæltu með því að kíkja á bloggið hjá stelpu sem að heitir María.. Ég kíkti inná hana (skemmtielga orðað..) og verð ég að segja að mér finnst hún með eindæmum skondin snót!
Ég huxa að flest allir kannast við það að vera í spjalli við stelpur um stráka og kemur þá oftast upp það sama.. Stelpur er "bitrar" (eins og það er orðað þó svo að ég vilji ekki nota það) út í stráka og hafa allar einhverja slæma reynslu af þeim.. Mig langar til að setja eina færslu frá Maríu hérna inn sem að ég fékk með hennar leyfi sem að tengist karlmönnum...

"Það skal enginn, nákvæmlega enginn reyna að segja mér að karlmenn séu ekki allir eins. Mínar sögur samtvinnaðar við raunir vinkvenna ættu að vera efni í allavega 6 sería þáttaröð um singúl dömur í reykjavík (dvoldið retro eins og sex and the city en samt með sögulegum brandörum eins og í friends)

Ég hef á ævinni ekki orðið vör við einn karlmann sem hefur ekki stjórn á sprellanum, no metter what.
Þegar ég hugsa útí það. Þá sé ég ekki neinn, ekki einn sem ég gæti séð fram á að treysta.

Hver þarf svosem kærasta, karlmann? Góðar vinkonur, feitur víbrador og temmilega svæsið klám eru allt hlutir sem eru betur en mjög góðir staðgenglar fyrir eitthvern karlpung.

Þið sem eruð á föstu, trúið þið í alvöru að karlmenirnir í ykkar lífi séu góðir? Ok, ef þeir hafa ekki hrasað, er það bara spurning um hvernig eða hvenar ?

Þið þurfið bara að grafa aðeins dýpra en þið þorið og ég skal lofa ykkur að þið verðið singúl innan skamms.

Ég er ekki bitur, ég trúi ennþá á bíómyndarástina, hollívúdd kossana, en það endar þar, ef raunveruleikinn væri svona svakalega sykurhúðaður, hvar er þá allt ásfangna fólkið?. Hef ég kannski einskorðað mína vini í sama hugarheimi og ég, ótrúlega kaldhæðna og með enga trú á neinu nema sjálfum sér.

Hvað ætli þeir hugsi? ég hef aldrei skilið hugtakið um magn frekar en gæði, því frekar kaupi ég góða skó sem endast lengur heldur en að versla mína í hagkaupum.
Verð nú að viðurkenna að sumir hafa enst skemur en aðrir og sumir hreinlega angað af táfílu sem enginn veit hvaðan kemur (að sjálfsögðu ekki af fagurlimuðum tám mínum)

Maðurinn í mínu lífi heitir Jack og hann er víbrador, feitur, róteitar, með snípukítlara og víbrar betur en hvaða karlmaður. Það er eitthvað sem ég kalla sanna ást og ég tala nú ekki um þar sem ég þarf ekki einu sinni að raka á mér millifótargotteríið og er farin að venjast brúskum.

Ég heitir María og ég er komin með nóg af karlmönnum."

Mig langar til að segja AMEN María.. Ég tel mig ekki vera bitra.. en ég verð nú samt að segja að ég er orðin soldið þreytt! Þetta er orðin svo mikil klisja með þessa karlmenn...
Ég tek í sama streng og María mín.. víbradorinn/eggið er minn besti vinur og ég tel mig ekki þurfa neitt meir...!

linda.. @ 06:20 :: |

miðvikudagur, júlí 13, 2005

Mig langar svo að segja ykkur frá tilfinningunni sem að ég upplifði á Antony & The Johnson..
... en ég get það ekki! Því að þetta er algjörlega ólýsanlegt...

Ókey, hverjir fleiri en ég eru orðnir ógeð pirraðir á veðrinu í Rvk!? Ég er alveg að klépra.. þannig að ég er að huxa um að fara heim um helgina.. :) vera föstudagsnóttina hjá foreldrum í knúsi og kúri og fara svo seinnipartinn á laugardaginn upp á Egilsstaði og fara í bústað með Siggu & Möggu (kannksi verða fleiri gyðjur.. veit ekki alveg..) í grill og chill (nauhh, rímar!) og áfengi og trúnó og stelpó (auhh, rímar líka!).. Jeremías hvað það verður fínt.. sakna mömmu, pabba & Agnesar mikið og Siggu & Möggu líka.. Og svo verður líka bara fínt að komast aðeins burt úr bænum..
Eina vandamálið er að mig vantar einhvern til að passa Herkúles & Aþenu.. Þá helst að "flytja" hingað inn og kúra með þeim þangað til á sunnudag.. :) Hverjum langar..??

