*
*
*
*

laugardagur, apríl 30, 2005

Í gær var lært frá 10 um morguninn og streit til 3 um nóttina.. Jeremías það er ekkert sem að jafnast á við prófatímann...
Eftir 3 tíma svefn og snarsturluna í morgun hunskaðist ég í prófið í Fjölskyldur og Fjölskyldustefnum... Ég huxa að þetta hafi gengið ágætlega... :) Eitt búið og 2 eftir.. Ennþá allir að krossleggja fingur fyrir mig.. :) og ég krosslegg auðvitað fyrir ykkur..

En jæja.. komin tími til að fara að sofa.. er komin með nettann svefngalsa eins og sýndi sig best þegar ég fór á rúntinn áðan.. :)

linda.. @ 01:35 :: |

fimmtudagur, apríl 28, 2005

..jæja lömbin mín.. nú er að duga eða drepast...
...fyrsta prófið á morgun...

linda.. @ 15:10 :: |

miðvikudagur, apríl 27, 2005

...AFMÆLISKVEÐJUR...

Í dag eiga skötuhjúin Sigga Fanney & Snær Seljan ammlidag.. og það skemmtilegasta við þetta er að þau er líka jafngömul.. En fagurt.. :) til hamingju með daginn músirnar mínar... Vonandi eigið þið yndislegan dag framundan...

linda.. @ 22:08 :: |

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Jeremías... það gleður mig að sjá að kynsystur mínar eru sammála mér í sambandi við líðan mína í gær... Hver veit nema ég skoði þetta mál aðeins betur sem að Hildur mín stakk upp á.. :) En það er gott að vakna glaður og sjá sólina úti.. :) verst samt að maður er í prófum! en ég ákvað það að huxa með mér "hverjum er ekki sama um sól í nokkra daga.. eftir þessa nokkra daga verður sól hjá mér í heila 3 mánuði!"

En eftir að hafa snoozað í klukkutíma og smá meira þá stökk ég á fætur af sturlun þegar ég heyrði suð... flugusuð... býflugusuð.. nú þeir sem að þekkja mig vita að ég er geðveikislega hrædd við stinguflugur af öllum tegundum! Allaveganna stökk ég hérna öskrandi upp úr rúminu, leitandi eins og geðsjúk manneskja (eins og?) að kvikindinu bara til að ég gæti vita í hvaða átt ég ætti að hlaupa frá henni... Eftir að ég var búin að átta mig á því að hún var úti og það heyrðist bara svona craaazy hátt í henni þá stökk ég á gluggann og lokaði honum.. alveg sama þó að kisurnar mínar væru úti.. :) Ég opna aftur þegar ég er búin að ná andanum...
Núna sit ég á naríunum á fatahrúgu á gólfinu, með sængina utan um mig, hárið út í loftið, nokkuð sveitt eftir geðveikina áðan að prenta út glósur og smá á msn.. :) síðan hafði ég huxað mér að fara í sturtu, gera mér brauðrétt (mmmmmmmm....) og setjast út í sólina og lesa... vona bara að helvítið láti ekki sjá sig aftur... :/

En þið sem að eruð að læra.. Gangi ykkur vel að læra! Þið sem að eigið að vera að læra en eruð ekki að því... Farið að læra! Og þið sem að eruð ekki í prófum... Farið í rassgat!

linda.. @ 23:57 :: |

mánudagur, apríl 25, 2005

dauðans djöfulsins andskotans djöfulsins helvítis djöfulsins djöfulsins djöfulsins djöfull!!!! Megi sá djöfulsins andskotans helvítis drullupussi sem að ákvað að hafa djöfulsins Enska boltann á Skjá 1 rotna í helvíti!! Það er eitt að þetta helvítis ógeð sýnir þetta helvíti ALLA djöfulsins laugardaga og sunnudaga og seinnipart einhverra virka daga þá gerist hann svo andskoti helvíti kræfur að FRESTA ONE TREE HILL UM KLUKKUTÍMA OG 10 MÍNOTUR!!!! Er þetta helvíti á lyfjum eða??? Sá hann ekki þáttinn seinast eða??!!! Og burt séð frá seinasta þætti!! mér er sama þó að ekkert hefði gerst seinast!! ÉG ER BÚIN AÐ BÍÐA Í FOKKING HEILA VIKU EFTIR ÞESSUM ÞÆTTI!!! OOOOOOOG ÉG ER Í PRÓFUM HELVÍTIS DJÖFULSINS ANDSKOTAN ÓGEÐIÐ ÞITT!!!!! Taktu tillit helvítið þitt!!!!

