*
*
*
*

miðvikudagur, júní 29, 2005

Vinur minn lent í því um daginn, þar sem að hann var á golfmóti hjá fyrirtækinu sínu, að lenda á tali við stúlku sem að vann í sölutjaldi þar.. Honum leist ágætlega á stúlkuna og þau spjölluðu smá yfir daginn. Hún spurði hann um aldur og hann svaraði því að hann væri 26 ára en hafði ekki fyrir því að spyrja hana til baka.. hann gat sér þess þó til að hún væri á bilinu 19 - 22 ára.. Þegar gólfmótið var búið kom hún til hans og spurði um nr. hans sem var ekkert mál og spurði svo hvort að hún mætti "knúsa hann bless".. á því mómenti fékk hann þó smá flugu í hausinn um að eitthvað væri ekki með felldu en huxaði ekkert út í það.. Á laugardeginum fékk hann síðan sms frá henni þar sem að hann var spurður hvað ætti að gera um kvöldið.. Þau komust að því að þau ætluðu bæði að kíkja á lífið þannig að ákveðið var að vera í bandi um kvöldið.. Þau hittust ekki en spjölluðu aðeins á sunnudeginum.. Hann var aðeins farinn að huxa um skvísuna og langaði að vita hvað hún væri gömul og fleira um hana.. Hann sló henni upp á netinu og komst þá að því að skvísan var fædd 1989!!! 10 árum yngri en hann! í 10. bekk!! Ekki datt mér í hug þegar ég var í 10. bekk að hafa ðe först múv við mann sem að var 10 árum eldri en ég! Mikið innilega er æska landsins orðin frökk.. tímarnir eru að breytast...

linda.. @ 21:06 :: |

mánudagur, júní 27, 2005

Ég stóð á gólfinu yfir fréttatímanum áðan og reifst og reifst við sjónvarpið! Ég hef misst allt álit á íslenskri blaðamennsku og hann Eiríkur Jónsson er nú alveg búin að skíta á sig.. ég held að hann ætti nú bara að láta loka sig inni! Hverjum dettur í hug að gera mann eins og hann að ritstjóra slúðurblaðs.. hann er siðlaust, heimskt ógeð!
Ég hef hingað til verið ein af þeim sem að les og velti mér uppúr slúðri.. en hérna dreg ég mörkin! Það að Hér & Nú geti leyft sér að birta á forsíðu sína "Bubbi fallinn!" þegar það eina sem að hann var að gera var að reykja sígarettu.. í greininni kom svo fram að þar sem að hann væri byrjaðu að reykja væri sú hætta að hann myndi líka byrja að dópa aftur.. Bubbi & Brynja eiga börn sem að sjá þetta og dóttir Bubba sagði við hann "Pabbi ekki byrja aftur að dópa, þá deyrðu!" Að valda ungum börnum óþarfa áhyggjum til þess eins að selja blaðið! Er ekki alger óþarfi að hafa fyrirsögnina "Bubbi Fallinn!" Einungis eitt sem að fólki dettur í hug..
Í síðasta Hér & Nú var svo fyrirsögnin framan á blaðiðinu "Brynja hélt framhjá Bubba!" kom þá í ljós að eiginkona Gunnars, sem að Brynja er að deita, vill halda því fram að þau hafi verið byrjuð saman áður en að skilnaðir þeirra Bubba & Brynju og Gunnars & hennar hafi verið gengnir í gegn.. Henni fannst klárlega kominn tími til að blasta þessu í fjölmiðla því að hún sá enga þörf á að þaga yfir þessu lengur! Okey, ef að það er hennar leið á að jafan sig á skilnaðinum þá okey.. en gat hún ekki huxað út í það að bæði þessi hjón eiga börn.. heldur hún að það sé gott fyrir þau að sjá þetta á forsíðunni? Hvort sem að þetta er satt eða ekki þá er þetta röng hegðun..! Börn eiga ekki að verða vitni af svona gelgjuskap! Þessi kona kom reyndar fram í fréttunum áðan og sagði að þetta hefði ekki alveg verið svona heldur hefðu fjölmiðlar hringt í hana stanslaust og viljað fá að vita hvort að þetta væri satt.. þetta hefði síðan endað með því að starfsmenn Hér & Nú hefði sagt við hana "þetta verður birt hvort sem að þú segir frá þessu eða ekki!" Þannig að frúin í pirringu sínum sagði að þetta væri satt.. Er það satt að slúðurblaðamenn séu að hóta þjóðinni til að geta birt sem mest krassandi slúður?! Er þetta ekki gengið of langt!? Í viðtali sínu við Ísland í dag í kvöld reyndi Eiríkur Jónsson að réttlæta þetta með því að segja að Bubbi væri kóngurinn! Ég bara spyr; er réttlætanlegt að ganga alltof langt, valda fjölskyldu Bubba og þá líka Gunnars (Brynju deits) svakalegri vanlíðan, láta börnin þeirra sjá þessar forsíður og koma af stað ranghugmyndum í hausinn á þeim og vinum þeirra sem að fá ranghumyndir um foreldra vina sinna og gera öllum þeim sem standa þessum fjölskyldum næst lífið að lifandi helvíti vegna þess að BUBBI ER KÓNGURINN?!?! Ég átti ekki eitt aukatekið orð! Þegar Eiríkur komst að því að "hin konan" (kona Gunnar Brynju deits) hefði sagt í fréttum að þetta hefði ekki verið svona og að hún hefði ekki leyft þetta viðtal kallaði hann hana lygara í beinni útsendingu.. Hann tilkynnti það að hann ætti þetta viðtal á teipi og minnsta málið væri fyrir hann að mæta með það í Ísland í dag annað kvöld og leyfa öllum að heyra það... Er það fagmannlegt að hóta þessari konu að blasta viðtalinu fyrir alþjóð í beinni útsendingu fréttatímans!? Eiríkur toppaði þetta svo algjörlega með því að svara því þegar hann var spurður hvort að hann sæji eftir einhverju í sambandi við þetta þá huxaði hann sig um í smá stund og sagði "já, ég sé eftir að hafa komið hingað!" Þessi maður lét mig verða svo reiða því að hann gekk svo langt.. í mínum augum er þetta ekkert nema gamall kall sem að reykir hass því að hann heldur að það sé cool og svo er þetta barnalegt, siðlaust ógeð!
Ég verð að segja að mér finnst algjörlega rétt hjá Bubba að leggja fram kæru á þetta blað og mér finnst eins og hann eigi að ganga skrefinu lengra og hætta að starfa fyrir 365!! Það er klárlega algjörlega fáranlegt að vera að vinna fyrir þá og svo eiga þeir blaðið sem að er að rústa lífinu hans..!!