Jæja.. ég vill bara segja; "Þið sem að eruð ekki að hlusta á Antony & The Johnson ættuð að redda ykkur lögunum NÚNA!"

~smá innlegg fyrir nánustu..
sónarinn í morgun kom ágætlega út og ekkert fannst að.. :)

linda.. @ 20:30 :: |

AÞENA ER KOMIN HEIM!!!

Það var hringt í mig áðan og ég spurð hvort að ég ætti lítinn fallegann kött sem að héti Aþena.. :) Ég hélt það nú! Þá var músin mín í Þórsgötu, bara 2 mín í burtu, mjálmandi rosa hátt.. Ég hljóp og náði í hana og nú er hún komin heim. Þau systkini er búin að vera í sleik og keleríi núna stanslaust í 10 mín á milli þess sem að hún fær sér að borða og hann þefar/sleikir á henni rassgatið.. Henni líður vel og lítur ágætlega út nema að hún er með klór á nebbanum.. eitthvað þurft að berja frá sér í ævintýraferðum sínum um Vesturbæinn (eða þessa 500 metra sem að hún fór!).. :)

linda.. @ 11:05 :: |

Aþena mín er ekki ennþá komin heim.. :( við Herkúles erum alveg ónýt og snýst hann í hringi á gólfinu og mjálmar og mjálmar.. Þau eru svo háð hvort öðru og hann er ekki vanur því að vera svona einn! Ég vona svo innilega að hún fari að koma heim.. :( Ég setti auglýsingu í flestar búðir í nágrenninu og núna er bara að vona að íbúar 107 hafi í sér að svipast um eftir henni...

Fór á Antony & The Johnson í gærkveldi... Jeremías! Þetta voru unaðslegir tónleikar! Antony er svo fríður og yndislegur og söng svo fallega og ég á engin orð til að lýsa þessu! ÚFF!! Þeir sem að misstu af þessu, já eða eru bara búin að missa af Antony & The Johnson yfir höfuð ættu nú að stökkva beint út í plötubúð og kaupa sér eins og eitt stykki af disknum!!

Í fyrramálið fer ég svo í rannsókn númer 2 hjá lækninum - sónar - og vona ég nú að eitthvað gott komi út þar..! Þangað til.. hafið það gott.. :)

linda.. @ 10:08 :: |

mánudagur, júlí 11, 2005

Djöfull! ég var búin að skrifa tussu langann pistil sem að hvarf! Ég byrja bara upp á nýtt!

Aþena mín er týnd!! Hún slapp út aðfaranótt sunnudags og hefur ekkert komið hemi síðan.. Ég er búin að leita og leita og kalla og kalla og fara út um ALLT!! Setti upp auglýsingu og spurðist fyrir.. ég bara skil þetta ekki! Herkúles minn er alveg miður sín og mjálmar og mjálmar og leitar af henni..

Eftir að við Sunna vorum búnar að vera geggjað duglegar að læra á laugardaginn þá verðlaunuðum við okkur með því að fara í partý með Petru til systur Írisar þar sem að við þekktum engan nema Írisi, Sjöbbu og Júlíu.. Partýið var frábært þar sem að við æfðum okkur í að taka djellýshots -"hhumm, kannast nú eitthvað við þetta.."-, tókum Silvíu Nótt takta -"ókeijjjj.." "sjamst..." "cut!"- og ég og Sunna festum nokkur vel valin móment á filmu (ég klárlega missti af aðdragandanum á þessu mómenti.. er einhver með svör við því..? :) ).. Eftir partýið kíktum við síðan í bæinn og eftir rifrildi um hvaða staður væri bestur þá enduðum við á Vegamótum.. Og haldiði að ég hafi ekki bara fengið einn sleik þar.. jájá.. Gyða vinkona mín lærði að heilsa á nýjan hátt í útlandinu.. Þegar ég loxins fann hana og stökk á hana þá kom hún tunginni sinni bara fyrir upp í munninum á mér.. :) jájá.. skiljanlega kannksi þar sem að ég er alveg með ólíkindum fögur manneskja og svo er það nú orðið á götunni að ég kunni sko að fara í sleik þannig að audda varð hún að prufa.. ;) Mér finnst þetta fallegur siður og er bara að spá í að taka hann upp.. þið ættuð bara að gera það líka! :) En þegar ég svo kom heim til mín þá blasti við mér opinn gluggi og engin Aþena.. endilega ef að þið búið í nágrenni við mig viljiði þá hafa augu og eyru opin fyrir stelpunni minni...
Í gær skunduðum við Sunna svo upp í HR og lærðum fram eftir degi (þó svo að ég hafi ekki mikið geta einbeitt mér út af áhyggjum af Aþenu)...

