*
*
*
*

þriðjudagur, maí 31, 2005

Æj oh! ég ætlaði ekkert að tala við ykkur fyrr en commentið væri komið í lag en ég veit ekki hvern djöfulinn gengur að því.. Vona samt að þið látið það ekki stoppa ykkur og spjallið saman og við mig í gestabókinni í staðinn.. :)

nenni ekkert að segja ykkur frá seinustu helgi og tjúttinu mínu en ég fór út að leika og það var mjög gaman...
eeeeeen aðal málið er það að ég fékk lyklana að stúdentagörðunum í dag!!! :) en sú djöfulsins gleði.. :) á morgun flyt ég svo bara inn... ég er að segja ykkur það.. :)
smá söknuður til Jakasels enda með eindæmum sæt íbúð...
Þrátt fyrir að þetta séu yndislegar fréttir þá er þetta nú samt ekki all... Vitiði hvað!? eða nei alveg rétt má ekki segja ykkur það strax, en á föstudaginn fæ ég uppáhalds manneskjuna mína í öllum geiminu í heimsókn til mín og ætlar hún að eyða helginni með mér í kúri, bjór, spjalli og öllum æðislegheitunum í nýju í búðinni minni... :) Mikið innilega er þetta gaman... :)

linda.. @ 18:56 :: |

þriðjudagur, maí 24, 2005

hvar er tussu commentakerfið!!?

linda.. @ 19:52 :: |

mánudagur, maí 23, 2005

Þetta var nú meiri rólyndishelgi...
Eftir að fyrsta vinnuvikan leið skundaði ég í ammli á Prikið.. Verð ég nú að segja að það var nokkuð skemmtilegt og var þar saman kominn fríður og líflegur hópur.. :) Bjór var í boði og var setið og súpt eitthvað frameftir..
Um helgina fór Lindan í sund með Mentor barni sínu sem að kom vinum og vandamönnum innilega á óvart því eins og þeir sem að standa henni næst vita þá fer hún ekki í sund nema algjörlega tilneydd... Já nei nú er breyting á skal ég segja ykkur.. Nú förum við Anna Friðrika með vinum okkar í sund í hvert einasta sinn sem að sólin kemur á himininn... :) já ég held það barasta!! :)
Ekkert varð úr Júróvísjón partýstandinu okkar Önnu og má þar kenna um að Anna hafði verið nokkuð kammó við bakkus á föstudagskvöldið og ástandið leyfði ekki tjúttkvöld 2 og Lindan hafði safnað sér 4 FRUNSUM!! Getur einhver sagt mér hvernig í helvítinu er hægt að vera með 4 fokking frunsur!! 4!!!!! Og til að toppa þetta þá voru þær sko 5 til að byrja með en 2 sameinuðust! Það er eins og þær séu lifandi... vill ég nú samt alveg taka það fram að það var ekki málið að ég vildi ekki láta sjá mig með þessi helvíti í andlitinun á laugardagskvöldinu heldur fylgir þessu alveg djöfulsins slappleiki... Hafiði heyrt aðra eins vitleysu..? Ég á ekki eitt einasta orð! en þær eru nú smátt og smátt að verða grænar og ógeðslegar og svo hverfa..
*ég á eftir að pipra út lífið ef að þessi lýsing fer lengra!* Þannig að ég lá bara frameftir og horfði á Júró og Desperet Houswifes.. einnig fékk ég símtal frá Miri minni þar sem að hún var stödd í ammlipartý og þegar ég svaraði þá komu tárin og eina sem að þetta 15 mín símtal bar með sér var ískur sem að var (ef vel var hlustað) við að segja "ég sakna þín svooo!" og " hlakka svo til að koma til þín!" og grenj...! Það er svo fínt og verður svoooo fínt að stökkva til hennar Miri minnar.. :) einnig hringdi hún mamma mín í mig vel í glasi á laugardagskvöldið og áttum við svona vinkvenna samtal.. Það er ávallt fínt. Mamma mín er nú algjört æði eins og þeir sem að þekkja hana vita.. :)
Aaaaaaaaanyways... Sunnudagurinn var tekinn í lommerílomm yfir gilmore girls og nammi og síðan náði hún Anna mín í mig í bíóferð um kvöldið á Wedding Date... Yndisleg var myndin en engann veginn rétti tíminn hjá Lindunni til að horfa á svona fagra ástarmynd....
Núna er bara tekin við ný vinnuvika og við skulum vona að hún verði ögn skárri en hin fyrri....

