*
*
*
*

fimmtudagur, mars 31, 2005

Ohh! Mikið er ég nú alltaf tímalega í öllu!
..á að skila greinargerð á morgun með öllu tilheyrandi og þar á meðal 500 til 700 fögur orð um mig og af hverju ég ætti að fá að verða félagsráðgjafi og ég er ekki búin að gera einn staf í neinu af þessu.. ekki einu sinni búin að redda meðmælum!
..mánuður eftir að skólanum og ég á eftir að skrifa tvær 100% ritgerðir og lesa allt fyrir þrjú 100% próf! en sú gleði!

Skemmtilega við daginn í dag er það að ég fór í starfsviðtal hjá VISA. Fyrsta sem að ég rekst á þegar ég kem inn í bygginguna er Gunnar Gunnarsson Eskfirðingur sem að er að vinna akkúrat í deildinni sem að ég var að fara í viðtalið til.. Viðtalið sjálft gekk ágætlega ef litið er frá því þegar moli sem að maðurinn var svo kurteis að gefa mér stóð í mér!! Í starfsviðtali! Dauði! En allt fór þetta ágætlega og heyri ég frá þeim á morgun eða mánudag.. krossleggja fingur fyrir mér!

Þegar viðtalinu lauk labbaði ég í gegnum Mjóddina til að taka bus heim og mætti þá einum af KB-Banka gaurum sem að voru að kynna eitthvað bull.. Ég hlustaði á kynninguna full áhuga og lét til leiðast í svona sparnað (veit ekki hvort að það sé vegna þess að Pabba finnst það svo sniðugt eða vegna þess að gaurinn var svo skemmtilegur..) Anyways.. þegar hann var að skrá mig og ég sagði honum kennitöluna mína "130882" fór hann að flissa og sagði að hann ætti ammli 11.08.. skemmtielgt sagði ég við hann sagði honum seinni hlutann.. Þá sprakk minn maður úr hlátri og spurði mig hvort að ég væri að fíflast.. Ég sagði honum að mér finndist kennitala nú ekkert fyndið dæmi þannig að ég myndi nú sennilega fíflast með eitthvað annað.. Hann sagði mér að hans kennitala myndi enda á sömu tölum!! Er það hægt..? Þannig að mín var 130882-5609 og hans var 110877-5609.. Þetta þótti mér óneitanlega skondið. Við héldum áfram að spyrja-svara og þegar kom að heimilisfangi þá spurði ég hann hvort að hann vildi lögheimili eða hitt.. Hann spurði mig svo seinna hvar lögheimilið mitt væri og ég sagði honum að það væri á Rfj. og þá fór hann aftur að hlægja.. Nei okey.. HVAÐ nú? jú vitið menn.. konan hans er frá Rfj!! Þetta var allt saman orðið einum of náið.. hann spurði mig hvar ég hefði verið í starfsviðtali og kom þá í ljós að mjög góð vinkona hans er að vinna þar og ætlaði hann að hringja í hana og athuga hvort að hún væri eitthvað í starfsmannamálum.. :) Ég er ekki frá því að ég hafi kynnst þessum manni aðeins og mikið.. Þegar hann svo fór að sýna mér myndir af börnunum sínum og konu í tölvunni þá ákvað ég að þarna væri nóg komið og þakkaði fyrir mig og kvaddi...

linda.. @ 16:31 :: |

laugardagur, mars 26, 2005

.. Elzku Halldóra & Jói, innilega til hamingju með litlu LITLU prinsessuna..
Um 10 í morgun ákvað litla prinsessan hjá Halldóru & Jóa að koma bara í heiminn.. Soldið á undan áætlun þar sem að við bjuggumst við henni um miðjan júní en auðvitað er mjööög vel tekið á móti litlu dúllunni sem að vóg einungis 4 merkur og litlu fjölskyldunni líður vel.. :)

..Er einhver sem að vill vera svo vænn og skrifa 500 til 700 falleg orð um mig sem að ég get sett í greinargerðina sem að ég þarf að skila 1.apríl til að sækja um á 3.árið í Félagsráðgjöf....???? Ég er að drulla svo feitt á mig með þetta.. get ekki selt mig svona illilega!