linda.. @ 22:25 :: |

sunnudagur, júní 26, 2005

fékk sms frá vini mínum kl.10 í morgun um að það væri 30 stiga hiti og sól í Danmörku... Ég vill fá nokkrar góðar ástæður fyrir því af hverju ég bý ekki þar!!

linda.. @ 15:14 :: |

föstudagur, júní 24, 2005

Je dúdda mía hvað sumir geta verið húmorslausir.. holy moly! það er eiginlega bara skondið..
Í gær fékk ég sms um það að ég væri lauslát drusla (er hægt að vera drusla án þess að vera lauslát?!).. ástæða lausláta drusluleikans míns er sú í fyrsta lagi að ég hafði orð á því í seinasta bloggi mínu að þvottahúsavinur minn, sem vinkona mín er að deita, væri myndarlegur og í öðru lagi vegna þess að ég gæti ekki beðið eftir að sjúga einhvern strák!!? Ég átti nú ekki til mörg orð yfir þessu en hló nú samt inní mér.. Ég get ekki sagt að ég sé með skitusting úr spennu yfir að sjúga hann "Sogfús" (þó klárlega það væri með eindæmum fyndið að sjúga mann sem að héti Sogfús).. Í fyrsta lagi hef ég ekki tekið mér það fyrir hendur hingað til að sjúga ókunnuga menn, í öðru lagi snerist samtal okkar "Sogfúsar" ekki neitt um mig að sjúga hann heldur um að ég vildi læra meira um siðinn að halda upp á sogaldur því að það mun ég klárlega gera í mínu uppeldi - að halda upp á sogaldur - og í þriðja lagi, sem að mér finnst klárlega merkilegast, þá er "Sogfús" ekki til!!

Þess vegna vill ég biðja fólk um að lesa betur það sem að stendur á blogginu mínu áður en það fer að æla á sig úr geðveiki yfir að ég sé lauslát drusla!!

