*
*
*
*

þriðjudagur, júní 27, 2006

jæja gott fólk!! þrátt fyrir áhugaleysi ykkar á nýju bloggi (sjá seinasta pistil og athugasemdir) þá ætla ég nú samt að færa mig inn á það...
þar inni eru könnun sem að spyr um það hvort bloggið ég eigi að hafa þannig að endielga segið ykkar skoðun á því...
Kannski verður meira líf á nýju bloggi... hlakka til að sjá ykkur þar.. :)


linda.. @ 17:20 :: |

mánudagur, júní 26, 2006

hvar eru allir?? ógeðslega lítið af commentum upp á síðkastið!! er enginn að lesa..? þarf ég að láta barna mig aftur til að fá fullt af commentum..???

eins og ég hef komið að áður þá þarf ekkert ógðslega mikið til að gleðja hjartað mitt.. sem dæmi má nefna ;
  • Þegar við Bassi vorum í búðinni í gær að reyna að finna einhvern mat og bassinn minn kom með þá frábæru hugmynd að hafa heimapulsur.. til að útskýra þetta nánar þá finnst bassa þær ekkert spes og við höfum aldrei haft sollis áður en í gær var hann svo svangur og langaði í eitthvað sem yrði ready á no time.. :) ég hoppaði þegar hann kom með þessa hugmynd og hoppaði svo um búðina í leit af því sem að þurfti með heimapulsunum mínum...
  • þegar við vorum búin að borða heimaspylsurnar mínar og kveiktum á kertum í nýju íbúðinni okkar og lágum eins og skotur og horfðum á vídjó.. :) ooohhh það er svo notó!

Annars er það helsta í fréttum að ég er búin að búa til nýtt blogg því að ég fékk tímabundið leið á þessu.. en nú get ég ekki ákveðið mig hvort að ég eigi að vísa ykkur yfir á það... kann einhver að gera þannig að maður fer á eitt lén ef færist þá yfir á annað... svona eins og ef þið farið á "Ella frænka" hérna til hliðar þá færist maður um blogg hjá henni.. fattiði?! kann einhver..?


linda.. @ 22:21 :: |

föstudagur, júní 23, 2006

Fórum að skoða fallegustu stelpuna í gær eftir vinnu.. :) hún er búin að fá nafnið Saga. Rosa fallegt og sterkt nafn á fallega og sterka stelpu.. :)
Hún er svo æðisleg.. maður gat eiginlega ekki tekið af henni augun! :) Mikið verður nú gaman að fá sitt barn í hendurnar eftir ca. 4 og hálfan mánuð.. :D juuu, dúdda! :)

linda.. @ 13:59 :: |

fimmtudagur, júní 22, 2006

Prinsessan er komin í heiminn hjá 7bbu.. :) til hamingju...
Get ekki beðið eftir að fara að sjá hana á eftir..

linda.. @ 22:04 :: |

Prinsessan er komin í heiminn hjá 7bbu.. :) til hamingju...
Get ekki beðið eftir að fara að sjá hana á eftir..

linda.. @ 22:04 :: |

þriðjudagur, júní 20, 2006

núna erum við hjú búin að sofa 4 nætur í nýrri íbúð á nýju rúmi.. í ljósi þess er skemmtilegt að segja frá því að ég svaf næstum heila nótt í nótt... :)
Íbúðin leggst vel í okkur og við erum á fullu að klára að koma okkur fyrir.. Höldum að þetta verði mega flott þegar við erum búin.. enda smekkfólk bæði tvö.. ;)

Þar sem að ég bý í blokk fyrir fólk sem að á börn eða á von á barni þá getiði rétt ímyndað ykkur fjöldann allan af krökkum þarna... Ef þið getið ímyndað ykkur fjöldann af krökkunum þá getiði gert ykkur í hugarlund hávaðann sem að myndast þegar þessi fjöldi ákveður að vera frekur og óhlýðinn og leika sér frekar frammi á göngum heldur en niðri á leiksvæðinu sem að var sérstaklega búið til fyrir þau þegar húsið var búið til...!! Þegar þolinmæði mín var á þrotum í gær þá fór ég fram og sagði þeim að fara að leika sér niðri en ekki þarna því að það var svo mikil læti í þeim að ég heyrði ekki í gestnum mínum!! Þeir horfðu á mig og hreyttu NEI!! framan í mig og héldu áfram öskrunum.. Þegar Bassi kom svo heim um kvöldið þá vantaði skó af skógrindinni okkar sem að er við hliðina á útidyrunum - Bassi fann þá niðri.. Þarna lærði ég þá mikilvægu lexíu að ég kem ekkert ný inn í þeirra leikjaHÚS og ætla að fara að skipa eitthvað fyrir.. Ooo nei! ég skal sko lúta þeirra reglum! Sem að ég ætla að gera.. reyti þá sko ekkert til reiðis aftur..!!

já og svo gaf ég Bassa svona buxur (eins og gaurinn er í fyrir aftan..)því að mér fannst hann búinn að vera svooo duglegur að flytja um helgina þessi elzka...