..Í janúar voru ættleiddar 2 kolsvartar,pínulitlar, loðnar & undurfagrar systur inn á heimilið.. Mikið var vafist um að finna nafn handa skvísunum þar sem að áhuginn lá fyrir að finna 2 stelpunöfn sem að pössuðu vel saman.. Í morgun þegar ég var að strjúka annarri þeirra strauk ég yfir litla kúlu rétt hjá rassinum... Je dúdda mía..!! Jújú.. litla stelpan mín var strákur! Þökkum guði að ég fattaði þetta núna en ekki komið heim og séð hann hömpast á systir sinni og eignast svo soltið veika kettlinga... :/ Nú þarf ég að fara að gera ráðstafanir um að gelda hann og setja hana á pilluna því að hjá þessari dýrategund er skyldleiki ekki eitthvað sem að stoppar kynlífsleik! Litli strákurinn minn fékk því nafnið Herkúles og er ég því að leita af nafni sem að passar við handa stelpunni minni.. :)

Kommentakerfið er að öllum líkindum alveg dáið og því vil ég benda ykkur á gestabókina þangað til að það ákveður að koma aftur...

linda.. @ 20:25 :: |

föstudagur, mars 25, 2005

.. Je minn.. ég stal þessu af síðunni hennar Þóru Magneu sem að stal þessu af síðu hjá einhverjum manni...
Þegar ég byrjaði að lesa þetta þá huxaði ég með mér "mikið rosalega á þessi strákur leiðinlega kærustu...!" Afneitun?? Þegar ég var komin vel á leið með þetta þá huxaði ég með mér "bíddu, er ég kærastan hans?" og áttaði á mér að þetta er of mikill sannleikur... :) enn á nú kemur karlmaður og treður upp í kvenmanninn.. já nei, þetta var dónó.. ekki þannig troða upp í hana heldur upp í kokið á henni.. ooohh.. aftur dónó!! æj þið vitið hvað ég meina! Sá sem að skrifaði Hellisbúann hitti naglann svo á höfuðið og þessi er að negla aðeins betur í hann..

Reglur karlmanna:
1. Í guðana bænum reyndu að læra á helvítis klósettsetuna. Þú ert stór stelpa. Ef hún er uppi, settu hana þá niður. Við þurfum hana uppi, þið niðri. Ekki heyriru okkur kvarta yfir því að hún sé niðri...
2. Sunnudagar = Íþróttir. Þetta er svona eins og fullt tungl eða flóð og fjara, það er ekkert sem þið getið gert í þessu. Látið þetta bara vera!!!!
3. Að versla er EKKI íþrótt. Og nei, við munum aldrei hugsa um það að versla sé íþrótt.
4. Spurðu um það sem þú vilt. Við skulum líka vera með eitt alveg á hreinu : vísbendingar virka EKKI! Góðar vísbendingar virka EKKI! Augljósar vísbendingar virka heldur ekki! Viltu nú vera góð stelpa og drulla því útúr þér, hvað í andskotanum það er sem þú vilt!!!
5. Já eða Nei eru alveg fullkomlega ásættanleg svör við flestum spurningum.
6. Komdu bara til okkar með vandamál ef þú vilt hjálp við að leysa þau. Meðaumkun er svona hlutir sem vinkonur þínar eiga að sjá um, ég meina til hvers í helvítinu eru þær annars…(koddað pissa, thing eitthvað) !
7. Hausverkur sem endist í marga mánuði, jafnvel ár er vandarmál. Farðu til læknis kona.
8. Ef þið haldið að þið séuð feitar, þá eruð þið örugglega bara feitar. Hættið að spyrja okkur að því…
9. Ef ykkur liggur eitthvað á hjarta, eða þurfið að segja eitthvað, gerið þið það þá í auglýsingahléum.
10. Ef okkur klæjar einhversstaðar, þá klórum við okkur. Þetta er bara svo einfalt.
11. Ef við spyrjum ykkur hvort eitthvað sé að og þið segið, “nei, það er ekkert að”. Þá látum við sem það sé ekkert að, ég meina auðvitað vitum við að þið eruð að ljúga. Það er bara ekki þess virði!
12. Ef þú spyrð spurningu sem þú vilt ekki svar við, þá máttu alveg búast við því að fá svar sem þú vilt ekki heyra, hættu þessu, þetta er einfaldlega bara ljót peysa……..
13. Ef þú þarft að fara eitthvað, ÞÁ ERU FÖTIN EKKERT AÐ SKIPTA SVO MIKLU MÁLI…………………
14. Ekki spyrja okkur hvað við séum að hugsa nema þið séuð tilbúnar að tala um fótbolta, bíla, hvað fréttakellingin sé flott eða hvort brjóstin á ykkur hafi sigið……
15. ÞIÐ EIGIÐ OF MIKIÐ AF FÖTUM.
16. ÞIÐ EIGIÐ OF MIKIÐ AF SKÓM, hvað haldið þið eigilega að þið séuð með margar lappir
17. Ég er í formi, hringur er form…………

Æj hvað þetta er óþæginlega nálægt sannleikanum!
Ég hvet alla konur til að knúsa mennina sína rosalega og segja þeim hvers konar hetjur þeir er fyrir að elzka okkur þó svo að við séum svona sérstakar.. og á móti hvet ég alla karlmenn til að segja konunum sínum hversu mikið þeir elzki þær þó svo að þær séu svona sérstkar.. ;)