*ég ákvað að sleppa því að ræða um það að Unnur Birna hafi verið kosin Ungfrú Ísland...!!*

linda.. @ 09:00 :: |

laugardagur, maí 21, 2005

Fyrir nokkrum árum kom upp mál um stúlku sem að var nauðgað á einn hrottalegasta hátt sem að ég hef vitað af! Ég man eftir því að mér leið svo illa inní mér eftir að ég frétti af þessu því að stúlkan er á mínum aldri. Hún var í huganum á mér dag og nótt og einhvern veginn gat ég ekki ýmindað mér hvernig er hægt að lifa svona hlut af.. en auðvitað er eitt að lifa af og annað að liiifa af! Að lenda í þessu er eitthvað sem að enginn getur ýmindað sér og manni finnst þetta ekki eiga að geta gerst.. Fyrir 17 ára gamalt barn! Hræðilegasta við þetta, ofan á allt, er það að manndjöfullinn fékk ekki nema 3 ára dóm!! Hvernig er það hægt?! Mannslífið hlýtur nú að vera meira virði en þetta!!
Í dag datt ég inn á síðu þar sem að var verið að ræða þetta.. Mig langar til að benda ykkur á að lesa það.. Hérna er hún.

linda.. @ 18:05 :: |

föstudagur, maí 20, 2005

Ég er svo hissa.. ég sá þetta ekki fyrir mér! Mér fannst Selma & co. standa sig drullu vel og fannst þær og lagið vera ein af mörgum bestu atriðunum... er leið!

En er samt ekki tjútt á laugardaginn? mikið langar mig að fara á NASA og dansa við Palla minn og fleiri júró stjörnur.. Anna mín, mannstu seinast þegar við vorum saman á Palla (..humm?).. mikið innilega var gaman.. erum við kannksi geim í það aftur? Annars er ég mjög opin manneskja og er nánast til í hvað sem er... :)

linda.. @ 09:29 :: |

fimmtudagur, maí 19, 2005

Ég á ekki til eitt einasta aukatekið orð!! Má þetta?!

linda.. @ 17:34 :: |

miðvikudagur, maí 18, 2005

takk kærlega fyrir að upplýsa mig um hvítasunnudaginn.. :)

Nú er maður búin að vinna 2 daga í sumarvinnunni sinni er samt ekkert farin að gera það sem að ég á að vera að gera í sumar... en sögur segja að ég muni byrja innan skamms..
Gunnar Gunnars er að vinna með mér og verð ég nú að segja að það bjargar mér alveg.. ávallt líf og fjör í kringum hann og gaman að hafa einhvern sem að maður þekkir.. :) En þetta leggst nú bara ágætlega í mig og hlakkar mér bara til að fara að byrja á mínu starfi...

Í gær komu 2 einkunir inn.. Fyrir fjölskyldur og fjölskyldustefnur & ofbeldi og vanrækslu í fjölskyldum.. þeir sem að ekki vita þá var ég nú nokkuð viss um að hafa fallið í ofbeldi en getið menn.. ÉG NÁÐI!! já fólk mitt ég náði báðum prófunum! Þá á ég bara eftir að fá úr aðferðarfræðinni og huxa ég nú að það verði ekki eins mikið gleði..

en lífið gengur sinn vanagang.. flytja eftir 2 vikur, ömurlegir hlutir að gerast en vonandi verður það batnað fljótt..