linda.. @ 18:07 :: |

Je dúdda.. ég er að reyna að vera öll glöð og falleg en það er barasta svo erfitt... Prófatími er frá djöflinum og ég tala nú ekki um maí-prófatímann!! Þegar sólin er mikil, heitt er úti og sumarfílingurinn kominn í mann! Þetta er alveg ömurlegt! En það þýðir nú ekki mikið að grenja þetta.. við hörkum þetta af og lærum eins og galinn mannvera og svo eftir oggu stund þá getum við stokkið út í sólina og baðað út öllum örmum og öskrað "ég er frjáls! ég er frjáls!! frjáls eins og fuglinn!!!" lífið er yndislegt, við erum heilbrigð, eigum yndislega fjölskyldu og vini og það er svooo gaman að vera til... :)

Á morgun er planið að vakna snemma (þá meina ég ekki um hádegi) og hunskast á hlöðu dauðans þar sem að ég hafði huxað mér að vera fram að kvöldmat.. þá langaði mér að einhver af mínum yndislegu vinum myndi bjóða mér í mat og One Tree Hill kvöld.. :) Endilega hringiði eða látiði mig vita ef að þið viljið vera yndisleg... :) Sigga Fanney sleppur reyndar þar sem að hún hélt úber kökuboð áðan í tilefni ammlisins síns á miðvikudaginn... Takk takk fyrir það stúlka góð!
En talandi um ammli.. þá var mér boðið í tvö ammli til viðbótar um helgina.. Eitt hjá gyðu vinkonu og annað hjá guðrúnu... á föstudagskvöldið skundaði ég svo til Gyðu og stoppaði stutt og fór svo með fríðu föruneyti á dávaldinn og JE MINN!! Greyið þetta fólk þegar það vaknaði daginn eftir... rífandi sig úr fötum, ríðandi stólum, stynjandi eins og dýr og fleira og fleira... greyið fólkið en gaman fyrir okkur hin.. við hlógum eins og vitleysingar af þessu.. :)
Á laugardeginum lærði ég allann daginn og um 8 leytið fór ég síðan að taka mig til fyrir ammlið hennar Guðrúnar.. Um 9:30 var ég síðan komin á Gaukinn mjöööög svo spennt að hitta austfirðinga.. Þegar ég kom upp voru þar nokkrar hræður sem að ég kannaðist ekkert við þannig að ég fór að barnum og spurði um ammlið hennar Guðrúnar Línberg.. tjáði unga stúlkan á barnum mér þá að það hefði verið kvöldið áður..!! já já, ég hafði lesið vitlaust úr sms-inu og var komin uppstríluð á Gaukinn kvöldi of seint!! Je minn.. mér leið sko eins og kjána!

Og eitt til viðbótar.. þið sem hafið fylgst með kisunum mínum (stelpa sem reyndist vera strákur) þá kom nýtt í ljós í dag... Herkúles sem að reyndist barasta hafa typpi reynist nú barasta vera með spena líka!! Ég veit ekki meir.. Á það að vera?????

linda.. @ 01:11 :: |

föstudagur, apríl 22, 2005

úúúúúúú... ég á að vera að læra á bókhlöðunni en hún Íris kynnti mig fyrir þessu...
...Hvaða stórstjörnu líkistu?...