~ Er hann Jordan Catalano minn í bandi sem að er með myndband á Skjá 1?? Bandið heitir Alter Bridge..

linda.. @ 16:44 :: |

miðvikudagur, mars 23, 2005

... koooomennntaaaakeeeeerfiiiiii... hvaaaar ertuuuuuu???

linda.. @ 13:00 :: |

Ég er nú ekkert búin að skirfa hérna inn þar sem að ég er barasta að flakkast með foreldrum og systir þar sem að ferming hennar er á morgun. Einnig er ég bara búin að vera í fjölskylduboðum og svo barasta að kúrast.. ekkert spennó fyrir ykkur þó svo að spennan í mér sé gífurleg!

MARGT er í gangi í haus mínum um þessar mundir og margt sem að þarf að huga að..
.. hvar á að vera í sumar..?
.. hvar eigi að vinna í sumar?
.. hvernig ég eigi að ná að lesa allt sem að þarf að lesa og einnig skrifa þær ritgerðir sem þarf að skrifa áður en að önnin er búin..?
.. mikið er farið að finna fyrir prófkvíða!
.. af hvejru skvísurnar mínar væli svona mikið? Er eitthvað að hjá þeim?
.. og margt fleira í þessum dúr..

En gleðin tekur smá svona völd þegar ég sé að eitthvað mun nú rætast úr tónleikum í sumar þó svo að síðasta hafi verið allt fullt!
.. 27.maí munu getnaðarfullu mennrnir sem að eru nú slatti hommalegir stíga á svið í Kaplakrika..
.. 7.júlí munu Velvet Revolver koma í Egilshöll..
.. og svo las ég það í Fréttablaðinu dag að vinur minn Snoop Dog er að koma í sumar..
Þetta er nú nokkuð gleði eins og komið er.. vantar bara Keane og þá er ég sátt.. :) Eina sem að mig vantar eru upplýsingar á miðasöluna á þessa tónleika...!!

P.S. nokkuð hefur borið á því að fólk kann ekki svona tengla dæmi.. leiðbeinningar; þegar það er annar litur (eins og í velvet revolver) þá er nú oftast hægt að ýta á það og það leiðir þig inn á aðra síðu... :)

Bíddu 23.mars.. á ekki einhver ammli í dag sem að ég þekki???

linda.. @ 11:36 :: |

sunnudagur, mars 20, 2005

.. Kanntu eitthvað á Photoshop? Ef svo er, viltu þá leiðbeina mér með eitt?

linda.. @ 02:07 :: |

Laugardagskvöld og klukkan er að verða 12 og ég ligg í rúminu mínu á netinu.. :) aaahhhh.. það er ljúft!
..Í gær fór ég með fríðum hópi úr félagsráðgjöf á Pizza 67 á Tryggvagötu á pizzahlaðborð og bjór og átti þar súrustu og óþægilegustu klósettferð sem að ég hef átt.. Þarna var einnig hópur úr táknmálsfræði og uppeldis-og menntunarfræði. Ég allaveganna fór á klósettið og þegar ég var nýsest heyrði ég að einhver kom inn og fór á básinn við hliðina á mér.. síðan heyri ég að stúlkan fer í símann og segir "hæ elzkan!" þannig að ég gerði ráð fyrir kærasta-kærustu tali og vonanaði að það yrði ekkert vandræðalegt.. síðan eftir að hún var búin að segja frá hvar hún væri og hvað plan kvölsins væri þá spurði hún að spurningunni.. "heyrðu, mannstu þegar við vorum á kaffihúsi um daginn og þú varst að segja mér þetta með útferðina.." já! ég bjóst sko ekki við þessu..! hún var sem sagt ekkert að tala við kærastann sinn heldur vinkonu sína og jú.. samtalið varð vandræðalegt! þegar þarna var komið við sögu fannst mér óþægilegt að hún skyldi ekki heyra í mér þannig að ég vandaði mig við það að láta rest pissisins lenda BEINT í klósettið til að það myndi nú alveg örugglega ekki fara framhjá henni að ég væri þarna og vonaði þá að hún myndi hætta.. nei! hún hélt áfram! "já sko, annað hvort er eitthvað að eða þá að ég er með eitthvað því að núna er útferðin mín... (og þarna kom lýsing á útferð stelpunnar sem að ég ætla nú ekkert að láta eftir henni!)" jájá.. ég ákvað að SKELLA klósettsetunni og sturta niður eftir mig og ræskja mig og hósta og það eina sem vantaði var að láta öllum illum látum.. Þarna kom stelpa inn og heyrði að umræðanuna á næsta bás og leit hún nokkuð skelkuð á mig.. Ennþá hélt stúlkan áfram og ræddi hátt og skiljanlega um útferð sína og hvenær möguleikinn var á því að hún hefði fengið kynsjúkdóm.. Þarna labbaði ég út og veit svo sem ekki hvernig samtalið endaði, enda fanst mér ég vera alveg búin að kynnast þessari stelpu OF mikið...
Eftir að hafa jafnað mig á þessu og setið í smá tíma á Pizza 67 hélt félagsráðgjafa hópurinn heim til einnar af okkur.. þar var bjór í boðinu og partý með öllu tilheyrandi.. Það er ávallt gleði.. :) Setið var á spjalli við þær Siggu Fanney og Þóru Magneu og hlegið dátt.. Um miðnætti var bakið mitt ekkert sammála því að vera úti og vildi barasta fá að komast heim (tussu árekstur!) hringdi ég þá í pabbann minn, sem að var nýkominn í borgina með hina meðlimi Sæbergs-fjölskyldunnar, og bað hann um að ná í mig.. eftir stutt kúr í foreldrafangi endaði ég þetta fagra föstudagskvöld...