linda.. @ 19:16 :: |

mánudagur, maí 16, 2005

Helgin er búin..
Klipping fór ekkert svo vel.. hún sigrún mín klippti hárið mitt eitthvað skrítið og er ég ekkert búin að vera ánægð með það.. :(
Siggu kvöldið mitt var fínt.. fór heim til hennar að borða og súpa á smá bjór.. mikið er það fínt! Síðan röltum við Sigga og Benna niður á Arann þar sem að Margrét og Anna Friðrika hittu okkur. Kvöldið var rólegt og stutt því að ég var komin heim til mín um 3..
Gömlu Kempurnar hættu við að fara út að borða á laugardagskvöldinu vegna þess að Heiðdís var þunn sem helvíti, Steinunn komst ekki og Sunna þurfti að læra ögn lengur þannig að við hittumst bara heima hjá Þóru Elísabet, ég, Vallý og Petra þar sem að við borðuðum pizzu og súptum á bjór.. :) síðan kíktum við í efnafræðipartý til kærasta Sunnu sem að tók upp á því að ruglast á spúsu sinni og Þóru Elísabet og strak nett á rass Þóru.. þeir sem að þekkja þær sjá það að það er vel hægt að ruglast aftan á þeim þannig að Kristján slapp vel.. hefði verið annað ef að þetta hefði verið ég eða Vallý! Ég hef svo sem engin orð um þetta partý að segja nema það að þegar við vorum að bíða eftir bíl í bæinn lentum við í rökræðum við mjög skondna stelpu.. hún vissi ekkert alveg hvað hún var að segja og talaði barasta í hringi.. hún var fyndin.. :)
Farið var niður í bæ.. á Arann og hitt nokkra skemmtilega Austfirðinga.. setið og drukkið og sungið og hitt fólk sem að maður hefur ekki hitt lengi lengi.. Íris mín sætasta kom og sat og drakk og söng með okkur.. það var gaman.. og um 3 var lokað og við Vallý tókum taxa heim.. Það gerðist ekkert skemmtilegt eða frásögum færandi nema að ég hitti fólk sem að ég hef ekki hitt lengi og það var gaman og hitt fólk sem að mér þykir mjög svo gaman að hitta og heimtaði sleik.. Mikið er fínt að fá sleik.. Markmið matarklúbbsins var að fara í sleik þetta kvöld, eitthvað var talað um Kristinn Björnsson en þar sem að ein úr klúbbnum var ekki með á Aranum þá veit ég ekki hvernig það fór.. ;)
Hvítasunnudagur fór í svefn og þunglyndi og bíóferð sem að var skemmtilega furðuleg.. :) Hey, veit einhver af hverju hvítasunnudagurinn er?? Það virðist enginn vita af hverju.. taxamaðurinn sagði að hann væri vegna stofnun kristkirkjunnar... Getur það verið?!

Jæja, nenni ekkert að skrifa meira því að ég hef ekkert að segja.. er bara að skrifa til að draga það lengra að taka til!

Langar bara að segja að ég er ekkert sátt við ákvörðun Margrétar, Siggu Fanneyjar, Bylgju og Vallý að vera í sveitinni í sumar...!!

linda.. @ 15:47 :: |

föstudagur, maí 13, 2005

Það er alveg ömurlegt að vakna við hræðilegt sms.. Þetta eru fréttir sem að ég var ekki undirbúin undir. Eiginlega veit ekki hvað ég á að gera!
Anna Friðrika mín sendi sms um að það væri búið að loka btefnet.. síðan sem að við notuðum til að downloda þáttum á borð við The O.C, L-word, Scrubs, Will & Grace og fleiri.. seríum sem að eru ekki komnar til Íslands.. Þetta er hræðilegt! Þó svo að háskólanetið verði nokkuð ánægt þar sem að við áttum alltaf nokkur % af dagsnotkuninni.. :)
En hvað eigum við nú að gera?? 23. þáttur af O.C kom inn í dag og 22. endaði roooosalega!

linda.. @ 11:47 :: |

miðvikudagur, maí 11, 2005


Elzku Maggý og Binni.. Til hamingju með prinsessuna.. :)

Já okey.. get ekki sagt að þessi Auglýsingatími hafi gengið alveg upp nema að Kristín Elfa ætlar að fá þvottavélina/þurrkarann á nýja gistiheimilið sitt.. Vona bara að díllinn um að ég og Sara fáum að gista þarna í sumar sé ennþá í gangi og þetta lán ýti undir það.. ;) Anna Friðrika er nú eitthvað að gæla við það að fá sófalinginn minn lánaðann... Hann er yndislegur og sé ég fram á kósý stundir í honum fyrir framan hljóðlausa sjónvarpið... hahaha.. :)