Ég setti eina mynd af mér og þar líkist ég þessum HÉRNA.. eitthvað soldið útlensk.. :)
síðan setti ég aðra mynd af mér og þá líktist ég þessum HÉRNA... eins og þið sjáið þá er þetta algjörlega svart og hvítt.. vill ég segja að það sé vegna þess að á seinni myndinni er blörr í kringum hausinn á mér... en ekki hægt að kvarta því að Anna Faris og Lisa Kudrow eru mjög myndarlegar píur.. eitthvað er nú samt Christine Applegate á mis á þessari mynd.. En síðan setti ég enn eina mynd og þá varð ég nú nokkuð sátt.. þá líktist ég þessum HÉRNA... Það er mjög gaman því að Jennifer Love Hewitt er fiiiine og Helena er nú ekkert síðri og það fyndna er að þessi 3ja er gella sem að Íris var líka lík... :) ætli við Íris séum þá með svip... :) en skemmtilega síða.. :)

Endilega tjékkið á þessu og segið mér hverjum þið eruð lík.. :)

linda.. @ 15:26 :: |

fimmtudagur, apríl 21, 2005

æj dauði.. gleymdi einu..

...hann Atli minn átti ammli í gær... til hamingju með daginn mús..

mundu að þú ert æði! og vonandi hafðirðu það yndislegt í gær þú átt það skilið...:)

linda.. @ 21:03 :: |

je dúdda.. ég er ekkert búin að segja ykkur frá mínu lífi sem að er ooof spennó þessa dagana..

Seinustu helgi fór ég á Aðalsfund Mentor á laugardeginum.. Þar var kostið í nýja stjórn og drukkið ókeypis bjór og slegið á létta og skemmtilega strengi (en formlegt).. Síðan tókum við sigga rölt á bláa barinn og kíktum í ammli hjá sálar-gunna og tókum þar guðna frænda minn og einsa kallinn út á röltið.. týndum guðna niður á sólon á leið okkar á austfirðinga dæmið á nelly´s.. á nelly´s hitti ég kelluna Vallý sem að er ávallt mikil gleði! skildum svo eins kallinn eftir í tussu samræðum við bóel og fórum á arann.. á aranum er ávallt mikil gleði! þar settumst við á borð með mikið af djúpavogsbúum og þeim fylgir alltaf mikil gleði... :)
á sunnudeginum fór ég í bíó á in good company.. hún er góð.
á mánudeginum lærði ég eins og vindurinn... og á þriðjudeginum fór ég á skemmtilegann rúnt og ferð í ikea og í matarboð hjá helenu minni... það hitti ég allar tussurnar úr Íslendingafélaginu.. það er alltaf jafn ógeðslega gaman að hitta þær! Þegar ég var í rólegheitunum að éta fékk ég sendingu.. pakka.. með fallegum hring í (þar sem að ég týndi mínum á föstudaginn) og miða á dávaldinn.. þetta var rosalega fallegt! :)
á miðvikudeginum fór ég í mjög fallega en rosalega erfiða jarðarför.. og vill ég votta öllum aðstandendum samúð mína..

jæja.. best að koma þessari ritgerð á blað og klára hana!

*ég fór að huxa um það þegar maður kynniast nýju fólki sem að manni finnst yndislegt.. það er svo gaman þegar dagurinn er búinn, vitandi það að maður sé búin að fá skemmtilega manneskju inní líf sitt... eruð þið ekki sammála?*

linda.. @ 20:58 :: |

mánudagur, apríl 18, 2005

dauði! ég er búin að halda kjafti síðan á föstudaginn um þetta og ætlaði ekki að tala um þetta en ég barasta get ekki þagað yfir þessu!!!