Pæling dagsins; er eitthvað betra en að vakna í fanginu á fallegasta manni sem að maður hefur séð?

linda.. @ 00:20 :: |

föstudagur, mars 18, 2005

..híhí.. eftir að hafa verið búin að leika mér með myndina hérna uppi (sem að fer ekki framhjá neinum) þá get ég ekki minnkað hana eða sett aðra inn.. þær verða alveg svakalega óskýrar og allt fer í klessu... þannig að áfram verður okkur að bregða mikið mikið þegar við opnum síðuna.. :) hahaha... en sú gleði..

linda.. @ 12:14 :: |

fimmtudagur, mars 17, 2005

.. jæja mýsnar mínar..
nú er að verða komin einhver mynd á þetta blogg.. :)
Öll gömlu commentin duttu út en þá er bara um að gera að byrja upp á nýtt svo að ég verði ekki reið og haldi að þið hafið aldrei commentað... híhí.. :)

.. endilega segiði mér hvernig ykkur líst á og hvort að eitthvað meigi vera öðruvísi eða eitthvað.. :)

linda.. @ 19:58 :: |

.. já sko.. þar sem síðan er í viðgerðum þá eru íslensku stafirnir ekki til staðar og mun ég reyna að laga þetta í kvöld..

linda.. @ 14:45 :: |

...ohhhh, það er svo vont að vera sár..
og að vera sár út í vinkonur sínar og þær gera sér ekki grein fyrir því.. Ái!

linda.. @ 05:14 :: |

mánudagur, mars 14, 2005

vá hvað margt gerðist um helgina..:)
..ég byrjaði helgina (nánar tiltekið á föstudaginn kl.18:00) að lenda í því, þar sem ég var farþegi í bíl hjá fallegum manni, að eldri kona ákvað að hunsa lífsreglurnar og bruna yfir á rauðu ljósi og auðvitað BEINT aftan á okkur með þessum líka fína krafti.. Eftir allt ævintýrið sem að fylgir þessu fór ég niður á Pravda með stúlkunuum Önnu Friðriku, Siggu Fanney, Höbbu og Laufey að horfa á úrslitaþáttinn af Idolinu.. Fannst mér nú Heiða mín standa sig nokkuð betur en auðvitað féll öll þjóðin fyrir dúllubrosinu hennar Hildar og vann hún þetta geim.. En eins og hún Íris benti á þá er þetta betra því að nú getur Heiða gefið út kraftmikinn disk og valið ensku eða íslensku.. en er ekki skyldug til að gefa út leiðinlegan ballöðu disk.. en eftir idol var barasta haldið heim á leið í mjúkan faðm og gerð heiðarleg tilraun til að taka vídjó.. Bridget Jones varð fyrir valinu en hún var biluð.. Er þetta bara ég sem að lendir í því að a.m.k. 3ja hver vídjóspóla sem að ég tek er biluð..!?? Maður fer að verða pínu þreyttur..