linda.. @ 12:39 :: |

mánudagur, júní 19, 2006

Jæja þá er þetta yfirstaðið!! Helvítis flutningarnir... við skiluðum af okkur í búðinni í nótt eftir ógeðishelgi!!
Við fengum hina íbúðina afhenda á fimmtudagskvöldið og byrjuðum að flytja inn á föstudaginn, ég ennþá fárveik og Bassi fór síðan að spila á föstudagsnóttinni. Síðan vorum við að allan laugardaginn og fram á kvöld og aftur fór Bassi að spila um nóttina! Sunnudagurinn var svo erfiðastur.. þá vorum við orðin veeeel þreytt, bakið farið að segja óþægilega mikið til sín hjá mér og Bassi elzkan að lognast niður úr þreytu þar sem að ég gat lítið hjálpað til við flutninga á hlutum og kössum (bæði vegna flensunnar og líka þar sem að læknirinn sagði við mig í seinustu viku að ég mætti alls ekki lyfta þungum hlutum).. Þegar allt var komið út úr íbúðinni í gær þá áttum við eftir að þrífa íbúðina.. Vegna þreytu og slappleika okkar þá vorum við að því fram á nótt!! Ég er ekki frá því að við höfum bæði tárast þegar við lögðumst uppí rúm í nótt eftir þetta ógeð.. !!
við leiddum einmitt hugann að því þegar við vorum komin uppí hvað það er spes að þegar maður stendur í svona brjálæði - flutningum á sama tíma og ég er ólétt og ennþá veik af flensu og Bassi að spila báðar næturnar þessa helgi - að þá einhvern veginn hverfa vinir manns..
En nýja íbúðin leggst vel í okkur og getum við ekki beðið eftir því að vera búin að koma okkur fyrir í henni.. :) Mun svo bjóða ykkur í heimsókn í nýju híbýlin þegar hún verður orðin falleg.. :)

Vallý mín til hamingju með afmæli á laugardaginn.. :* vonandi áttirðu unaðsdag!
Annna Friðrika til hamingju með daginn í dag.. vonandi verður hann æðislegur! :*
Kvenmenn, til hamingju með daginn í dag!
Og Bassinn minn.. þú ert hetjan mín! :*

linda.. @ 22:41 :: |

föstudagur, júní 16, 2006

æji.. :( ég er svo veik..
Ég er búin að vera núna heima, rúmliggjandi í 3 daga.. er að verða búin með 2 rúllur af klósettpapír í snýt og hef aldrei safnað jafn miklu hori yfir þessi næstum 24 ár sem að ég hef lifað!! ég er búin að vera hálf meðvitundarlaus og ég vill ekki einu sinni fara út í útlitið á mér.. jakk! ég fæ hroll... :s Vona bara að bumbukríluzið mitt sé í lagi þarna inni.. jújú, það harkar þett af sér.. :) en það sem að er verst við þetta allt saman er að ég hef ekki haft neinn kraft í að pakka.. við erum að flytja nebbla. fengum íbúðina afhenda í gær og þurfum að skila þessari á mánudaginn og ég barasta geri ekkert gagn.. :( en ég er nú að reyna að pakka einhverju hérna, reyni að herða þetta af mér svo að Kæróinn minn þurfi ekki að gera þetta allt sjálfur..

Í lokin vill ég biðja alla um að senda missa-legvatns-koma-fæðingu-af-stað- strauma til 7bbu svo að hún fái nú gullið sitt í hendurnar... :)

linda.. @ 18:11 :: |

..::lindan::..

GESTABÓK
póstur til mín

..::daglegi rúnturinn::..

Agnes sys
Agnes í UK
Aldí­s Bjarna
Alma
Anna Friðrika
Arnrún
Berta & co.
Birna Rún
Björt
Brynja
Bylgja Fagra
Ella frænka
Eva Dröfn
Eyfi
Ferðin mikla
Félagsráðgjafar
Frú Sigríður
Fyndnir gaurar
Guðrún Línberg
Gummó
Gyða Rós
Hafdíz
Halla Óla
Harpa
Helena
Heiðdís
Hildur Páls
Hrafnhildur & co.
Hrund
Ingibjörg Tútta
Írisin
Íris & Kristján
Íris Þöll
Jóhanna
Jóna Karen
Jökull
Kalli Fe
Kiddi
Maggý & Kamilla
Maggý
María
Margrét & co.
Palli Perfekt
Rex
Ragna Óla
Regína
Simmi margrétarbróðir
7bban
7bban líka..
Snær
Thelma litla
Unnur Jóna
Una
Vally McBally
Þóra Elísabet
Þóra Lind
Þóra Magnea

..::barnablogg::..

Bumbukriluzið okkar
Bryndís Una
Dóra Hrönn Styrmisdóttir
Elsa Margrét Jóhannsdóttir
Gísli Arnar Skúlason
Jóhann Breki Þórhallsson
Kamilla Kara Brynjarsdóttir
Klara Edgarsdóttir
Katrín Þóra Jónsdóttir
Marín Jóhannsdóttir
Saga Sjafnardóttir
Tinna Nótt Kristjánsdóttir
Þórdís Katla Sigurðardóttir

gamalt & gott..

febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006

Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com .