Ég er að tala um Ungfrú Reykjavík.. Um leið og ég sá hvaða stelpur væru að keppa þá vissi ég strax að ein þeirra myndi vera í efstu 5.. trúið mér það var alls ekki vegna þess að hún bar af eða eittvað því um líkt.. ALLS EKKI! Ekkert spes stelpa svo sem.. meira að segja allnokkuð barnaleg! Heldur vissi ég það vegna þess út hvaða fjölskyldu hún kemur... Þegar keppnin byrjaði og ég sá hana málaða og uppstrílaða virkaði hún kannski um 2-3 árum eldri en fyrr.. þannig að svona 17 ára leit hún út fyrir að vera.. Innst inni vonaði ég svoooo að ég hefði rangt fyrir mér að þetta væri það heimskulegt (þótt heimskulegt sé) að þessi snót myndi vera í efstu 5..!! Keppnin fór vel fram... Greinilegt að sílikon eru out eins og er.. og eitthvað mikið var að tröppunum því að um það bil 45% af stelpunum tókst að misstíga sig eða hliðrast eitthvað til.. Meira að segja Sigrún Bender ungfrú Reykjavík 2004, búin að keppa í fullt af keppnum og koma mikið fram síðan, náði að misstíga sig.. síðan kom aðalpunkturinn... jú jú snótin var í efstu 5! Jæja.. ásættanlegt en í guðanna bænum hafið nú við á því að gera ekki meiri vitleysi.. Alveg sæt stelpa, með flottann líkama.. Lagið sem er ávallt spilað þegar er verið að segja frá sætunum var jafn flott og eins og alltaf gaf það gæsahúð á líkamann.. en hvað haldiði.. Sætasta stelpan var í 3.ja sæti og snótin VANN!! já dóttir Unnar Steinsson, og barnabarn gellunar sem að saumaði alla kjólanna frá byrjun, og frænka systar Unnar Steinsson, hún Unnur Birna vann þetta! Ég á ekki eitt einasta orð! Hver heilvita manneskja veit að hún vann af því hver hún er.. EKKI vegna þess að hún er fallegust... Ohh! þetta er svo heimskulegt... eða á ég að segja heimskulegara! Og eins og allir vita þá er Ungfrú Reykjavík ALLTAF í efstu þremur sætunum í Ungfrú Ísland og hvað þá þegar hún er þessi stelpa.. erum við þá ekki barasta að horfa á Ungfrú Ísland 2005???

linda.. @ 17:40 :: |

föstudagur, apríl 15, 2005

Ég á ekki til eitt orð! (ef að þið skiljið ekki þá eigið þið að klikka á setninguna fyrir frama!) Það var enginn sem að píndi hann til að taka þátt í IDOL.. ef að hann var að tapa svona miklum pening og sér svona geggjað eftir því þá segi ég nú bara "drengur, maður! Þú hefðir getað hætt hvenær sem er! AÐ SJÁLFSÖGÐU á enginn að borga þér laun sem að þú misstir á meðan þú varst að leika þér í IDOL!!" En sú djöfulsins vitleysa!