.. laugardagurinn fór í byrjun í O.C maraþoni og stutta ferð í Kringluna þar sem keypt var ammligjöf handa ammlibarni sunnudagsing og auðvitað kippti maður einum bol fyrir planað trúnó míns og Siggu Fanneyjar um kvöldið.. Bolurinn aftur á móti er alveg ótrúlega fallegur þannig að ég ákvað að kippa svona einu glossi með líka.. :) Ferðir í búð sem endar með einhverju fallegu í poka handa konunni sjálfri eru svo yndælar.. :)
Um 9 leytið var svo brunað til Sigríðar þar sem gert var við það sem gert þurfti á andlitinu og fórum við síðan 4 fagrar meyjar á Gauk á Stöng þar sem eitthvað Mini Austfirðingateiti var... Eitthvað var það nú hundleiðinlegt þannig að stefnan var tekin á Ara í Ögri.. Snemma vorum við á ferðinni og fengið við borð og alles.. Þegar líða tók á kvöldið / nóttina bættist fleira fagurt fólk við borðið og sungið var hástöfum með trúbbum kvöldsins sem endaði með því að engin rödd var eftir.. en það er bara gaman... :) Eftir mikla vitleysu (sem toppaðist þegar ég spurðin ungann mann sem að var edrú hvar vinur hans væri af því að ég hefði huxað mér að skella svo mikið sem einum sleik á hann.. og það skemmtilegasta við þetta er að vinurinn er giftur og svipurinn á unga manninum eitthvað sem að ég mun aldrei gleyma) var skriðið heim um hálf 7 leytið með miklum stunum þegar skriðið var upp í rúm þar sem að áfengið var mikið í líkamanum og var þreytan farin að segja til sín.. manneskjan sem að er á launum við að hita rúmið mitt hafði orð á því að ég hefði ekkert verið svo fögur þegar líkaminn sagði stopp og ég sofnaði/dó.. je dúdda mía! Takk Kalli minn, Takk Atli minn, Takk Stebbi minn (þó svo að ég hafi eiginlega ekkert séð hann, hann var svo mikið að reyna við kvenfólk..) og takk takk stelpur mí­nar!
Eftir (að mínu mati) OF stuttan svefn komu ungar fagrar stelpur á rauðu þotunni að ná í mig þar sem ferðinni var heitið í Bláa Lónið í dekurdag í boði Sirrýar kennda við fólk... Eftir um það bil 1 og hálfan tíma af spjalli um daginn og veginn í fögrum bikiníum í glampandi sól, mikinn hlátur af fagurri skærrauðri sundhettu sem að Margrét bar og UNAÐSLEGU nuddi var farið uppúr og sest að snæðingi. Verulega rjóðar í kinnum, mjög svo mjúkar á líkama með hár eins og grjót settumst við inn á veitingastaðinn á Bláa lóninu sem ku vera í einhverju háu sæti yfir bestu veitingastaði heims.. ég get alveg verið sammála því vegna þess að við fengum sjúklega góðann mat! Eftir yndislegheitinn og u.þ.b. 4 könnur af vatni var haldið heim eftir þennan æðislega dag. Ég vil nota tækifærið og þakka meyjunum mínum Möggu, Siggu, Önnu og Höbbu fyrir þennan yndislega dag og tilhlökkunin er mikil þegar næsti dekurdagur verður tekinn á Baðstofunni.. :)

Eftir að hafa sofið , horft á O.C. og kysst afmælisbarnið hana Petru skundaði ég í bíó í smáralindinni með fögrum manni og vini hans.. ætluðum við að sjá Hide & Seek. Þegar við höfðum staðið í nammibiðröðinni í alveg of langann tíma, hættum við við að kaupa nammi og fórum inní salinn og sáum okkur til mikilla vonbrigða að hann var fullur.. engin sæti var hægt að fá.. nema 1 og 1 víðsvegar um salinn.. en ekki saman..! við heimtuðum að fá endurgreitt þar sem að við höfðum öll farið saman í bíó en starfsfólk bíósalarins hélt nú ekki! "við getum ekki endurgreitt miðann!" var svarið sem að við fengum.. "hvað meiniði getiði ekki endurgreitt miðann? þurfiði að hætta sýningum og lýsa ykkur gjaldþrota ef að þið endurgreiðið 3 miða??" Ég átti ekki eitt einasta orð. Starfsfólkið stóð alveg fast á því að endurgreiða ekki þó svo að við vorum orðin svona 15 manns sem að fékk ekki sæti og AUGLJÓSLEGA höfðu þeir ofselt inn á myndina! Neinei.. þeir stóðu samt á sínu.. sögðu að þaðværi ekki þeim að kenna þó svo að við hefðum mætt of seint á myndina..!! Seint, við mættum ekkert of seint.. starfsfólkið í sjoppunni ykkar vinnur bara ekki hraðar en þetta! Eftir u.þ.b. klukkutíma af rifrildi um að fá bara helvítis miðana okkar endurgreidda þá báðum við um að við myndum þá allaveganna fá að fara í Lúxus salinn og horfa á þessa mynd þar.. Nei nei..! ekki nema borga fullt verð..! Þar sem að u.þ.b. hálftími var búinn af myndinni þá b´ðum við um að fá þá að minnsta kosti að komast á þessa mynd seinna frítt.. Nei nei! engann veginn... Á þessum tímapunkti var ég orðin mjög svo reið og farin að nota mjög svo ljót orð á þau.. Þegar kl. sló svo HÁLFTÓLF!!!! þá sagði stelpan sem að ég var búin að rífast við í KLUKKUTÍMA! "Sko! það eina sem að ég get boðið þér er að fá endurgreitt! ef að þú getur ekki sætt þig við það þá læt ég henda þér út!"
HA?! ERTU Á LYFJUM!!!??? ÉG ER BÚIN AÐ STANDA HÉRNA Í KLUKKUTÍMA TIL AÐ FÁ ENDURGREITT, HELVÍTIS DRULLUPUSSAN ÞÍN!!