Í kvöld eru svo tónleikarnir sem að ég er búin að bíða eftir síðan í Maí.. Antony & The Johnsons eru á Nasa í kvöld.. :) Mikið verður gott að fara með skemmtilegu fólki á þessa dýrð! :)

linda.. @ 09:59 :: |

föstudagur, júlí 08, 2005

okkur mæðginum heilsast vel.. :) Herkúles getulausi er orðinn hress og sprækur og vonandi fyrirgefur hann mér þetta fljótt.. skil ekki hvað hann er að væla, fékk líka þetta fína tattoo í eyrað í staðinn.. Það sem að ég á reyndar soldið erfitt með að fyrirgefa er meðferðin á elzku stráknum hjá dýralækninum! Ég átti að koma með hann um 9 um morguninn og sækja hann svo seinnipartinn. Um 10 fór hann svo í aðgerðina og var síðan látinn vakna í rólegheitunum í búri.. Herkúles hatar að vera í búri þannig að hann vældi og vældi allann daginn í þvílíkri vanlíðan.. til að toppa þetta síðan alveg þá þurfti hann að vera í búrinu allann daginn með opið sár og var bara látin pissa á sig inní búrinu.. ekkert hleypt út til að pissa eða neitt... Þegar ég kom síðan með hann heim ringlaðann eftir svæfinguna þá angaði hann af þvílíkri pissulykt þannig að það var ekki hægt að knús hann!! Þetta finnst mér alveg fáranlegt.. að dýralæknastofur komi svona fram við kisurnar sem að eru í aðgerð hjá þeim..!!

Mitt læknisdót gekk þó ágætlega.. :)
  • Mætti galvösk um 13:30 með vænan skitusting vegna hræðslu við þetta helvíti..
  • fór inn með doksa
  • lagðist á vinstri hlið á bekkinn
  • hann sprautaði einhverju ógeði upp í mig (sem að ég huxa að bragðist eins og sýra) til að deyfa hálsinn minn
  • tók hendina mína til að sprauta kæruleysislyfinu í mig
  • ég sagði honum að ég væri drullu hrædd við sprautur
  • hjúkkan sagði mér hvernig ég ætti að vera með hendurnar...
  • ...ég vaknaði kl.15:30...

WHAAAAT!?? Hvað varð um þessa 2 tíma?!

  • ég missti af þessu öllu saman..
  • ég man ekki neitt..
  • ég hringdi 3 símtöl á þeim tíma til að láta fjölskyldumeðlimi vita að ég væri búin
  • man ekkert eftir því en þau segja að það hafi ekki skilist eitt einasta orð sem að ég sagði og svo hefði ég hlegið mjög mikið...
  • Mig rámar í að hafa setist upp í rúminu sem að ég var sett í til að sofa úr mér og litið í kringum mig og allt sem að ég sá kom eftir að ég leit á það..!
  • ég man að hafa huxað "shit hvað þetta er geggjað.." og dundrast aftur niður..
  • Ég "svaf" vímuna af mér...

Djöfull!!!