Það er nú yndislegt að vera búin í prófunum.. en ekki jafn yndislegt að þurfa samt að tussast upp í Odda og gera ritgerðIR.. En það er að klárast.. :)

Í dag upp í Odda sá ég stelpu sem að ég kannaðist nú fjandi mikið við.. eftir að vera búin að velta þessu fyrir mér þá tölti ég upp að henni og spurði hana hvort að hún héti ekki Rakel Rán.. hún hélt það nú.. Haldiði að þetta hafi ekki verið gömul pennavinkona mín til fjölda ára sem að ég er ekki búin að tala við síðan ég var um 16 ára.. Við náðum nú nokkuð vel saman á yngri árum, hún var villingur eins og ég (þó hún hafi nú toppað mig) og er pían sem að sendi mér sígó í kassettuboxi þegar ég var að byrja að reykja í 7.bekk... :) en yndislegur tími.. :) Við spjölluðum og spjölluðum áðan og það var ekkert smá gaman að hitta hana aftur eftir svona langann tíma.. :) án nú vonandi eftir að rekast á hana aftur þar sem að hún er í HÍ og býr rétt hjá mér á Stúdó.. :)

Það er nú að verða komin mynd að helgina.. :)
Ég ætla að byrja þetta á því að fara í klippingu og litun á föstudeginum til að gera mig fína fyrir hana Siggu mína því að um kvöldið ætla ég að fara með henni Siggu minni á smá rölt.. Það er svo fínt að fara með Siggu sinni.. Því miður verður þetta í seinasta sinn í langann tíma þar sem að Sigga mín er að yfirgefa mig yfir sumarið.. :( En þá er best að nota tímann vel á meðan Sigga mín er hjá mér.. Eitthvað var Margrét mín búin að tala um að kíkja á okkur þar sem að elzkan mín er líka að yfirgefa mig daginn eftir.. :(
Á laugardeginm ætla svo Gömlu Kempurnar að fara út að borða á Ítalíu og verður það einnig í seinasta sinn fyrir sumarið þar sem að Vallý mín er að fara frá mér líka... Því er um að gera að nota það kvöld nokkuð vel og ætlum við að kíkja svo eitthvað í partý eða á töltið eða eitthvað fallegt...
Væri nú gaman þarna inní þessu að kannksi rekast á skvízurnar Írisi og 7bbu sem að ætla að vera blekaðar um helgina.. :) svo myndi það nú toppa allt saman ef að ég myndi rekast á alla sem að mér þykir vænt um og myndi fá einn sleik frá þeim... oh, það væri svo fínt.. ;)
Ég byrja þetta nú samt bara heima hjá Siggu minni í kvöld þar sem að einhverjar stúlkur ætla að hittast. huxanlega með bjór, og horfa á úrslitin í Amercans Next Top Model og svo sennilega taka smá spil eftir á... Mig hlakkar barasta til.. :)

linda.. @ 15:22 :: |

mánudagur, maí 09, 2005

Auglýsingartími....

  • Til að byrja með vill ég auglýsa íbúðina mína... Þetta er yndisleg stúdíóíbúð í Jakaseli 25, kjallara. Hún er 45 fm á 35.000 kall.. Henni fylgir ískápur, fataskápar og sérbílastæði.. Í henni er fínt anddyri, stórt og gott baðherbergi og þvottahús/geymsla... Á efri hæðinni búa eldri hjón sem að eru algjörir englar og vilja allt fyrir mann gera.. Íbúðin er í geggjuðu hverfi og 5 mín. gangur í Krónuna, sjoppu og vídjóleigu.. Strætó númer 111 stoppar í 3ja mín. fjarlægð og fer beint niður á Lækjartorg, framhjá Kringlu og HÍ.. Ef að einhver hefur áhuga eða vill myndir af henni þá bara hafa samband við mig...

  • Næst vil ég auglýsa sófa til sölu.. Þetta er brúnn leðrusófi sem að er 3ja manna en rúmar vel 4.. Hann er soldið tuskaðu til en að mínu mati mjög töff svoleiðis og svoooo þægilegt að kúrast í honum... Ef að einhver hefur áhuga eða vill myndir af honum þá bara hafa samband við mig...