já ég er að segja ykkur að það þarf nokkuð mikið að gerast til að ég fari nokkurntímann aftur í smárabíó!! Þetta er alveg ótrúlegt hvernig sóru fyrirtækin á Íslandi geta leyft sér dónaskap og ógeðslegheit framan í viðskiptavini..! en auðvitað skiptir engu fyrir þá hvort að þeir eru ömrulegir við 3 krakka.. þau missa ekki mikið af viðskiptum þó svo að við komum aldrei til þeirra í bóó!

Je minn þetta var alltof langur pistill.. en allt í­ honum var skemmtilegt og áhugavert.. :)

linda.. @ 11:04 :: |

laugardagur, mars 12, 2005

... Vá!! En sú ógeðsileg GLEÐI!! Ég á ekki eitt aukatekið orð!! Ég er að ANDAST! Mig hlakkar svoooo til... Ég ætla að fara og bera brjóst mí­n upp við sviðið! Je minn!!! En sú endemis gleði!!

linda.. @ 07:23 :: |

föstudagur, mars 11, 2005

ERTU AÐ DJÓKA! Þetta er eitt af því hræðilegasta sem að ég hef heyrt í langann tíma.. elzku barn! Hvernig er hægt að gera svona hluti? Af hverju er mannkynið svona grimmt? Ég er miður mínn!

linda.. @ 13:08 :: |

miðvikudagur, mars 09, 2005

.. Úff.. en sæurt móment!
Var að "horfa" á popptí­ví­ og þar kom lagið sem er í­ One Tree Hill.. enginn þáttur samt að byrja, enginn Lucas -slef-, enginn Nathan, Haley, Brooke, Peyton eða neinn! Bara ókunnugt fólk í­ partýi.. Þetta var skrí­tið.. En ég jafnaði mig þar sem að söngvarinn er SÆTUR og má koma og lúlla ef að hann vill... (rendar var hann pí­nu ýktur í munnhreyfingum þegar hann "söng" en ég læt það ekki stöðva mig..)

linda.. @ 11:54 :: |

..mikið er þetta nú ljótur pistill hér að neðan... Hver skrifaði hann eiginlega???

linda.. @ 10:42 :: |

mánudagur, mars 07, 2005

..horfði einhver á nýja þáttinn á skjá einum í gær.. Allt í­ Drasli.. HVAÐ var þetta??? Ekki á þetta nú eftir að vera langlífur þáttur.. en ég verð nú að segja smá um þetta fólk sem að var í­ þessum þætti (vona að þau detti ekki inn á síðuna mí­na og verði sár.. ef svo er þá vil ég biðja þau um að hafa samband við mig og ég mun segja fyrirgefðu frá botni hjarta mí­ns..) EN..
er hægt að lifa í­ svona ógeðslega miklu drasli! Þetta var í­ alvöru eins og íbúð sem að einhver hljóp frá í­ seinni heimstyrjöldinni og útigangsfólk væri búið að hafast við þarna síðan.. Án þess að gera nokkuð annað öll þessi ár en að hafa fyrir því­ að rusla til og skí­ta út! Ég meina ÞAÐ VAR KISUKÚKUR Á GÓLFINU!! ertu ekki að fokking grí­nast í­ mér!
Og þessi drengur sem að var húsbóndinn á þessu heimili.. HVAÐ VAR ÞAÐ!? Hann var ömurlegur á allann hátt og GREINILEGA hefði ekki svo mikið sem fært lappirnar af gólfinu á meðan hann horfði á TV ef að konan hefði haft fyrir því að sópa/ryksuga.. Honum stökk ekki bros ALLANN þáttinn og varð eins og skí­tur (í stí­l við heimilið) þegar hann var spurðu að því­ hvað hann myndi gera á heimilinu.. Því­ að hann greinilega gerir EKKERT!
Það voru fullir öskubakkar af sí­garettum og ef að kisusandurinn var þrifin þá var það greinilega konan sem að þreif hann.. ÓLÉTTA konan (sem er stranglega bannað)!! "Halló! konan er ófrísk.. Þarf ég að skrifa það á veggina hjá ykkur.. hagið lí­fi ykkar eftir því­!!"
Og þegar Heiðar - sem að ég verð að segja að ég einfaldlega dýrka.. en sá snillingur - og húsmæðraskólastýran voru búin að gera allt fí­nt hjá þeim þá var verðandi mamman mjööög svo ánægð og ég verð nu að segja að hún vann sér inn stig þegar hún táraðist yfir vöggunni.. :) en verðandi faðirinn sagði ekki orð yfir nýju í­búðinni.. og vildi svo ekki taka utan um konuna í­ vandræðaleikanum hennar þegar hún táraðist!!
Innilega vona ég að tv-ið hafi gert þau svona.. en ég veit að ég var LENGI að huxa í gær og hélt þetta fyrir mér vöku að þau eru að fara að eignast barn.. vona svooo að þau hafi lært eitthvað af þessu og haldi íbúðinni sinni hreinni og kærleikanum gangandi!