Í morgun þegar ég vaknaði var eins og ég væri að vakna af viku brennivísnfylleríi!! jermías!! en sá hausverkur.. en sá flökurleiki.. ég hringdi í vinnuna og mér var sagt að sofa úr mér og sjá svo til.. :) um hádegi mætti ég síðan í fíling í vinnuna til í að takast á við posavandamál heimsins... Je dúdda.. en það ævintýri..


linda.. @ 18:18 :: |

miðvikudagur, júlí 06, 2005

Já sko ég ætla alveg að halda áfram að blogga þó að enginn sé að lesa þessa síðu nema þá kannksi ég sjálf!! Læt ykkur sko ekkert hafa nein áhrif á mig..! ;)

Merkilegt þykir mér þó að þegar einhver commetnar þá er það mjög algengt að það sé commentað undir fölsku nafni.. hver er það? Huxanlega einhver úr vinnunni minni þar sem að þetta byrjaði um sama leiti og ég byrjaði í henni.. eða einhver sem að ég þekki og er að stríða Lindunni sinni.. :)

en já þetta á nú kannksi ekkert heima hérna inni því að einhversstaðar verður maður að draga mörkin um hvað maður setur á netið en ætli ég segi þetta barasta samt ekki þar sem að sumir sem að lesa/lásu bloggið mitt hafa áhyggjur af þessu...
Ég fór til læknisins í gær út mallanum mínum þar sem að mér er alltaf flökurt og maturinn minn vill ekkert vera í honum.. Læknirinn fékk smá áhyggjur og vill setja mig í magaspeglun a.s.a.p... eða á morgun kl.13:30.. ég er ekki frá því að ég sé að skíta á mig úr stressi því að ég er ekkert skotin í neinum svona hlutum... alveg nógu erfitt að fara í sptautu eða láta taka blóðprufu (sem að ég er einmitt að fara að láta taka núna þegar ég er búin með þennan pistil) hvað þá að láta deyfa hálsinn minn, spruta í mig kæruleysislyfi (kannksi soldið spennó..) og láta troða svo slöngu (myndavél) sem að ég ögn sverari en spaghettí oní hálsinn minn og niður í maga... :( ég verð síðan bara out í 7-8 tíma eftir þetta... Bara heima í móki... Hver vill koma í heimsókn og knúsa mig? get samt ekki lofað að ég hreyti af mér gríni.. Af hverju er mamma mín eða pabbinn minn ekki hjá mér..? ég er lítil í mér...

til að toppa þetta alveg þá fór ég með Herkúles minn til læknis áðan... Þurfti að fara með hann um 9 og get ekki náð í hann fyrr en um 5.. Hann var að fara í geldingu.. :/ á þessum tíma þarf hann að vera einn í búri hjá dýralækninum og Aþena að vera ein heima.. :( mér líst ekkert á þetta...

Og jæja, þar sem að ég er farin að grenja þá er bara best að bæta einu enn við.. Dagskrá sumarprófana er komin og vegna mistaka þá þarf ég að taka 2 próf sama dag.. Já já! Ég þarf að taka Aðferðarfræði og Félagsmálastefnur sama dag! Eitt kl.9 og annað kl.13:30!! Ég á ekki til eitt einasta orð.. þetta verður eitthvað skrautlegt... Þannig að stemmingin er búin og ég verð bara heima að læra þangað til.. :)

En ég er samt glöð inn í mér og þykir vænt um flest allt.. :)

linda.. @ 12:07 :: |

mánudagur, júlí 04, 2005

ring ring.... ring ring...

Eldri maður svarar;
Eldri maður; "hallúú! <á flæmsku>"
Linda; "uu, já er Belgía við..?"
E.M.; "augnablik <á flæmsku>."

Ung kona kemur í símann..

Ung kona; "hallú! <á flæmsku>"
L; "já halló, er þetta Belgía?"
U.K.; "já <á flæmsku>."
L; "Já halló, ég heitir Linda Sæberg og er að hringja frá Íslandi.."
U.K.; "já!! <á flæmsku>."
L; "ég vildi bara láta þig vita að ég er að koma til Belgíu!!"
U.K.; "ha?! er þetta satt.. Jeremías á jólum! Það er yndislegt!! <á flæmsku>"
L; "I KNOW!!!"
U.K.; "hvenær kemurðu, þú unaðslega fagra snót? <á flæmsku>"
L; "*roðn* óó, Belgía... :) *roðn* ég kem 26. ágúst um kl.12:30 til Amsterdam þá tek ég lestina til þín..."
U.K.; "ó je minn!!! Þetta eru yndislegar fréttir...!! Og hvað ætlarðu að gera okkur að glaðasta landi lengi..? <á flæmsku>"
L; "ég er að huxa um að fara aftur heim 4.september"
U.K.; "Oh je dúdda.. þetta eru yndislegar fréttir!! <á flæmsku>"
L; "já það er gott að geta glatt.. :) Hlakka til að sjá ykkur..!"
U.K.; "Sömuleiðis Frk. Sæberg, sömuleiðis..! <á flæmsku>"