linda.. @ 13:23 :: |

nú jæja.. helgin er gengin í garð..
Þessa vikuna er ég búin að vera að læra eins og ég veit ekki hvað.. Dauðans próf eru víst á næsta leiti! Mikið djöfulli leiðist mér þessi tími..
Ég sendi kjéllunni í SPRON meil um að ég myndi afþakka vinnuna vegna þess að launin væru svo lág og vegna þess að það væri búið að bjóða mér vinnu með 25.000 til 30.000 hærri launin (ýkti þarna um 5-10.000 kall).. hún tók það ekki í mál að missa mig og bauð mér þau laun... en ég afþakkaði samt því að þó mér finnist puttun einstaklega skemmtileg þá nenni ég því nú ekkert í mánuð! Gæjarnir í Hive sendu mér meil og sögðu að mín væri ekki þörf og kallinn í Símanum á Egilsstöðum hringdi og bauð mér vinnu.. En Lindan heldur sig við VISA.. :) Er barasta farin að hlakka mikið til að byrja.. :)
Á eftir fer ég að þjóna í eins og einum kokteil hjá Lögmönnum og er það einkum hressandi...
Í kvöld ætla ég ekki að gera neitt.. huxanlega mun ég sitja á skinkufötum, hámandi í mig sælgæti á meðan ég horfi á kroppasýninguna á skjá 1.. huxanlega mun ég síðan sitja áfram og sjá hvernig Helgi minn Þór og hans frú munu fara með stjórnandahlutverkið í Djúpu Lauginni.. einhverjir munu nú koma í þáttinn og gera sig að nettu fífli en það er allt í lagi því að ég mun geta skemmt mér yfir því.. Þetta er alls ekkert verra fólk þó að það hafi farið í djúpu laugina.. Það er alveg hægt að vera vinur þeirra sem hafa farið í Djúpu Laugina.. Er það ekki Anna Friðrika?? Nei ég veit ekki.. kannski er ég bara að bulla!
Á morgun hafði ég huxað mér að vakna á kristinlegum tíma og vinna í þessari dauðans ritgerð.. Ef að einhver hefur svo sem ekkert að gera og langar að skella saman einni ritgerð fyrir mig (ég er komin með allt efni, á bara eftir að henda henni saman) þá má hann hafa samband við mig.. Annaðkvöld er síðan aðalfundur Mentors og hafði ég huxað mér að kíkja eins og í augnablik þangað.. Maður er víst búin að bjóða sig fram í eitthvað í stjórn þannig að maður verður að mæta aðeins.. veit nú samt ekkert hvort að einhver annar hefur boðið sig fram líka og ef svo er ætla ég nú ekkert að fara að "slást" um það við hann.. enga frambjóðsræður eða neitt.. hann má þá barasta fá það! Kann ekkert að vera með ræðu... síðan var verið að bjóða mér í eitt stykki ammli á Bláa Barnum (úúú hljómar dirty!) og hafði ég huxað mér að rölta þangað og gefa ammlibarni knús og síðan var verið að auglýsa mini-austfirðingatjútt á Nelly´s.. Maður kannksi hristir rassinn aðeins þar inn...
Á sunnudaginn er svo boðið til eins og einnar fermingarveislu og síðan kannksi bara eina ferð í bláa lónið í smá afslapp fyrir komandi ógeðiðstíma..

Jæja.. ég ætla að halda áfram að vinna í þessari ritgerð...
P.s. þetta var ógeð niðurdrepandi og þunglyndislegt blogg... skjús mí.. :)

linda.. @ 13:13 :: |

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Mig langar til að biðja alla að fara inn á þessa síðu www.blattafram.is/askorun.asp og lesa þetta bréf og athuga hvort að ykkur langar ekki til að senda þetta..

linda.. @ 12:16 :: |

mánudagur, apríl 11, 2005

Djöfulsins mella.. ég er ekkert búin að blogga um matarklúbbinn á laugardagskvöldinu.. ég á ekki eitt einasta orð!!

Eins og ég var búin að segja ykkur þá bauð Vallý til matar á laugardagskvöld og bættist hin fagra Þóra Elísabet í hópinn.. Við ákváðum að skíra þennan klúbb Gömlu kempurnar og verð ég að viðurkenna að Vallý á hugmyndina að því.. Maturinn var yndislegur, slúðrir var gasalegt, drykkjan var í hófi, hláturinn var miiiiikillll, röddin brást ekki og ekki var farið í bæinn... Ég verð samt að segja að það að blastra einhverju upp um sessunaut sinn og æskuvinkonu er ljótt (*petra*)... en ljótara er nú að misskilja blastrið og koma upp um sig sjálf (*ég sjálf!*).. dauði!! En þetta var æðislegt kvöld og vill ég þakka þessum mellum innilega fyrir kvöldið og hlakka miiiikið til að hittast næst.. hvenær sem það verður þar sem að pussur eins og Háskóli Íslands, Háskóli Reykjavíkur og Vallý hafa eitthvað annað eins og próf og sumarstarf út á landi í forgang...!!