  • Næst vill ég auglýsa eftir sjónvarpi... Helst 28" eða stærðina fyrir neðan.. Get ekki gefið milljón fyrir það en get alveg gefið smá.. :) Ef að einhver á eða veit um þá er bara að hafa samband við mig...

  • Að lokum óska ég eftir einhverjum sem að vantar hin nauðynlegu tæki þvottavél og þurrkara... Þetta er bæði þvottvél og þurrkari, glænýtt (síðan í ágúst 2004) og mig vantar að láta geyma þetta fyrir mig um ókominn tíma þar sem að ég er að flytja á Stúdó og þar er víst sameiginlegt svona dótarí... Ef að einhver hefur áhuga eða veit um einhvern endilega hafa samband við mig...

Jæja þá er þessum auglýsingartíma lokið eins og er.. :) vonandi gengur þetta upp svona.. :)


linda.. @ 21:43 :: |

Ertu að grínast... en fagurt!! Mikið hlakkar mér til að heyra þetta.. :)

linda.. @ 17:06 :: |

laugardagur, maí 07, 2005

Já.. ég er búin!

Úff, þetta var nú ekkert smá erfið törn.. Um það bil 16 - 18 tíma lestur á sólarhring, lítið borðað og eiginlega bara lifað á orku tei sem að við Sara höfðum fulla trú á.. :) En þrátt fyrir ömurlegheitin var svo gaman hjá okkur.. Galsinn tók öll völd og brandararnir voru svo fínir og við skemmtum okkur svooo vel.. :) en mikið er ég nú samt fegin að vera búin! Vill samt ekkert tala um hvernig mér gekk... o-ó!!
Eftir prófið í dag var skundað í ljós og svo heim að gera fínt og lita augabrúnir og fara í sturtu og breytast út rússnesku ógeði í íslenska mær síðan lagst upp í rúm og horft á L word... :) en hvað þetta er fínt..
Reyndar þarf ég að skila 3 ritgerðum í maí en það er ekkert mál miðað við allt sem að er búið að gana á síðustu daga... úff!

En jæja, ætla að sofa...

linda.. @ 18:08 :: |

föstudagur, maí 06, 2005

Ég er nú meiri píkan...

Elzku Þóra hóra.. Til hamingju með ammlið í gær... Voandi áttirðu yndislegan dag! :)linda.. @ 14:07 :: |

fimmtudagur, maí 05, 2005

Jæja.. það þýðir nú ekkert að grenja eins og vitleysingur lengi þó svo að maður hafi fallið í prófi...
Ég mætti í stuði upp í Odda kl.9 í morgun til að byrja á Aðferðarfræðinni.. Núna er kl.23 og eg er einungis búin að fara yfir 20 blaðsíður af glósum og skrifa 15 nördaspjöld eftir henni Arnrúnu minni.. Ég er ekki frá því að það verði nú eitthvað leiðinlegt prófið á laugardaginn....

En betri fréttir.. Þegar ég mætti í morgun og tjékkaði á póstinum mínum var meil þar frá Stúdó (stúdentagörðunum) þar sem stóð að ég hefði fengið úthlutað íbúð..!!! En sú gleði... Um 3 leytið í dag skunduðum við Sara síðan upp á Eggertsgötu 24 eftir mikla íhugun og bönkuðum upp á í íbúð 412 (verðandi býli mín) og báðum um að fá að skoða íbúðina.. :) Íbúðin er æði, öðruvísi og stærri en hinar... :) Eitthvað var þó skotið á mig í dag þar sem að þessi íbúð er upprunalega gerð fyrir fatlaða.. Eftir þetta var farið beint upp á skrifstofu garðanna og skrifað undir samning.. Þetta tók ekki langan tima.. :) Frá og með 1.júní mun ég verða ein af genginu á stúdó, með brjóstin úti... ;) Skondið var svo þegar ég frétti það að hann Goggi minn býr í næstu blokk með spúsu sinni... Sunnudagsmorgunkaffið til skiptis hjá okkur.. :)

linda.. @ 11:04 :: |

AMMLIKVEÐJUR DAGSINS Í GÆR...