linda.. @ 12:52 :: |

.. Ég þarf eiginlega að fá að koma því á framfæri að mér þykir einstaklega vænt um vin minn Atla Sigmar.. Á msn-inu mí­nu er ég með mynd af mér dökkhærðri og þegar hann sá þetta sagði hann;

BaconBaron - Akkúrat !! says:
GÓÐ MYND

BaconBaron - Akkúrat !! says:
hrikalega myndarlegt eintak af kvennmanni ! SWING :)


..hahahahaha!!! hvað er annað hægt en að þykja mikið vænt um svona kjána! ;)

linda.. @ 11:02 :: |

sunnudagur, mars 06, 2005

Þá er helgin búin og hún fór EKKERT eins og ég var búin að plana.. eða jú ég var á bílnum alla helgina :) og bí­linn sem að konan fékk var Yaris sem hefur verið drauma-stelpubí­llinn hennar í­ langann tí­ma.. :)

..en já ekkert varð úr þeirri helgi sem að ég var búin að plana.. ég;
.. fór ekki á austfirðingaball á Nasa á föstudagskvöld og hitti fullt af skemmtilegu fólki sem að ég hef ekki hitt í­ langann tí­ma og skemmti mér mjög vel..
.. fór ekki og eyddi laugardeginum í­ OFUR naglaásetningu og málverk á þær hjá Örnu fyrir Hár & Fegurð keppnina..
..fór ekki og hitti manneskju á laugardagskvöld/nótt sem að var löngu planað og mig var búið að hlakka mjög svo til að hitta..
...fór ekki að vera magadansmey í keppninni Hár & Fegurð allann sunnudaginn og fram á kvöld..

Hins vegar..
.. fór ég að rí­fast á föstudeginum sem að vakti óendanlega EKKI mikla gleði í mí­nu hjarta (og ég þoli EKKI þegar það er ekki gleði í­ harta mí­nu!!)
..fór ég á skemmtilegan stelpurúnt með Siggu minni á laugardeginum og Magga mí­n átti augnablik með okkur og endaði þessi rúntur í­ villtri og skemmtilegri ferð á súrt mót í­ borginni..
..beið ég eftir að hún Sigga mí­n myndi hafa samband sem að hún svo gerði en það var of seint og kvöldið farið í­ vaskinn hvort sem er... :(
..átti súrasta samtal á msn og mun seint bjóða þess bætur..

Dökka hárið er að slá í gegn.. fólk er að missa þvag hægri vinstri yfir því­ og notar setningar eins og "þetta er klikkað/geðveikt/sjúkt/rosalegt!" "ALDREI verða aftur ljóshærð!" "Þú ert miklu fallegri svona!" (sem fær mig til að huxa út í­ það að kannksi var ég búin að fara í­ gegnum 22 ár sem mjög svo ljót manneskja en núna mun lí­f mitt breytast til muna..) "Þú lí­tur út fyrir að vera eldri.." og margt fleira í­ þessa átt.. meira að segja einn vinur minn hafði orð á því að ég væri bara þónokkuð myndarleg svona - vill taka það fram að ef að hann hefur haft fyrir því­ að minnast eitthvað á útlitið mitt í­ gegnum þessi ár sem að ég hef þekkt hann þá hefur það ekki verið svo mikið fallegt..
En þar sem að viðbrögðin hafa verið mjög svo góð þá er ég nú bara að velta því fyrir mér að halda mér svona - allaveganna til að byrja með.. Gallinn við þetta er bara sá að fólk þekkir mig ekki.. meira að segja fólk sem að hefur þekkt mig allt þeirra lí­f.. eins og SYSTIR MÍN!!! sem ákvað að labba næstum framhjá mér á flugvellinum.. En auðvitað er alltaf gaman að breyta til! :)