Á sunnudaginn vaknaði ég snemma og lærði eins og mother fokker þangað til að ég fékk hörmulegar fréttir 4 sinnum og leiðréttingu á þeim (en samt einnig hörmulegar fréttir) 5 sinnum.. þetta var án efa mjög erfiður og tilfinningaþrunginn dagur..
Mamma og pabbi komu og tóku mig í knús og Krónuferð og versluðu fyrir einar 14.000 krónur.. ég þarf AAAAALDREI aftur í búð.. það var gleði.. síðan var farið í spjall ferð til sísíar systir fagurs og síðan kom barasta fagur heim... :) Kvöldinu var svo eytt í að klára ritgerð á meðan fagur eldaði dýrindismáltið handa kjéllunni og svo var horft á Notebook...
Ég verð nú barasta að fá að segja eitthvað um þá mynd...
Margir voru búnir að segja mér að ég yrði að sjá hana og að fólk hefði grenjað og grenjað yfir henni.. á dauða mínum átti ég von en alls ekki þessu!! Ég grenjaði og grenjaði og grenjaði yfir henni! Ég er að tala um það að ég var með óhljóð og oft hefur verið talað um að myndir séu tissjú myndir.. já neinei.. ég var með handklæði því að tissjú dugaði sko barasta ekkert! Þrátt fyrir að ég var útgrátin og ÖLL í hori með óhljóð fékk ég að vera í faðmi fagurs... Kannksi var það til að ég sæi ekki framan í hann því að ég er ekki frá því að hann hafi nú fellt nokkur tár í restina.. En þetta er án efa fallegasta FALLEGASTA saga allra tíma! Je dúdda mía.. það væri nú ekki leiðinlegt ef að maður yrði einhverntímann elzkaður svooooona mikið!!

En jæja.. þá er það alvarann.. Lesa fyrir próf og gera ritgerð!

linda.. @ 15:43 :: |

amoure
You like the sweet, shy type.

What kind of guy are you most attracted to? (CUTE anime pics)
brought to you by Quizilla


Já er það já.. :) Í gegnum tíðina hefur það nú ekki sýnt sig.. en eins og staðan er búin að vera síðustu 14 mánuði þá já.. :)

linda.. @ 14:11 :: |

laugardagur, apríl 09, 2005

..jæja.. ég ætla að gera eina tilraun enn..
Þessi færsla er sko skrifuð á föstudagskvöldinu.. bara eftir miðnætti.. :)

Í gær vaknaði ég snemma SNEMMA og byrjaði á einni af þremur ritgerðum sem að ég þarf að skila.. Hef tekið þá ákvörðun að klára tvær þeirra fyrir mánudaginn - nokkurn veginn sama hversu illa gerðar þær verða... Það er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt! Þó svo að mér hlakki ÓGEÐSLEGA til sumarsins þá er ég engann veginn tilbúin fyrir komandi tíma... :(

Í dag fór ég í enn eitt atvinnuviðtalið.. Og ég sem að hélt að ég myndi ekki fá neina sumarvinnu.. :) Ég er sko komin með vinnu en er bara svona að skoða hvað er í boði þarna úti... Þegar ég mætti í viðtalið þá sagðu hún að hún hefði bara eina spurningu handa mér og það væri “hvernig ég lýsti mér sem starfsmanni?” Ég sleikti rass með því svari og þá sagði hún mér að hún hefði ákveðið fyrir tveimur dögum að ráða mig því að ég væri með mikla reynslu og því að ég fengi svo góð meðmæli. Ekki leiðinlegt það..!! En þá kom það neikvæða.. Launin sem að hún bauð mér eru lærri en þau sem að ég var með í sömu vinnu fyrir 2 árum OG lærri en þau sem að ég var með í allt fyrra sumar OG lærri en hin vinnan býður mér.. OG hún gat ekki lofað mér vinnu fyrr en eftir fyrstu vikuna í JÚNÍ!! Ertu að djóka pía?? Á ég að vera heima hjá mér og putta mig í mánuð eða...??? Hún var nú samt ekki tilbúin til að missa mig þannig að hún ætlaði að athuga hvað hún gæti gert og láta mig vita..
Hún mun fá kurteist símtal frá mér á mánudaginn þar sem að ég tilkynni henni að ég geti ekki unnið með þessi laun...