Eeeeeeen að ALLT ÖÐRU... Í dag hafði ég huxað mér að hætta að vinna á milli 2 og 3 (á reyndar eftir að ræða það við vinnuna mína..) þar sem að ég ætla að fara að knúsa móðir og systur sem að voru að koma heim frá USA.. Hafði ég huxað mér að knúsa þær til að svona hálf 6 eða svo því að þá þarf ég að skunda heim í partý dressið þar sem að Anna Friðrika er að halda upp á ammlið sitt í kvöld.. Fyrst mun hún bjóða mér og Jökli okkar í mat uppúr 7 og síðan upp úr 10 munu skvísur og gæjar bæjarins safnast saman með glas í annarri og góða skapið í hinni... :) ef að við förum á dansið þá vonandi hittir maður ykkur..
Á morgun er svo Hrund að halda upp á ammlið sitt og mun ég kíkja þangað í einn knús eða svo og hitt er algjörlega óráðið.. kannksi bara eitthvað fallegt og rólegt.. en hver veit... :)

linda.. @ 08:48 :: |

miðvikudagur, júní 22, 2005

Í vinnunni í dag heyrði ég orðið "sogaldur"... Það fóru á stað miklar umræður um það hvaða aldur það er. Vill ég helst ekki gefa það upp hvaða tölur fóru á loft þar sem að sá möguleiki er ávallt fyrir hendi að einhver viðkvæmur, já eða bara löggan myndi koma inn á síðuna mína.. leiðnlegt ef að strákarnir verða kærðir eða eitthvað þess háttar.. :) Ég hef nú heyrt margann sorann yfir ævina en aldrei hef ég heyrt þetta orð.. er ég sú eina? vitiði eitthvað um þetta? er til sérstakur aldur þar sem að stelpur er "komnar á sogaldurinn"? er það langt áður en þær eru komnar á "sofa-hjá-aldurinn"? ég varð alveg smá miður mín við þessi orð...

Og já, þvottahúsavinur minn er að byrja að deita vinkonu mína.. en skemmtileg tilviljun.. :)

Og bylgja mín setti inn bleikt commentakerfi hjá mér.. :) en fallegt..

linda.. @ 16:11 :: |

já þakka ykkur fyrir.. vonandi áttuð þið fallegt kvöld í gær.. ég átti með eindæmum fagurt kvöld sem að innihélt meðal annars tiltekt, fataþvott, föndur og ýmislegt fleira.. ;) en nóttin var án efa hin furðulegasta.. vaknaði hægri vinstri með þá tilfinningu að nú ætti ég að vakna í vinnuna - huxanlega því að það var svo fjandi bjart úti - þetta toppaði ég svo kl.6:35 þegar ég FLAUG framúr og byrjaði að henda mér í fötin eins og geðveik kona því að ég átti að ná strætó kl.7:49..!! einhver misskilningur þarna á ferð.. já Linda mín, klukkan er hálf 7 EKKI hálf 8!! Í nettum pirring en samt flissandi inní mér lagðist ég aftur í rúmið í brjóstarhaldara og hálf í sokkabuxunum því að ég ætlaði sko að ná svefni til 7.. og vaknaði síðan kl.7:34!! Djöfull!!
En það er gaman að það skuli vera sól í dag og gott veður.. ég get þá kannski notið dagsins þar sem að ég er að rölta niður laugarveginn.. :)

Móðir og systir koma heim á föstudaginn.. :) það verður gleði.. ekki einugis vegna þess að ég fæ pakka heldur líka því að það er ávallt gleði að knúsa þær.. :)

Oooog, í gær eignaðist ég þvottahúsavin.. :)

linda.. @ 08:50 :: |

þriðjudagur, júní 21, 2005

...Í nótt er sumarsólstöður og er það þá lengsti dagurinn á árinu og sest sólin ekkert.. Mikið þykir mér það fögur huxun og finnst mér eins og allir ættu að reyna að deila þessari nótt með einhverjum sem að þeim þykir vænt um.. eins og til dæmis MÉR.. :)

linda.. @ 13:28 :: |

fimmtudagur, júní 16, 2005

Það er ekkert að gerast á þessari síðu.. er ekki komin með netið í Svítuna og svo finnst mér eins og það sé engin umferð hingað inn lengur og þar af leiðandi er ég ekki spennt fyrir að skrifa fyrir engan... En ég sé til ef að ég hef eitthvað skemmtlegt að segja..

En það sem að ég hef að segja er:
  • Er búin að vera vinna eins og vindurinn.. ekki leiðinlegt að vera á launum við að labba niður laugarveginn og tjékka á búðunum, taka síðan 5 mín. í að setja hugbúnaðinn inn í posana og rölta áfram.. :) Þetta er ljúft!!
  • Líður svaka vel í Svítunni, hún er fín og sæt.. :)
  • Miri er að koma til Rvk á morgun og ætlar að vera fram á sunnudag en þá á hún flug aftur heim.. :( en ég sé hana nú í ágúst þegar ég flýg af landi brott.. :)
  • 17.júní er á morgun og þá fer maður í bæinn - vel klæddur þar sem að það er alltaf kalt á 17.júní. Er ekki búin að ákveða hvað ég ætla að gera þar nema að ég ætla að sjá Hjálma!
  • Á laugardaginn ætla ég síðan aðeins að fara að dansa í bænum með Miri minni og vonandi hitti ég eitthvað af skemmtilegu fólki.. :)

Jæja mýs.. heyrumst seinna.. :)


linda.. @ 08:46 :: |

miðvikudagur, júní 08, 2005

Móðir & systir farnar til Bandaríkjana með langann lista frá frumburðinum um gjafir frá úglandinu.. :)

Í allann dag keyrði ég Lexus í vinnunni.. Mikið innilega var það ljúft!