Guðrún Línberg átti ammli.. innilega til hamingju með það..
&
Bjössi litli (híhí.. ) átti líka ammli... til hamingju með daginn drengurinn minn..
Leiðinlegt þykir mér þó hvað ég var í vondu skapi á deginum ykkar.. Ég bæti ykkur þetta upp. Lofa!!

linda.. @ 10:56 :: |

þriðjudagur, maí 03, 2005

Eftir að vera búin að læra 16 til 18 tíma frá því á laugardaginn fyrir prófið í dag þá settist ég inn í prófið kl.13:30 með skitustinginn í maganum út af stressi...
Kl.13:40 horfði ég út um gluggann og huxaði með mér hvort væri betra að taka þetta upp í sumar eða sitja hann aftur...
Kl.16:00 labbaði ég út eftir að vera einungis búin að skoða fólkið úti, skíta á prófið og óska þess að horið mér væri ekki svona vont heldur eins og súkkulaði á bragðið....

Hver vill kenna mér aðferðarfæði fyrir laugardaginn?

linda.. @ 17:59 :: |

... ég fór aðeins út áðan og það voru hvít korn á jörðinni...
Má það??

linda.. @ 00:36 :: |

mánudagur, maí 02, 2005

Je minn mér finnst þessi texti algjört æði...

Slappaðu af
þótt þú sért tryllt þá veistu vel
að stundum þú gengur fram af mér.
Stundum ertu ferleg bæði frek og kröfuhörð,
finnst stundum sem þú sért ill úr garði gjörð.
Eins og brjáluð hundstík í stórri kindarhjörð.

Slappaðu af
ef þú vilt ég lifi þetta af.
Því skaltu reyna að halda kjafti og slappa svolítið af.
Því þú ert svo villt, þú ert svo tryllt
það versta við þig er hve oft þú verður villt...

Mér finnst þetta algjört æði.. ætli einvher hafi samið þetta um kéllinguna sína..?

* ég ER að læra!! *

linda.. @ 21:47 :: |

sunnudagur, maí 01, 2005

Jeremías á jólum!! ég er að missa þvag... hér sit ég með 4 stelpum að lesa fyrir Ofbeldi og vanrækslu í fjölskyldum og dettur þá út úr einni af þeim að það sé verið að fara að opna ALVÖRU H&M BÚÐ Á ÍSLANDI!! Ég er að segja ykkur það fólk mitt...!
En sú gleði.. það er svo gaman þegar maður fær svona fagrar fréttir þegar maður er að lesa undir próf.. vonandi á eitthvað fleira eftir að gleðja mig í dag.. :)

linda.. @ 13:40 :: |

..::lindan::..

GESTABÓK
póstur til mín

..::daglegi rúnturinn::..

Agnes sys
Agnes í UK
Aldí­s Bjarna
Alma
Anna Friðrika
Arnrún
Berta & co.
Birna Rún
Björt
Brynja
Bylgja Fagra
Ella frænka
Eva Dröfn
Eyfi
Ferðin mikla
Félagsráðgjafar
Frú Sigríður
Fyndnir gaurar
Guðrún Línberg
Gummó
Gyða Rós
Hafdíz
Halla Óla
Harpa
Helena
Heiðdís
Hildur Páls
Hrafnhildur & co.
Hrund
Ingibjörg Tútta
Írisin
Íris & Kristján
Íris Þöll
Jóhanna
Jóna Karen
Jökull
Kalli Fe
Kiddi
Maggý & Kamilla
Maggý
María
Margrét & co.
Palli Perfekt
Rex
Ragna Óla
Regína
Simmi margrétarbróðir
7bban
7bban líka..
Snær
Thelma litla
Unnur Jóna
Una
Vally McBally
Þóra Elísabet
Þóra Lind
Þóra Magnea

..::barnablogg::..

Bumbukriluzið okkar
Bryndís Una
Dóra Hrönn Styrmisdóttir
Elsa Margrét Jóhannsdóttir
Gísli Arnar Skúlason
Jóhann Breki Þórhallsson
Kamilla Kara Brynjarsdóttir
Klara Edgarsdóttir
Katrín Þóra Jónsdóttir
Marín Jóhannsdóttir
Saga Sjafnardóttir
Tinna Nótt Kristjánsdóttir
Þórdís Katla Sigurðardóttir

gamalt & gott..

febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006

Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com .