Helgin er byrjuð og þar sem að fagur er ekki heima þá er ég nokkurn veginn til í allt (ekkert dónó samt...!!) Ég eyddi kvöldinu heima hjá hjónum í yndislegu kjúklingasalati og stelpumynd.. Takk kærlega fyrir það! Á morgun hafði ég huxað mér að læra, kíkja í eins og eina fermingarveislu með foreldrum og svo um kvöldið hefur Miss Vallý McBeal boðið til matarboðs.. Ef mér skjátlast ekki verða þar á ferðinni eðal skvísur.. Ég, Sunna, Vallý, Petra, Steinunn & Heiðdís. Seinast þegar við hittumst þá bauð Sunna til matar og sátum við á áti og drykkju fram eftir kvöldi.. Við slúðruðum svooo mikið að af og til þurftum við að taka pásu bara til að afrita allt slúðrið inn í hausinn á okkur.. :) Við slúðruðum hátt, mikið og allar í kór.. Eins og stelpum að austan er einum lagið! Er ekki frá því að ég hafi verið hás daginn eftir.. :) Mér hlakkar alveg obboslega til því að fátt er skemmtilegra er yndisleg kvöldstund í góðra vina hópi.. Hver veit nema það verði svo tekinn einn snúningur í bæinn..

..:: Mikið þykir mér leiðinlegt að fara að sofa þegar kúrustrákurinn minn er ekki hérna... ::..

linda.. @ 00:47 :: |

föstudagur, apríl 08, 2005

.... GEFST UPP!!!
var búin að gera 3 tilraunir til að blogga en færslan hverfur alltaf!!

linda.. @ 10:25 :: |

miðvikudagur, apríl 06, 2005

æji ohh!! Það er svo stutt í próf! Af hverju er ég ekki búin að vera duglegri í vetur? Maður hefði nú haldið að eftir allann þennann tíma í skóla að maður væri búinn að læra að það þýðir ekki að læra ekkert á veturnar og gera þetta svo mánuði fyrir próf... :( dauðans bömmer!!

Ég fór í annað starfsviðtal í dag. Bara svona að skoða hvað er í boði.. :) Þetta var mjög skondið.. þeir vissu ekki almennilega hvað þeir áttu að segja mér eða spyrja að og ég vissi svo sem ekkert um þetta fyrirtæki til að vita hvað ég átti að spyrja um... En það verður hringt í mig í þessari viku og ég látin vita.. :)

Seinasta miðvikudag og í morgun hef ég farið í ilmolíundd og verð ég að segja að það er hreint út sagt himneskt!! Je minn eini!! Mæli með því..

Ég hef ekkert meira að segja nema að ég er að kafna í áhyggjum af skólamálum!!

linda.. @ 14:59 :: |

mánudagur, apríl 04, 2005

..Þegar einn skrifar vitlaust í sms sem að hefur fréttir sem að eiga að berast þá endar það þannig að allt í einu heitir barnið barasta ekkert það sem að hún átti að heita... Því vil ég leiðrétta og segja að litla prinsessan heitir Marín.. Sem að er alveg ótrúlega fallegt! :)

.. Helgin var skemmtileg...
Lá í leti og pizzuáti hjá hjónum á föstudaginn og fór svo í bíó á Spanglish sem að er mjög góð og kemur á óvart..
Lærði í strætó allann laugardaginnn.. Það er ótrúlegt hvað ég kmst yfir mikið efni með tónlist á eyranu og sitjandi í 111 og 110 fram og til baka.. :)
Einnig fjárfesti ég í miðum á Franz Ferdinand...!! GLEÐI!!!!
Um kvöldið fór ég síðan og hitti Margréti og Thelmu heima hjá Thelmu og tókum við síðan röltið á Gauk á Stöng þar sem að Dúndurfréttir og fleiri voru.. Síðan um miðnætti röltum við síðan yfir á NASA þar sem að meistararnir í Hjálmum voru að trylla líðinn... Á NASA var mjög gaman og hitti ég eitthvað að skemmtielgu fólki. Anna Friðrika og Bjarni komu síðan til okkar af árshátíð KB-Banka og tóku tjúttið með okkur.. Eftir Hjálmar sungu sitt síðasta fórum við yfir á Hressó (eða bara ég reyndar þar sem að ég hélt að krakkarnir væru á eftir mér þegar ég blikkaði dyraverðinn til að hleypa okkur inn og svo þegar inn var komið var ég ein..!! Get ekki huxað mér hvað dyravörðurinn hefur haldið þegar ég talaði alltaf um mig í fleirtölu...) Á Hressó var fínt þó svo að ég væri ein því að það hitti ég Atla Sigmar, Gúnda og Kallana mína... Eftir smá tjatt og einn góðann Sísí við Gúnda tölti ég út í eðalvagninn sem að beið mín og fór heim í heitt knús...
Allir sem að ég hitti.. TAKK TAKK fyrir kvöldið...