linda.. @ 12:20 :: |

föstudagur, mars 04, 2005

.... hahahaha.. er verið að grí­nst.. tjékkið á bloggi 12. febrúar.. en sú snilld! :)

linda.. @ 05:12 :: |

fimmtudagur, mars 03, 2005

..þar sem að heimasætan (þýðir samt ekkert að hún sé sætari systirin!!!) er að koma í­ bæjarferð á morgun þá ákvað faðirinn á heimilinu að leigja barasta eitt stykki bí­laleigubí­l handa frumburðinum yfir helgina.. ég skal segja ykkur það! Þetta þykir henni sko ekkert leiðinlegt og mun kéllan verða á ferðina 24/7 .. En sú gleði!! :)

linda.. @ 14:01 :: |

Já sko..
stelpan fór í­ klippingu og litun í­ morgun og eftir 3 tilraunir að setja lit í­ konuna þá er hún orðin svooooo dökkhærð að afrí­skt-amerí­skt (kurteis) fólk roðnar við hlið mér... Hversu vel mér lí­st á þetta er svo allt annað mál. Sagði við hana Sigrúnu mína að ég myndi reyna að venjast þessu en kæmi sennilega grenjandi til hennar eftir dag eða svo... úff!

Málið með Vero Moda og stuttu buxurnar er allt að reddast.. með frekju og ásökunum í­ garð þeirra fékk ég því­ framgengt að saumakonan þeirra reynir að laga þetta (hvernig sem það er nú hægt..) og ef ekkert gengur hjá konunni þá er búið að taka frá nýjar buxur handa mér.. Þetta er nú aldeilis ágætt.. :)

linda.. @ 13:56 :: |

miðvikudagur, mars 02, 2005

..hahahahaha....
Helgi vinur minn má koma og þrífa heima hjá mér ef að honum vantar vinnu...
..hahahahaha...

linda.. @ 11:13 :: |

þriðjudagur, mars 01, 2005

Þar sem að ég er ekki sérstaklega há í lofti (en samt STÓR!) þá lendi ég stundum í því að þurfa að stytta buxur.. núna á stuttum tíma hef ég þurft að fara með 3 buxur í styttingu og í öll skiptin verið óánægð! Þær stytta alltaf meira en ég sagði!!! Þó svo að ég passi mig alltaf á því að segja þessum heimsku druslum að ég vilji þær aðeins síðari (því að ég veit að þetta er ekkert nema heimskt!) þannig að ég geri þá ráð fyrir því að fá þær aðeins styttri! En ekki svona!!! Núna sit ég uppi með 3 of stuttar buxur og allar glænýjar! Ekki svo sátt.. Er að huxa um að fara með þessar nýjustu aftur í Vero Moda og heimta nýjar buxur því að ég get ekki notað þessar.. ALLT of stuttar!!! Ætli ég naí mínu framgengt..??

linda.. @ 20:32 :: |

..::lindan::..

GESTABÓK
póstur til mín

..::daglegi rúnturinn::..

Agnes sys
Agnes í UK
Aldí­s Bjarna
Alma
Anna Friðrika
Arnrún
Berta & co.
Birna Rún
Björt
Brynja
Bylgja Fagra
Ella frænka
Eva Dröfn
Eyfi
Ferðin mikla
Félagsráðgjafar
Frú Sigríður
Fyndnir gaurar
Guðrún Línberg
Gummó
Gyða Rós
Hafdíz
Halla Óla
Harpa
Helena
Heiðdís
Hildur Páls
Hrafnhildur & co.
Hrund
Ingibjörg Tútta
Írisin
Íris & Kristján
Íris Þöll
Jóhanna
Jóna Karen
Jökull
Kalli Fe
Kiddi
Maggý & Kamilla
Maggý
María
Margrét & co.
Palli Perfekt
Rex
Ragna Óla
Regína
Simmi margrétarbróðir
7bban
7bban líka..
Snær
Thelma litla
Unnur Jóna
Una
Vally McBally
Þóra Elísabet
Þóra Lind
Þóra Magnea

..::barnablogg::..

Bumbukriluzið okkar
Bryndís Una
Dóra Hrönn Styrmisdóttir
Elsa Margrét Jóhannsdóttir
Gísli Arnar Skúlason
Jóhann Breki Þórhallsson
Kamilla Kara Brynjarsdóttir
Klara Edgarsdóttir
Katrín Þóra Jónsdóttir
Marín Jóhannsdóttir
Saga Sjafnardóttir
Tinna Nótt Kristjánsdóttir
Þórdís Katla Sigurðardóttir

gamalt & gott..

febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006

Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com .