linda.. @ 21:24 :: |

það þarf svo lítið til að gleðja mitt litla hjarta... :) mikið innileg hefur honum brugðið... :)

linda.. @ 16:23 :: |

Eins fallegt og mér þykir The Blowers daughter með Damien Rice þá þykir mér samt algjör óþarfi að blasta það á REAPEAT um miðnætti á stúdentagörðunum þar sem að þú heyrir manneskjuna á hæðinni fyrir neðan þig anda...
Ætli einhverjir séu að maka sig og þetta sé what gets them oooon...?

linda.. @ 00:16 :: |

sunnudagur, júlí 03, 2005

hahahaha... maður hefur nú alveg pissað á furðulegum stöðum en þessar myndir eru yndislegar.. Sýnir bara að ven jú got tú gó jú got tú gó!!

linda.. @ 16:51 :: |

föstudagur, júlí 01, 2005

Vikan er búin og get ég með hreinni samvisku sagt að hafa ekki afrekað neitt nema þá kannksi að skulda 140.000 kalli meira en í seinustu viku.. Það er stemming! jú og svo hékk ég af og til með skemmtilegu fólki og svoleiðis.. :)
Helgin er komin og hef ég ekki huxað mér að gera neitt nema bara hafa það gott... Ætlið þið að gera eitthvað..?

Í gær þá kíkti ég á Duran Duran tónleikana.. Gaman að geta sagt að maður hafi kíkt á tónleika sem að kostaði 10.000 kall inná og um 11.000 manns voru inni á... Djöfulsins veldi á manni.. :) En já, þar sem að ég er talin eiga ekkert líf þá var hringt í mig "með hálftíma fyrirvara" og mér boðið.. Það var ljúft.. Gaman að sjá þetta.. Ekki oft sem að maður sér fólk sem að er nokkrum árum eldri en ég missa þvag á tónleikum.. Konurnar voru þó yndislegastar, trylltar yfir tónum Duran Duran.. Algjört æði.. eða eins og sagt var "manni langar bara að ramma þær inn og eiga þær.." Það var alveg satt.. :) Þetta var flott show hjá þeim og maður kannaðist nú við eitthvað af lögunum.. Stoppaði bara stutt því að Despó var kl.22:25.. maður missir ekki af því! ;) En allaveganna "Takk fyrir mig.." :*

linda.. @ 09:11 :: |

..::lindan::..

GESTABÓK
póstur til mín

..::daglegi rúnturinn::..

Agnes sys
Agnes í UK
Aldí­s Bjarna
Alma
Anna Friðrika
Arnrún
Berta & co.
Birna Rún
Björt
Brynja
Bylgja Fagra
Ella frænka
Eva Dröfn
Eyfi
Ferðin mikla
Félagsráðgjafar
Frú Sigríður
Fyndnir gaurar
Guðrún Línberg
Gummó
Gyða Rós
Hafdíz
Halla Óla
Harpa
Helena
Heiðdís
Hildur Páls
Hrafnhildur & co.
Hrund
Ingibjörg Tútta
Írisin
Íris & Kristján
Íris Þöll
Jóhanna
Jóna Karen
Jökull
Kalli Fe
Kiddi
Maggý & Kamilla
Maggý
María
Margrét & co.
Palli Perfekt
Rex
Ragna Óla
Regína
Simmi margrétarbróðir
7bban
7bban líka..
Snær
Thelma litla
Unnur Jóna
Una
Vally McBally
Þóra Elísabet
Þóra Lind
Þóra Magnea

..::barnablogg::..

Bumbukriluzið okkar
Bryndís Una
Dóra Hrönn Styrmisdóttir
Elsa Margrét Jóhannsdóttir
Gísli Arnar Skúlason
Jóhann Breki Þórhallsson
Kamilla Kara Brynjarsdóttir
Klara Edgarsdóttir
Katrín Þóra Jónsdóttir
Marín Jóhannsdóttir
Saga Sjafnardóttir
Tinna Nótt Kristjánsdóttir
Þórdís Katla Sigurðardóttir

gamalt & gott..

febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006

Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com .