linda.. @ 17:50 :: |

laugardagur, apríl 02, 2005

..Stelpan hjá Halldóru & Jóa er komin hefur verið nefnd Marin. Með eindæmum fallegt nafn! Til hamingju með það elzku litla prinsessa.

.. Greinargerðin kláraðist á tilsettum tíma og hef ég nú formlega skilað inn umsókn.. Þá er bara eftir ALLT hitt og ofan á það bættist við enn ein ritgerð sem að ég þó má skila eftir próf því að ég er búin svo snemma.. :)

Þó svo að moli hafi staðið í mér í starfsviðtalinu hef ég greinilega það mikinn sjarma að ég nelgdi þetta starf. Í sumar munuð þið sjá mig þjóta framhjá á bíl merktum VISA í gúddí fílng.. :) En sú gleði.. einar áhyggju farnar - milljón eftir.. þeim fækkar! :)

Í dag byrjaði miðasalan á Franz Ferdinand og munu ég og Hafdíz fara þangað með ber brjóstin í stuði.. auðvitað eruð þið öll velkomin að koma með okkur og ég er nokkurn veginn viss um að þetta verði ógeðslega gaman!! :)

Hvað ætlar þú að gera í kvöld?? Ég ætla að fara með fríðum snótum, Margréti, Thelmu & Hrönn á Hjálma á Nasa.. Það er 500 kalla helgi þannig að góð skemmtun fyrir engann pening! Ertu memm..??

linda.. @ 13:04 :: |

..::lindan::..

GESTABÓK
póstur til mín

..::daglegi rúnturinn::..

Agnes sys
Agnes í UK
Aldí­s Bjarna
Alma
Anna Friðrika
Arnrún
Berta & co.
Birna Rún
Björt
Brynja
Bylgja Fagra
Ella frænka
Eva Dröfn
Eyfi
Ferðin mikla
Félagsráðgjafar
Frú Sigríður
Fyndnir gaurar
Guðrún Línberg
Gummó
Gyða Rós
Hafdíz
Halla Óla
Harpa
Helena
Heiðdís
Hildur Páls
Hrafnhildur & co.
Hrund
Ingibjörg Tútta
Írisin
Íris & Kristján
Íris Þöll
Jóhanna
Jóna Karen
Jökull
Kalli Fe
Kiddi
Maggý & Kamilla
Maggý
María
Margrét & co.
Palli Perfekt
Rex
Ragna Óla
Regína
Simmi margrétarbróðir
7bban
7bban líka..
Snær
Thelma litla
Unnur Jóna
Una
Vally McBally
Þóra Elísabet
Þóra Lind
Þóra Magnea

..::barnablogg::..

Bumbukriluzið okkar
Bryndís Una
Dóra Hrönn Styrmisdóttir
Elsa Margrét Jóhannsdóttir
Gísli Arnar Skúlason
Jóhann Breki Þórhallsson
Kamilla Kara Brynjarsdóttir
Klara Edgarsdóttir
Katrín Þóra Jónsdóttir
Marín Jóhannsdóttir
Saga Sjafnardóttir
Tinna Nótt Kristjánsdóttir
Þórdís Katla Sigurðardóttir

gamalt & gott..

febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006

Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com .