Og Gyða; Kíktu í heimsókn...!

linda.. @ 16:20 :: |

mánudagur, júní 06, 2005

Konan er flutt á Stúdó og verð ég að segja að það er nú bara einstaklega fínt.. Svítan er hin sætasta og er ég svona smátt og smátt að færa einn hlut fram og til baka til að sjá hvar hann kemur best út.. Versta er svo að hengja upp á vegg í svítunni því að eitthvað má nú ekki bora eða negla í vegginn heldur verður að gera þetta allt saman í einhverja lista efst á veggnum... Þetta er hin mesta gestaþraut hvernig best er að gera þetta en kemur auðvitað allt á endanum... :) hlakka nú bara til að bjóða ykkur í kaffi og með því...
Á Föstudagskvöldið (eftir að vera búin að negla Norðurlandameti, ef ekki Evrópumeti í uppköstum) brunaði ég á Keflavíkurflugvöll að ná í hana Miri mína.. :) En sú gleði og læti sem að mynduðust þegar frúin kom í gegnum hliðið.. nóttinni eyddum við síðan í sófanum heima með kerti, bjór og osta.. Mikið var það nú fínt! Laugardagurinn var tekinn snemma með morgunmat í rúmið (handa mér.. mikið innilega er ég gestrisin..) og síðan farið á austurvöll með bjóra og harðfisk... Eyddum við síðan öllum deginum drekkandi bjór í yndislega veðrinu með skemmtielgu fólki.. Mikið innilega byrjar þetta sumar vel!! Um kvöldið var skellt í dýrindismáltíð og boðið henni Thelmu heim. Hjálmar voru teknir með trompi uppúr miðnætti og síðan rölt um bæinn með gömlum vinum fram undir morgun... Þynnkan mætti síðan heim um 10 um morgunin og kom sér bara vel fyrir fram á kvöld..

En auðvitað byrjaði dagurinn í dag með fréttum sem að ég á bara ekki orð yfir...!! Velvet Revolver tónleikunum hefur verið aflýst! Af þremur tónleikum sem að ég hafði huxað mér að fara á er búið að fresta einum og aflýsa einum!! Er þetta ekki fuðuleg hegðun?! Ég er ekki sátt!

linda.. @ 09:00 :: |

fimmtudagur, júní 02, 2005

hahaha... þetta er nú slgjör snilld... :)

linda.. @ 12:31 :: |

..::lindan::..

GESTABÓK
póstur til mín

..::daglegi rúnturinn::..

Agnes sys
Agnes í UK
Aldí­s Bjarna
Alma
Anna Friðrika
Arnrún
Berta & co.
Birna Rún
Björt
Brynja
Bylgja Fagra
Ella frænka
Eva Dröfn
Eyfi
Ferðin mikla
Félagsráðgjafar
Frú Sigríður
Fyndnir gaurar
Guðrún Línberg
Gummó
Gyða Rós
Hafdíz
Halla Óla
Harpa
Helena
Heiðdís
Hildur Páls
Hrafnhildur & co.
Hrund
Ingibjörg Tútta
Írisin
Íris & Kristján
Íris Þöll
Jóhanna
Jóna Karen
Jökull
Kalli Fe
Kiddi
Maggý & Kamilla
Maggý
María
Margrét & co.
Palli Perfekt
Rex
Ragna Óla
Regína
Simmi margrétarbróðir
7bban
7bban líka..
Snær
Thelma litla
Unnur Jóna
Una
Vally McBally
Þóra Elísabet
Þóra Lind
Þóra Magnea

..::barnablogg::..

Bumbukriluzið okkar
Bryndís Una
Dóra Hrönn Styrmisdóttir
Elsa Margrét Jóhannsdóttir
Gísli Arnar Skúlason
Jóhann Breki Þórhallsson
Kamilla Kara Brynjarsdóttir
Klara Edgarsdóttir
Katrín Þóra Jónsdóttir
Marín Jóhannsdóttir
Saga Sjafnardóttir
Tinna Nótt Kristjánsdóttir
Þórdís Katla Sigurðardóttir

gamalt & gott..

febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006

Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com .